Leggja til að braggamálinu verði vísað áfram í dag Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. janúar 2019 13:00 Kolbrún Baldursdóttir fulltrúi Flokks fólksins leggja fram tillögu um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda á fundi borgarstjórnar í dag. Kolbrún telur að skýrsla Innri endurskoðunnar sýni að misferli hafi átt sér stað. Vísir/Vilhelm Fulltrúi Flokks fólksins er ekki bjartsýn á að tillaga hennar og fulltrúa Miðflokksins um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda verði samþykkt í borgarstjórn í dag. Oddviti Pírata í borginni segir rangfærslur af ýmsum toga hafa komið fram í málflutningi þessar fulltrúa. Borgarstjóri segir að ef eitthvað saknæmt hefði farið fram hefði Innri endurskoðun vísað málinu áfram. Þær Vigdís Hauksdóttir fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttir fulltrúi Flokks fólksins leggja fram tillögu um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda á fundi borgarstjórnar í dag. Kolbrún telur að skýrsla Innri endurskoðunnar sýni að misferli hafi átt sér stað. „Ég tel afar mikilvægt að þar til bær yfirvöld fái þetta mál til frekari rannsóknar. Það er búið að brjóta lög, sveitarstjórnarlög og innkaupareglur borgarinnar en það er llíka skjalavörslumálið sem er háalvarlegt,“ segir Kolbrún. Í aðsendri grein Dóru Bjartar Guðjónsdóttur oddvita Pírata í borginni í Fréttablaðinu í dag kemur fram að rangt sé að skýrsla Innri endurskoðunnar sýni fram á hegningarlagabrot eins og Vigdís Hauksdóttir hafi haldið fram. Kolbrún segir að ekki sé hægt að fullyrða það. „Það er ekkert hægt að segja þetta núna þar sem slík rannsókn hafi ekki átt sér stað en það kemur fram í skýrslu Innri endurskoðunar að misferlishættan er mjög mikil og svo er þetta líka spurning um tölvupósta sem hefur verið eytt og ekki var farið í að fullklára að endurheimta þá,“ segir Kolbrún. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sakaði fulltrúa minnihlutans um upphlaup í fréttum Bylgjunnar um helgina. „Það er hlutverk Innri endurskoðenda ef upp kemur grunur um saknæmt athæfi að vísa slíkum málum til þar til bærra aðila,“ segir Dagur. Kolbrún segir að ákvörðun um að vísa málinu áfram sé ekki í höndum Innri endurskoðunar. „Innri endurskoðandi leggur þessa skýrslu í okkar hendur og það er okkar ákvörðun að taka málið áfram, það er ekkert hans ákvörðun að klára það,“ segir hún. Hún telur hins vegar ekki líklegt að tillaga um að vísa málinu áfram verði samþykkt í dag. „Ég myndi nú halda það að Sjálfstæðismenn muni styðja tillöguna en miðað við tóninn í meirihlutanum er ég ekki bjartsýn á að hún verði samþykkt í borgarstjórn,“ segir Kolbrún Baldursdóttir. Braggamálið Skipulag Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Fulltrúi Flokks fólksins er ekki bjartsýn á að tillaga hennar og fulltrúa Miðflokksins um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda verði samþykkt í borgarstjórn í dag. Oddviti Pírata í borginni segir rangfærslur af ýmsum toga hafa komið fram í málflutningi þessar fulltrúa. Borgarstjóri segir að ef eitthvað saknæmt hefði farið fram hefði Innri endurskoðun vísað málinu áfram. Þær Vigdís Hauksdóttir fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttir fulltrúi Flokks fólksins leggja fram tillögu um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda á fundi borgarstjórnar í dag. Kolbrún telur að skýrsla Innri endurskoðunnar sýni að misferli hafi átt sér stað. „Ég tel afar mikilvægt að þar til bær yfirvöld fái þetta mál til frekari rannsóknar. Það er búið að brjóta lög, sveitarstjórnarlög og innkaupareglur borgarinnar en það er llíka skjalavörslumálið sem er háalvarlegt,“ segir Kolbrún. Í aðsendri grein Dóru Bjartar Guðjónsdóttur oddvita Pírata í borginni í Fréttablaðinu í dag kemur fram að rangt sé að skýrsla Innri endurskoðunnar sýni fram á hegningarlagabrot eins og Vigdís Hauksdóttir hafi haldið fram. Kolbrún segir að ekki sé hægt að fullyrða það. „Það er ekkert hægt að segja þetta núna þar sem slík rannsókn hafi ekki átt sér stað en það kemur fram í skýrslu Innri endurskoðunar að misferlishættan er mjög mikil og svo er þetta líka spurning um tölvupósta sem hefur verið eytt og ekki var farið í að fullklára að endurheimta þá,“ segir Kolbrún. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sakaði fulltrúa minnihlutans um upphlaup í fréttum Bylgjunnar um helgina. „Það er hlutverk Innri endurskoðenda ef upp kemur grunur um saknæmt athæfi að vísa slíkum málum til þar til bærra aðila,“ segir Dagur. Kolbrún segir að ákvörðun um að vísa málinu áfram sé ekki í höndum Innri endurskoðunar. „Innri endurskoðandi leggur þessa skýrslu í okkar hendur og það er okkar ákvörðun að taka málið áfram, það er ekkert hans ákvörðun að klára það,“ segir hún. Hún telur hins vegar ekki líklegt að tillaga um að vísa málinu áfram verði samþykkt í dag. „Ég myndi nú halda það að Sjálfstæðismenn muni styðja tillöguna en miðað við tóninn í meirihlutanum er ég ekki bjartsýn á að hún verði samþykkt í borgarstjórn,“ segir Kolbrún Baldursdóttir.
Braggamálið Skipulag Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira