Pólitískur ofsi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 15. janúar 2019 07:00 Braggamálið svonefnda er óskemmtilegt dæmi um óstjórnlegt bruðl og vítaverðan skort á eftirliti í stjórnsýslunni. Sem æðsti yfirmaður borgarinnar ber borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, ábyrgð í málinu, þótt langt í frá sé hægt að klína á hann allri sök. Engin ástæða er þó til að hann segi af sér vegna málsins, enda hefur hann ekki aðhafst nokkuð glæpsamlegt eða refsivert. Þáttur borgarstjórans er þó svo ríkur að það var bæði sjálfsögð og eðlileg krafa að hann viki úr þriggja manna hópi sem á að rýna í niðurstöður skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um braggamálið. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir, sem sæti átti í hópnum, vildi að hlutlaus aðili tæki sæti borgarstjóra í nefndinni. Það var skynsamleg tillaga, eins og Dagur B. Eggertsson hefði átt að gera sér glögga grein fyrir. Hann hefði betur brugðist við samkvæmt því. Í staðinn neitaði hann að víkja og Hildur ákvað að hverfa úr nefndinni. Það kom ekki á óvart að borgarstjóri skyldi ekki sjá ástæðu til þess að draga sig úr hinum þriggja manni hópi. Alltaf geta kjósendur verið næsta vissir um að stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, komi sér undan því að gangast við ábyrgð sinni og viðurkenna mistök. Dagur B. Eggertsson er engin undantekning frá því. Hann gerði ekki það sem hefði verið langskynsamlegast fyrir hann í stöðunni; að gangast við ábyrgð með því að víkja úr nefndinni. Það hefði orðið honum til álitsauka. Fjölda dæma má finna um að opinberar framkvæmdir hafi farið úr böndum og kostnaður reynst allur annar og mun meiri en lagt var upp með. Braggamálið er slæmt dæmi um slíkt og borgarstjórinn er í hópi þeirra sem þar gerðu mistök. Hildur Björnsdóttir sýndi þá sanngirni að benda á að það hefði ekki verið viljandi, hún sagði um óviljaverk að ræða. Alltof sjaldan er sanngirni við völd í íslenskum stjórnmálum, en þessi orð Hildar minna á að hún fyrirfinnst þar stundum Það er hins vegar enga sanngirni að finna í tillögu Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, og Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, um að vísa skýrslu Innri endurskoðunar um framkvæmdir við braggann til héraðssaksóknara. Sú gjörð lyktar langar leiðir af pólitískri heift. Offors og heift í garð pólitískra andstæðinga er ekkert nýtt. Í pólitík þykir sjálfsagt að höggva til andstæðingsins gefist á því færi. Ríkar ástæður þurfa ekki endilega að vera fyrir hendi, það nægir einfaldlega að andstæðingurinn liggi vel við höggi. Um leið er ekki tekið nokkurt tillit til þess sem er sanngjarnt eða rétt. Í hita leiksins er það ekki talið skipta neinu máli. Það á einmitt við um tillögu fulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins, sem byggist ekki á rökum og staðreyndum heldur á óskhyggju um misferli pólitískra andstæðinga sem þeir vilja ólmir koma frá völdum. Tillagan er þeim sem að henni standa til lítils sóma, enda ber hún fyrst og fremst vott um pólitískan ofsa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Braggamálið svonefnda er óskemmtilegt dæmi um óstjórnlegt bruðl og vítaverðan skort á eftirliti í stjórnsýslunni. Sem æðsti yfirmaður borgarinnar ber borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, ábyrgð í málinu, þótt langt í frá sé hægt að klína á hann allri sök. Engin ástæða er þó til að hann segi af sér vegna málsins, enda hefur hann ekki aðhafst nokkuð glæpsamlegt eða refsivert. Þáttur borgarstjórans er þó svo ríkur að það var bæði sjálfsögð og eðlileg krafa að hann viki úr þriggja manna hópi sem á að rýna í niðurstöður skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um braggamálið. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir, sem sæti átti í hópnum, vildi að hlutlaus aðili tæki sæti borgarstjóra í nefndinni. Það var skynsamleg tillaga, eins og Dagur B. Eggertsson hefði átt að gera sér glögga grein fyrir. Hann hefði betur brugðist við samkvæmt því. Í staðinn neitaði hann að víkja og Hildur ákvað að hverfa úr nefndinni. Það kom ekki á óvart að borgarstjóri skyldi ekki sjá ástæðu til þess að draga sig úr hinum þriggja manni hópi. Alltaf geta kjósendur verið næsta vissir um að stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, komi sér undan því að gangast við ábyrgð sinni og viðurkenna mistök. Dagur B. Eggertsson er engin undantekning frá því. Hann gerði ekki það sem hefði verið langskynsamlegast fyrir hann í stöðunni; að gangast við ábyrgð með því að víkja úr nefndinni. Það hefði orðið honum til álitsauka. Fjölda dæma má finna um að opinberar framkvæmdir hafi farið úr böndum og kostnaður reynst allur annar og mun meiri en lagt var upp með. Braggamálið er slæmt dæmi um slíkt og borgarstjórinn er í hópi þeirra sem þar gerðu mistök. Hildur Björnsdóttir sýndi þá sanngirni að benda á að það hefði ekki verið viljandi, hún sagði um óviljaverk að ræða. Alltof sjaldan er sanngirni við völd í íslenskum stjórnmálum, en þessi orð Hildar minna á að hún fyrirfinnst þar stundum Það er hins vegar enga sanngirni að finna í tillögu Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, og Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, um að vísa skýrslu Innri endurskoðunar um framkvæmdir við braggann til héraðssaksóknara. Sú gjörð lyktar langar leiðir af pólitískri heift. Offors og heift í garð pólitískra andstæðinga er ekkert nýtt. Í pólitík þykir sjálfsagt að höggva til andstæðingsins gefist á því færi. Ríkar ástæður þurfa ekki endilega að vera fyrir hendi, það nægir einfaldlega að andstæðingurinn liggi vel við höggi. Um leið er ekki tekið nokkurt tillit til þess sem er sanngjarnt eða rétt. Í hita leiksins er það ekki talið skipta neinu máli. Það á einmitt við um tillögu fulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins, sem byggist ekki á rökum og staðreyndum heldur á óskhyggju um misferli pólitískra andstæðinga sem þeir vilja ólmir koma frá völdum. Tillagan er þeim sem að henni standa til lítils sóma, enda ber hún fyrst og fremst vott um pólitískan ofsa.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun