Vel tekið í áform ráðherra um styrki til að fjölga í kennaranámi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. janúar 2019 06:15 Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. Fréttablaðið/Eyþór „Háskóli Íslands fagnar áformum mennta- og menningarmálaráðherra um að veita kennaranemum sérstaka styrki úr LÍN til að auka aðsókn í kennaranám og bæta starfsaðstæður kennara,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vinnur að frumvarpi sem meðal annars mun þýða að starfsnám kennara á fimmta ári verði launað og að LÍN greiði sértæka styrki til kennaranema. Jón Atli segir að án aðgerða blasi við mikill skortur á næstu áratugum. „Ástandið er sérstaklega alvarlegt í leik- og grunnskólum landsins,“ segir rektor og bætir við að allir verði að leggjast á eitt til að gera starfið eftirsóknarvert. Ein leið sem komi til greina sé fjárhagslegur stuðningur við kennaranema. Bindur rektor miklar vonir við að slíkir hvatar, samfara styrkingu kennaranámsins, muni skila árangri. Slíkt hafi gefist vel erlendis. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, er sömuleiðis jákvæður. Bregðast verði við hruni í aðsókn í kennaranám eftir að það var lengt í fimm ár. „Sú þróun er fordæmalaus en kennaranemum hefur fækkað um hvorki meira né minna en 75 prósent frá 2002,“ segir Skúli. Róttækar og jafnvel óvenjulegar aðgerðir þurfi því til að snúa henni við. Sérstakir styrkir til kennaranema í gegnum LÍN séu af þeim toga. Hann kveðst styðja sömuleiðis hugmyndir um launað starfsnám. Bendir Skúli þó á að mjög stór hluti kennaranema vinni við kennslu með námi. 70 prósent grunnskólakennaranema og 90 prósent leikskólakennaranema. „Þessi tillaga mun því kannski ekki skipta sköpum varðandi aðsókn að náminu en ég geri mér þó vonir um að hún muni hafa þau jákvæðu áhrif að draga úr brotthvarfi úr námi sem verið hefur vandamál.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Kennarasambandið tekur vel í norskar hugmyndir um niðurfellingu námslána Varaformaður Kennarasambands Íslands fagnar hugmyndum menntamálaráðherra um að kennaranemar fái námslán niðurfelld að hluta líkt og tíðkast í Noregi. 14. janúar 2019 13:30 Boðar sérstaka styrki til kennaranema Menntamálaráðherra vinnur að frumvarpi til þess að veita kennaranemum sértæka styrki úr LÍN. 14. janúar 2019 06:15 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Sjá meira
„Háskóli Íslands fagnar áformum mennta- og menningarmálaráðherra um að veita kennaranemum sérstaka styrki úr LÍN til að auka aðsókn í kennaranám og bæta starfsaðstæður kennara,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vinnur að frumvarpi sem meðal annars mun þýða að starfsnám kennara á fimmta ári verði launað og að LÍN greiði sértæka styrki til kennaranema. Jón Atli segir að án aðgerða blasi við mikill skortur á næstu áratugum. „Ástandið er sérstaklega alvarlegt í leik- og grunnskólum landsins,“ segir rektor og bætir við að allir verði að leggjast á eitt til að gera starfið eftirsóknarvert. Ein leið sem komi til greina sé fjárhagslegur stuðningur við kennaranema. Bindur rektor miklar vonir við að slíkir hvatar, samfara styrkingu kennaranámsins, muni skila árangri. Slíkt hafi gefist vel erlendis. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, er sömuleiðis jákvæður. Bregðast verði við hruni í aðsókn í kennaranám eftir að það var lengt í fimm ár. „Sú þróun er fordæmalaus en kennaranemum hefur fækkað um hvorki meira né minna en 75 prósent frá 2002,“ segir Skúli. Róttækar og jafnvel óvenjulegar aðgerðir þurfi því til að snúa henni við. Sérstakir styrkir til kennaranema í gegnum LÍN séu af þeim toga. Hann kveðst styðja sömuleiðis hugmyndir um launað starfsnám. Bendir Skúli þó á að mjög stór hluti kennaranema vinni við kennslu með námi. 70 prósent grunnskólakennaranema og 90 prósent leikskólakennaranema. „Þessi tillaga mun því kannski ekki skipta sköpum varðandi aðsókn að náminu en ég geri mér þó vonir um að hún muni hafa þau jákvæðu áhrif að draga úr brotthvarfi úr námi sem verið hefur vandamál.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Kennarasambandið tekur vel í norskar hugmyndir um niðurfellingu námslána Varaformaður Kennarasambands Íslands fagnar hugmyndum menntamálaráðherra um að kennaranemar fái námslán niðurfelld að hluta líkt og tíðkast í Noregi. 14. janúar 2019 13:30 Boðar sérstaka styrki til kennaranema Menntamálaráðherra vinnur að frumvarpi til þess að veita kennaranemum sértæka styrki úr LÍN. 14. janúar 2019 06:15 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Sjá meira
Kennarasambandið tekur vel í norskar hugmyndir um niðurfellingu námslána Varaformaður Kennarasambands Íslands fagnar hugmyndum menntamálaráðherra um að kennaranemar fái námslán niðurfelld að hluta líkt og tíðkast í Noregi. 14. janúar 2019 13:30
Boðar sérstaka styrki til kennaranema Menntamálaráðherra vinnur að frumvarpi til þess að veita kennaranemum sértæka styrki úr LÍN. 14. janúar 2019 06:15