Innlent

Vonandi búið að slökkva eldinn í síðasta sinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Vaktstjóri hjá slökkviliðinu segir eldinn hafa brotist út með offorsi í morgun en nú sé búið að slökkva hann aftur, og vonandi í síðasta skipti.
Vaktstjóri hjá slökkviliðinu segir eldinn hafa brotist út með offorsi í morgun en nú sé búið að slökkva hann aftur, og vonandi í síðasta skipti. Vísir/Vilhelm
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lauk störfum við urðunarstað Sorpu á Álfsnesi um klukkan hálf sex í dag. Tveir slökkviliðsmenn munu þó vakta svæðið eitthvað fram eftir kvöldi og fylgjast með því hvort eldurinn blossi upp á nýjan leik.

Mikill eldur blossaði þar upp í morgun eftir að hafa kraumað í dekkjakurli um helgina. Tólf menn frá slökkviliðinu unnu að því að slökkva eldinn í dag auk verktaka og stjórnenda tækja frá Sorpu.

Sjá einnig: Moka jarðvegi yfir eldinn á Álfsnesi



Vaktstjóri hjá slökkviliðinu segir eldinn hafa brotist út með offorsi í morgun en nú sé búið að slökkva hann aftur, og vonandi í síðasta skipti.

Tólf menn frá slökkviliðinu unnu að því að slökkva eldinn í dag auk verktaka og stjórnenda tækja frá Sorpu.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×