Veltir því upp hvort breyta eigi lögum um fyrningu kynferðisbrota Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2019 16:00 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarfloks. Vísir/Vilhelm Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur velt þeirri spurningu upp hvort það sé komið að því að breyta lögum á þann veg að kynferðisbrot fyrnist ekki. Silja setti þessa spurningu fram á Facebook í gær en hún sagði þar að loksins þegar fólk hefur öðlast styrk til að segja frá, þá séu brotin fyrnd. Hún bendir á að árið 2007 var lögum um sök vegna alvarlegustu brota gegn börnum breytt á þann hátt að þau fyrnast ekki. Þegar kemur að öðrum kynferðisbrotum þá fyrnast þau tveimur til fimmtán árum eftir alvarleika brotanna. Silja segir að miðað við þær frásagnir sem fram hafa komið undanfarið þá sé vert að taka þá umræðu hvort breyta eigi þessum lögum. Hún segir margir stígi fram með frásagnir mörgum árum eftir að brotið var á þeim og því sé tilefni til að skoða hvort útfæra ætti þessi lög nánar. Hún segist ekki gera sér grein fyrir því hvort þetta sé tilefni til frumvarps en vill að þjóðfélagið taki umræðuna, þingmenn og almenningur. Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson ritaði ummæli við færslu Silju þar sem hann sagði það fásinnu að afnema fyrningu alfarið vegna kynferðisbrota. Vildi hann meina að engin sérstök rök standi með því að fullorðnir brotaþolar geti beðið með að kæra brot árum saman. Það dragi líkur úr sakfellingu og þá eigi sakborningar einnig rétt til réttlátrar málsmeðferðar sem haldið er fram með hröðum hætti, verndaður af stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. „Að slá þessu fram núna, Silja, er ömurlegur popúlismi,“ ritar Ómar. Silja segir í samtali við Vísi að sjónarmið Ómars séu að mörgu leyti rétt. Oftast standi orð gegn orði í slíkum málum og erfitt að finna sönnunargögn vegna brota sem framin voru fyrir 20 til 30 árum. „En ég bara velti því fyrir það gæti verið í einhverjum tilfellum að það séu til sönnunargögn þannig að eigum við að vera búin að útiloka að lögum samkvæmt sé hægt að hefja rannsókn? Ættum við ekki frekar að hafa þann möguleika opinn þó að í flestum tilfellum leiði það ekki til sakfellingar þó að sönnunargögn séu ekki næg?“ spyr Silja. Hún segir Íslendinga eiga að vera óhrædda við að taka umræðuna og velta upp og spyrja asnalegra spurninga. Málið sé þó vert til að tekin sé umræða um það af þingmönnum, sérfræðingum og almenningi. Alþingi Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur velt þeirri spurningu upp hvort það sé komið að því að breyta lögum á þann veg að kynferðisbrot fyrnist ekki. Silja setti þessa spurningu fram á Facebook í gær en hún sagði þar að loksins þegar fólk hefur öðlast styrk til að segja frá, þá séu brotin fyrnd. Hún bendir á að árið 2007 var lögum um sök vegna alvarlegustu brota gegn börnum breytt á þann hátt að þau fyrnast ekki. Þegar kemur að öðrum kynferðisbrotum þá fyrnast þau tveimur til fimmtán árum eftir alvarleika brotanna. Silja segir að miðað við þær frásagnir sem fram hafa komið undanfarið þá sé vert að taka þá umræðu hvort breyta eigi þessum lögum. Hún segir margir stígi fram með frásagnir mörgum árum eftir að brotið var á þeim og því sé tilefni til að skoða hvort útfæra ætti þessi lög nánar. Hún segist ekki gera sér grein fyrir því hvort þetta sé tilefni til frumvarps en vill að þjóðfélagið taki umræðuna, þingmenn og almenningur. Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson ritaði ummæli við færslu Silju þar sem hann sagði það fásinnu að afnema fyrningu alfarið vegna kynferðisbrota. Vildi hann meina að engin sérstök rök standi með því að fullorðnir brotaþolar geti beðið með að kæra brot árum saman. Það dragi líkur úr sakfellingu og þá eigi sakborningar einnig rétt til réttlátrar málsmeðferðar sem haldið er fram með hröðum hætti, verndaður af stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. „Að slá þessu fram núna, Silja, er ömurlegur popúlismi,“ ritar Ómar. Silja segir í samtali við Vísi að sjónarmið Ómars séu að mörgu leyti rétt. Oftast standi orð gegn orði í slíkum málum og erfitt að finna sönnunargögn vegna brota sem framin voru fyrir 20 til 30 árum. „En ég bara velti því fyrir það gæti verið í einhverjum tilfellum að það séu til sönnunargögn þannig að eigum við að vera búin að útiloka að lögum samkvæmt sé hægt að hefja rannsókn? Ættum við ekki frekar að hafa þann möguleika opinn þó að í flestum tilfellum leiði það ekki til sakfellingar þó að sönnunargögn séu ekki næg?“ spyr Silja. Hún segir Íslendinga eiga að vera óhrædda við að taka umræðuna og velta upp og spyrja asnalegra spurninga. Málið sé þó vert til að tekin sé umræða um það af þingmönnum, sérfræðingum og almenningi.
Alþingi Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira