Vinstriflokkurinn segist ekki ætla að greiða atkvæði með Löfven Atli Ísleifsson skrifar 14. janúar 2019 12:05 Jonas Sjöstedt er formaður sænska Vinstriflokksins. Getty Jonas Sjöstedt, formaður sænska Vinstriflokksins, segir að flokkurinn muni ekki greiða atkvæði með því að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna, verði áfram forsætisráðherra landsins. Þetta þýðir að ekki er víst að nokkuð verði af ríkisstjórn Jafnaðarmanna og Græningja sem Miðflokkurinn og Frjálslyndir ætla sér að verja vantrausti. Greint var frá því um helgina að flokkarnir hafi náð saman um myndun nýrrar stjórnar. Sjöstedt greindi frá afstöðu sinni og Vinstriflokksins eftir fund hans og þingforsetans Andreas Norlén, en þingforsetinn fundar í dag með leiðtogum allra flokka. Búist er við að hann muni tilnefna einn þeirra, líklegast Löfven, sem næsta forsætisráðherra síðar í dag og mun þingið greiða atkvæði um hann á miðvikudag.Vinstriflokkurinn komist ekki á áhrifastöðu Í samstarfsyfirlýsingu Jafnaðarmanna, Græningja, Miðflokksins og Frjálslyndra, sem birt var um helgina, er tekið fram að Vinstriflokkurinn skuli ekki hafa nein pólitísk áhrif á stefnu stjórnarinnar á kjörtímabilinu. Sjöstedt segist hins vegar ekki geta sætt sig við slíkt og mun flokkurinn því greiða atkvæði gegn Löfven.Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins.EPA/HENRIK MONTGOMERYMöguleg ríkisstjórn Jafnaðarmanna, Græningja, Miðflokksins og Frjálslyndra er ekki með meirihluta á þingi og yrði því háð því að aðrir flokkar myndi verja hana vantrausti. Ólíklegt er að sá stuðningur kæmi frá hægrivængnum og þyrfti hún því að treysta á þingmenn Vinstriflokksins.Til í frekari viðræður Sjöstedt segist opinn fyrir því að semja frekar við Löfven til að tryggja einhvers konar áhrif Vinstriflokksins og segist Löfven sömuleiðis vera reiðubúinn til viðræðna við Vinstriflokkinn. Segir Löfven að Vinstriflokkurinn yrði ekki settur í sama flokk og Svíþjóðardemókratar, sem reka harða stefnu í innflytjendamálum. Miðflokkurinn og Frjálslyndir hafa lagt áherslu á að tryggja að Svíþjóðardemókratar og Vinstriflokkurinn – flokkarnir yst á hægri/vinstriás stjórnmálanna – komist ekki í áhrifastöðu við myndun nýrrar stjórnar. 127 dagar eru nú liðnir frá kosningunum í Svíþjóð. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Mið- og vinstriflokkar sagðir hafa náð saman í Svíþjóð Sænskir fjölmiðlar segja að samkomulag sé í burðarliðnum um að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna, verði áfram forsætisráðherra. 11. janúar 2019 13:57 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Sjá meira
Jonas Sjöstedt, formaður sænska Vinstriflokksins, segir að flokkurinn muni ekki greiða atkvæði með því að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna, verði áfram forsætisráðherra landsins. Þetta þýðir að ekki er víst að nokkuð verði af ríkisstjórn Jafnaðarmanna og Græningja sem Miðflokkurinn og Frjálslyndir ætla sér að verja vantrausti. Greint var frá því um helgina að flokkarnir hafi náð saman um myndun nýrrar stjórnar. Sjöstedt greindi frá afstöðu sinni og Vinstriflokksins eftir fund hans og þingforsetans Andreas Norlén, en þingforsetinn fundar í dag með leiðtogum allra flokka. Búist er við að hann muni tilnefna einn þeirra, líklegast Löfven, sem næsta forsætisráðherra síðar í dag og mun þingið greiða atkvæði um hann á miðvikudag.Vinstriflokkurinn komist ekki á áhrifastöðu Í samstarfsyfirlýsingu Jafnaðarmanna, Græningja, Miðflokksins og Frjálslyndra, sem birt var um helgina, er tekið fram að Vinstriflokkurinn skuli ekki hafa nein pólitísk áhrif á stefnu stjórnarinnar á kjörtímabilinu. Sjöstedt segist hins vegar ekki geta sætt sig við slíkt og mun flokkurinn því greiða atkvæði gegn Löfven.Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins.EPA/HENRIK MONTGOMERYMöguleg ríkisstjórn Jafnaðarmanna, Græningja, Miðflokksins og Frjálslyndra er ekki með meirihluta á þingi og yrði því háð því að aðrir flokkar myndi verja hana vantrausti. Ólíklegt er að sá stuðningur kæmi frá hægrivængnum og þyrfti hún því að treysta á þingmenn Vinstriflokksins.Til í frekari viðræður Sjöstedt segist opinn fyrir því að semja frekar við Löfven til að tryggja einhvers konar áhrif Vinstriflokksins og segist Löfven sömuleiðis vera reiðubúinn til viðræðna við Vinstriflokkinn. Segir Löfven að Vinstriflokkurinn yrði ekki settur í sama flokk og Svíþjóðardemókratar, sem reka harða stefnu í innflytjendamálum. Miðflokkurinn og Frjálslyndir hafa lagt áherslu á að tryggja að Svíþjóðardemókratar og Vinstriflokkurinn – flokkarnir yst á hægri/vinstriás stjórnmálanna – komist ekki í áhrifastöðu við myndun nýrrar stjórnar. 127 dagar eru nú liðnir frá kosningunum í Svíþjóð.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Mið- og vinstriflokkar sagðir hafa náð saman í Svíþjóð Sænskir fjölmiðlar segja að samkomulag sé í burðarliðnum um að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna, verði áfram forsætisráðherra. 11. janúar 2019 13:57 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Sjá meira
Mið- og vinstriflokkar sagðir hafa náð saman í Svíþjóð Sænskir fjölmiðlar segja að samkomulag sé í burðarliðnum um að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna, verði áfram forsætisráðherra. 11. janúar 2019 13:57