Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2019 20:51 Trump og Erdogan á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í fyrra. EPA/OLIVIER HOSLET Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. Áður en forsetarnir ræddu saman í síma í dag hafði Trump hótað því að leggja efnahag Tyrklands í rúst ef Tyrkir myndu ráðast á Kúrdana, sem hafa verið dyggir bandamenn Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Sarah Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, gaf út yfirlýsingu um símtal forsetanna og sagði Trump hafa rætt við Erdogan um að þeir störfuðu saman að því að vinna í þeim áhyggjum sem Tyrkir hafa af norðurhluta Sýrlands. Embættismenn í Tyrklandi segja þá hafa talað saman um að skapa öryggisvæði í norðurhluta Sýrlands og hvað eigi að verða um borgina Manbij í Sýrlandi, sem Tyrkir hafa lengi viljað hertaka af Kúrdum, sem tóku borgina af ISIS-liðum. Bandarískir og franskir hermenn voru sendir til borgarinnar í þeim tilgangi að koma í veg fyrir árás Tyrkja á hana.Þó sýrlenskir Kúrdar séu bandamenn Bandaríkjanna, líta yfirvöld í Tyrklandi á þá sem hryðjuverkamenn vegna tengsla þeirra við Verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi. Að undanförnu hafa Tyrkir ítrekað hótað því að gera þriðju innrásina í Sýrland og ráðast á Kúrda, sem þeir gerðu áður í Afrin-héraði.Sjá einnig: Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekkiHershöfðinginn Joseph Dunford, formaður hershöfðingjaráðs Hvíta hússins, mun funda með yfirmanni hershöfðingjaráðs Tyrklands á morgun. Þeir munu ræða stöðu mála í Sýrlandi, samkvæmt Politico.Trump tók þá ákvörðun í síðasta mánuði að kalla hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi og gerði hann það eftir að hafa rætt við Erdogan í síma. Ákvörðunin var tekin þvert á vilja og ráðleggingar ráðgjafa sinna og ráðherra. Jim Mattis, dómsmálaráðherra, sagði af sér vegna ákvörðunarinnar. Kúrdar líta á ákvörðunina sem svik og óttast innrás Tyrkja, upprisu Íslamska ríkisins, sem enn er talið eiga tugi þúsunda vígamanna í Sýrlandi og Írak, og jafnvel hernaðaraðgerðir stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Þó hafa YPG leitað á náðir Assad-liða og Rússa, sem eru sömuleiðis andvígir innrás Tyrkja. Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan neitaði að hitta Bolton Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, neitaði að hitta John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, í dag. 8. janúar 2019 12:10 Hótar að leggja efnahag Tyrklands í rúst Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar því að leggja efnahag Tyrklands í rúst, ráðist þeir gegn Kúrdum í Sýrlandi, eftir að Bandaríkjamenn draga herlið sitt til baka þar í landi eins og Trump hefur boðað. 14. janúar 2019 07:15 Pompeo bjartsýnn á að hægt verði að tryggja öryggi Kúrda Opinber heimsókn Pompeo er liður í ferðalagi hans um Miðausturlönd. Heimsóknum utanríkisráðherrans er ætlað að hughreysta bandamenn á svæðinu eftir að Bandaríkjaforseti tilkynnti skyndilega í síðasta mánuði að hann hygðist draga herlið sitt frá Sýralandi. 13. janúar 2019 08:57 „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45 Brottflutningur hermanna frá Sýrlandi hafinn Mikil óvissa hefur ríkt um brottflutninginn og hafa embættismenn í Bandaríkjunum verið margsaga um hvort og hvenær af honum verði. 11. janúar 2019 12:05 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. Áður en forsetarnir ræddu saman í síma í dag hafði Trump hótað því að leggja efnahag Tyrklands í rúst ef Tyrkir myndu ráðast á Kúrdana, sem hafa verið dyggir bandamenn Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Sarah Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, gaf út yfirlýsingu um símtal forsetanna og sagði Trump hafa rætt við Erdogan um að þeir störfuðu saman að því að vinna í þeim áhyggjum sem Tyrkir hafa af norðurhluta Sýrlands. Embættismenn í Tyrklandi segja þá hafa talað saman um að skapa öryggisvæði í norðurhluta Sýrlands og hvað eigi að verða um borgina Manbij í Sýrlandi, sem Tyrkir hafa lengi viljað hertaka af Kúrdum, sem tóku borgina af ISIS-liðum. Bandarískir og franskir hermenn voru sendir til borgarinnar í þeim tilgangi að koma í veg fyrir árás Tyrkja á hana.Þó sýrlenskir Kúrdar séu bandamenn Bandaríkjanna, líta yfirvöld í Tyrklandi á þá sem hryðjuverkamenn vegna tengsla þeirra við Verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi. Að undanförnu hafa Tyrkir ítrekað hótað því að gera þriðju innrásina í Sýrland og ráðast á Kúrda, sem þeir gerðu áður í Afrin-héraði.Sjá einnig: Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekkiHershöfðinginn Joseph Dunford, formaður hershöfðingjaráðs Hvíta hússins, mun funda með yfirmanni hershöfðingjaráðs Tyrklands á morgun. Þeir munu ræða stöðu mála í Sýrlandi, samkvæmt Politico.Trump tók þá ákvörðun í síðasta mánuði að kalla hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi og gerði hann það eftir að hafa rætt við Erdogan í síma. Ákvörðunin var tekin þvert á vilja og ráðleggingar ráðgjafa sinna og ráðherra. Jim Mattis, dómsmálaráðherra, sagði af sér vegna ákvörðunarinnar. Kúrdar líta á ákvörðunina sem svik og óttast innrás Tyrkja, upprisu Íslamska ríkisins, sem enn er talið eiga tugi þúsunda vígamanna í Sýrlandi og Írak, og jafnvel hernaðaraðgerðir stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Þó hafa YPG leitað á náðir Assad-liða og Rússa, sem eru sömuleiðis andvígir innrás Tyrkja.
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan neitaði að hitta Bolton Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, neitaði að hitta John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, í dag. 8. janúar 2019 12:10 Hótar að leggja efnahag Tyrklands í rúst Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar því að leggja efnahag Tyrklands í rúst, ráðist þeir gegn Kúrdum í Sýrlandi, eftir að Bandaríkjamenn draga herlið sitt til baka þar í landi eins og Trump hefur boðað. 14. janúar 2019 07:15 Pompeo bjartsýnn á að hægt verði að tryggja öryggi Kúrda Opinber heimsókn Pompeo er liður í ferðalagi hans um Miðausturlönd. Heimsóknum utanríkisráðherrans er ætlað að hughreysta bandamenn á svæðinu eftir að Bandaríkjaforseti tilkynnti skyndilega í síðasta mánuði að hann hygðist draga herlið sitt frá Sýralandi. 13. janúar 2019 08:57 „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45 Brottflutningur hermanna frá Sýrlandi hafinn Mikil óvissa hefur ríkt um brottflutninginn og hafa embættismenn í Bandaríkjunum verið margsaga um hvort og hvenær af honum verði. 11. janúar 2019 12:05 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Erdogan neitaði að hitta Bolton Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, neitaði að hitta John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, í dag. 8. janúar 2019 12:10
Hótar að leggja efnahag Tyrklands í rúst Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar því að leggja efnahag Tyrklands í rúst, ráðist þeir gegn Kúrdum í Sýrlandi, eftir að Bandaríkjamenn draga herlið sitt til baka þar í landi eins og Trump hefur boðað. 14. janúar 2019 07:15
Pompeo bjartsýnn á að hægt verði að tryggja öryggi Kúrda Opinber heimsókn Pompeo er liður í ferðalagi hans um Miðausturlönd. Heimsóknum utanríkisráðherrans er ætlað að hughreysta bandamenn á svæðinu eftir að Bandaríkjaforseti tilkynnti skyndilega í síðasta mánuði að hann hygðist draga herlið sitt frá Sýralandi. 13. janúar 2019 08:57
„Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45
Brottflutningur hermanna frá Sýrlandi hafinn Mikil óvissa hefur ríkt um brottflutninginn og hafa embættismenn í Bandaríkjunum verið margsaga um hvort og hvenær af honum verði. 11. janúar 2019 12:05
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent