Umfjöllun um annað tapið í röð á HM: Spænska brellubókin þykkari en sú íslenska Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 13. janúar 2019 20:29 Arnar Freyr Arnarsson var kominn með 2x2 eftir korter. vísir/getty Það var vitað að þessi staða gæti komið upp. Það var í raun ansi líklegt. Flestir bjuggust við tveimur töpum í röð hjá íslenska liðinu á HM áður en kæmi að leikjunum á móti Barein, Japan og Makedóníu. Sá fyrsti tapaðist á móti Króatíu og í kvöld urðu okkar strákar undir í baráttunni á móti klækjarefunum í Evrópumeistaraliði Spánar sem unnu sannfærandi sjö marka sigur á okkar mönnum, 32-25. Jákvæðnin var meiri eftir leikinn á móti Króatíu. Það var gott tap ef það er yfir höfuð til. Þetta var ekki gott tap. Þetta var bara tap og líklega áminning um að þetta unga lið Guðmundar á enn slatta í land til að ná svona stórlöxum eins og þeim spænsku. Spánverjar settust í bílstjórasætið strax í upphafi leiksins og leiddu allan tímann. Þeir börðu af sér heiðarlega árás íslenska liðsins í seinni hálfleik sem minnkaði muninn mest í þrjú mörk, 27-24, og unnu sannfærandi að lokum.Ólafur Guðmundsson var maður leiksins hjá Íslandi.vísir/gettyLeiðinlegt en löglegt Fyrsta sókn Spánverjann var tvær mínútur að lengd, hvorki meira né minna. Það var eins og allt liðið hefði verið skólað af Ivano Balic í listgreininni að hanga á boltanum og spila langar og leiðinlegar sóknir því þetta setti tóninn fyrir leikinn. Það er erfitt að standa svona lengi í vörn, ekki bara fyrir líkama heldur einnig sál. Menn berjast við þunga sleða sem fá nýtt og nýtt tækifæri og svo á endanum er allt í einu mark, nú eða brottrekstur. Miðjublokkin hjá íslenska liðinu, Arnar Freyr og Ólafur Gústafsson, voru báðir farnir tvisvar sinnum út af eftir fimmtán mínútur. Þá var leikáætlunin í varnarleiknum í raun fokin langt út á haf. Inn kom Daníel Þór Ingason sem átti líklega ekki að spila mikið í kvöld. Spánverjarnir beittu öllum brögðunum í bókinni og gerðu það vel. Þeir gerðu ekkert ólöglegt. Þetta var bara leiðinlegt en það dugaði til sigurs og svona brellumeistarar vinna leiki gegn óreyndari liðum og gera það sannfærandi.Guðmundur Guðmundsson hafði ýmislegt út á dómarana að setja.vísir/gettyLíta í eigin barm Eftir að hafa hellt úr skálum reiði sinnar í viðtali um dómgæsluna sagði Guðmundur við Vísi: "Við þurfum líka bara að líta í eigin barm," þegar að hann minntist á brottrekstrana. Það má nefnilega ekki bara kvarta yfir leiðindum og skelfilegum dómurum. Okkar menn gerðu ekki allt rétt og í raun langt frá því. Eins og á móti Króatíu voru tæknifeilarnir að fara illa með íslenska liðið en þeim fjölgaði og voru ellefu í dag. Spánverjarnir fengu sjö mörk úr hraðaupphlaupum sem slógu alltaf allan vind úr strákunum okkar þegar að eitthvað gott leit út fyrir að gerast. Aftur voru íslensku strákarnir með fjölmörg stopp en þeir náðu í 41 fríkast sem er ótrúlega mikið í einum handboltaleik. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað sú staðreynd er sturluð. En, sóknir Spánverjanna voru líka langar og á endanum komust þeir í gegn og skoruðu. Spánverjarnir skutu aðeins 30 prósent fyrir utan en voru að fá alltof auðveld færi með gegnumbotum og dauðafríum færum í horninu og á línu. Varnarleikurinn þarf einfaldlega að vera betri þrátt fyrir að dómgæslan hafi svo sannarlega ekki hjálpað til í kvöld.Gísli Þorgeir Kristjánsson átti flotta innkomu.vísir/gettyUnga útilínan Guðmundur rúllaði mikið á liðinu í seinni hálfleik til að finna einhverja blöndu sem virkaði. Teitur Örn Einarsson, enn einn Selfyssingurinn í hópnum, fékk sénsinn í fyrri hálfleik og leysti Ómar Inga af og skoraði tvö mörk en gerði sína feila. Ómar þarf hvað helst að fara að rífa sig í gang af þeim sem eru í stærstu hlutverkum liðsins. Þegar klukkan sló 45 mínútur var útilínan allt í einu orðin Gísli Þorgeir Kristjánsson, 19 ára, Elvar Örn Jónsson, 21 árs, og Teitur Örn Einarsson, 20 ára. Þessir menn mættust í undanúrslitum Olís-deildarinnar síðasta vor með Selfossi og FH og voru nú að ráðast á vörn Evrópumeistaranna. Þarna var skýrasta dæmið um þetta nýja lið Guðmundar. Gísli kom virkilega sterkur inn og gerði árásir á árásir ofan. Hann skoraði eitt mark og fiskaði þrjú víti og vildi virkilega sanna sig. Frá fyrstu mínútu var hann að peppa strákana á bekknum, algjörlega klár í slaginn og hann má vera stoltur af sínum fyrstu mínútum á stórmóti. Það erfiða fyrir svona unga menn er að fylgja eftir góðri frammistöðu. Elvar Örn Jónsson, sem fékk mikið lof fyrir fyrsta leikinn, lenti á vegg í kvöld í sóknarleiknum. Hann skoraði ekki mark en það kannski sannar gæði hans að hinum megin á vellinum var hann efstur í löglegum stöðvunum með tíu slíkar. Eftir basl í byrjun móts hofir nú til bjartari tíma. Það er bara vonandi að strákarnir fái annað tækfæri til að mæta svona risaþjóð í milliriðli og sýni þá að þeir séu búnir að læra trikk eða tvö. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Aron: Getur rétt ímyndað þér hvað er leiðinlegt að spila á móti þessu Aron Pálmarsson var fúll eftir tapið á móti Spáni. 13. janúar 2019 20:04 Topparnir í tölfræðinni á móti Spánverjum: Elvar Örn og Daníel með 19 stopp saman Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö marka mun á móti Spáni, 25-32, í öðrum leik sínum á HM 2019 og hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. 13. janúar 2019 19:51 Bjarki Már: Dauði á móti svona liði Bjarki Már Elísson kom inn í síðari hálfleikinn í leiknum gegn Spánverjum í kvöld og átti fína innkomu. 13. janúar 2019 20:11 Ólafur: Þetta er fín lína Ólafur Guðmundsson átti flotta innkomu af bekknum í leiknum gegn Spánverjum í kvöld en Ólafur endaði á því að skora fimm mörk í leiknum. Hann var nokkuð sáttur með sína innkomu. 13. janúar 2019 20:22 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Ólafur Guðmundsson bestur Vísir fer yfir frammistöðu allra strákana okkar í handboltalandsliðinu í leiknum á móti Spánverjum á HM í handbolta. 13. janúar 2019 20:23 Björgvin Páll: Spiluðu leiðinlegan handbolta sem er það besta sem þú getur gert í svona stöðu Björgvin Páll Gústavsson byrjaði á bekknum í kvöld en átti fínan endasprett. 13. janúar 2019 19:51 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Það var vitað að þessi staða gæti komið upp. Það var í raun ansi líklegt. Flestir bjuggust við tveimur töpum í röð hjá íslenska liðinu á HM áður en kæmi að leikjunum á móti Barein, Japan og Makedóníu. Sá fyrsti tapaðist á móti Króatíu og í kvöld urðu okkar strákar undir í baráttunni á móti klækjarefunum í Evrópumeistaraliði Spánar sem unnu sannfærandi sjö marka sigur á okkar mönnum, 32-25. Jákvæðnin var meiri eftir leikinn á móti Króatíu. Það var gott tap ef það er yfir höfuð til. Þetta var ekki gott tap. Þetta var bara tap og líklega áminning um að þetta unga lið Guðmundar á enn slatta í land til að ná svona stórlöxum eins og þeim spænsku. Spánverjar settust í bílstjórasætið strax í upphafi leiksins og leiddu allan tímann. Þeir börðu af sér heiðarlega árás íslenska liðsins í seinni hálfleik sem minnkaði muninn mest í þrjú mörk, 27-24, og unnu sannfærandi að lokum.Ólafur Guðmundsson var maður leiksins hjá Íslandi.vísir/gettyLeiðinlegt en löglegt Fyrsta sókn Spánverjann var tvær mínútur að lengd, hvorki meira né minna. Það var eins og allt liðið hefði verið skólað af Ivano Balic í listgreininni að hanga á boltanum og spila langar og leiðinlegar sóknir því þetta setti tóninn fyrir leikinn. Það er erfitt að standa svona lengi í vörn, ekki bara fyrir líkama heldur einnig sál. Menn berjast við þunga sleða sem fá nýtt og nýtt tækifæri og svo á endanum er allt í einu mark, nú eða brottrekstur. Miðjublokkin hjá íslenska liðinu, Arnar Freyr og Ólafur Gústafsson, voru báðir farnir tvisvar sinnum út af eftir fimmtán mínútur. Þá var leikáætlunin í varnarleiknum í raun fokin langt út á haf. Inn kom Daníel Þór Ingason sem átti líklega ekki að spila mikið í kvöld. Spánverjarnir beittu öllum brögðunum í bókinni og gerðu það vel. Þeir gerðu ekkert ólöglegt. Þetta var bara leiðinlegt en það dugaði til sigurs og svona brellumeistarar vinna leiki gegn óreyndari liðum og gera það sannfærandi.Guðmundur Guðmundsson hafði ýmislegt út á dómarana að setja.vísir/gettyLíta í eigin barm Eftir að hafa hellt úr skálum reiði sinnar í viðtali um dómgæsluna sagði Guðmundur við Vísi: "Við þurfum líka bara að líta í eigin barm," þegar að hann minntist á brottrekstrana. Það má nefnilega ekki bara kvarta yfir leiðindum og skelfilegum dómurum. Okkar menn gerðu ekki allt rétt og í raun langt frá því. Eins og á móti Króatíu voru tæknifeilarnir að fara illa með íslenska liðið en þeim fjölgaði og voru ellefu í dag. Spánverjarnir fengu sjö mörk úr hraðaupphlaupum sem slógu alltaf allan vind úr strákunum okkar þegar að eitthvað gott leit út fyrir að gerast. Aftur voru íslensku strákarnir með fjölmörg stopp en þeir náðu í 41 fríkast sem er ótrúlega mikið í einum handboltaleik. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað sú staðreynd er sturluð. En, sóknir Spánverjanna voru líka langar og á endanum komust þeir í gegn og skoruðu. Spánverjarnir skutu aðeins 30 prósent fyrir utan en voru að fá alltof auðveld færi með gegnumbotum og dauðafríum færum í horninu og á línu. Varnarleikurinn þarf einfaldlega að vera betri þrátt fyrir að dómgæslan hafi svo sannarlega ekki hjálpað til í kvöld.Gísli Þorgeir Kristjánsson átti flotta innkomu.vísir/gettyUnga útilínan Guðmundur rúllaði mikið á liðinu í seinni hálfleik til að finna einhverja blöndu sem virkaði. Teitur Örn Einarsson, enn einn Selfyssingurinn í hópnum, fékk sénsinn í fyrri hálfleik og leysti Ómar Inga af og skoraði tvö mörk en gerði sína feila. Ómar þarf hvað helst að fara að rífa sig í gang af þeim sem eru í stærstu hlutverkum liðsins. Þegar klukkan sló 45 mínútur var útilínan allt í einu orðin Gísli Þorgeir Kristjánsson, 19 ára, Elvar Örn Jónsson, 21 árs, og Teitur Örn Einarsson, 20 ára. Þessir menn mættust í undanúrslitum Olís-deildarinnar síðasta vor með Selfossi og FH og voru nú að ráðast á vörn Evrópumeistaranna. Þarna var skýrasta dæmið um þetta nýja lið Guðmundar. Gísli kom virkilega sterkur inn og gerði árásir á árásir ofan. Hann skoraði eitt mark og fiskaði þrjú víti og vildi virkilega sanna sig. Frá fyrstu mínútu var hann að peppa strákana á bekknum, algjörlega klár í slaginn og hann má vera stoltur af sínum fyrstu mínútum á stórmóti. Það erfiða fyrir svona unga menn er að fylgja eftir góðri frammistöðu. Elvar Örn Jónsson, sem fékk mikið lof fyrir fyrsta leikinn, lenti á vegg í kvöld í sóknarleiknum. Hann skoraði ekki mark en það kannski sannar gæði hans að hinum megin á vellinum var hann efstur í löglegum stöðvunum með tíu slíkar. Eftir basl í byrjun móts hofir nú til bjartari tíma. Það er bara vonandi að strákarnir fái annað tækfæri til að mæta svona risaþjóð í milliriðli og sýni þá að þeir séu búnir að læra trikk eða tvö.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Aron: Getur rétt ímyndað þér hvað er leiðinlegt að spila á móti þessu Aron Pálmarsson var fúll eftir tapið á móti Spáni. 13. janúar 2019 20:04 Topparnir í tölfræðinni á móti Spánverjum: Elvar Örn og Daníel með 19 stopp saman Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö marka mun á móti Spáni, 25-32, í öðrum leik sínum á HM 2019 og hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. 13. janúar 2019 19:51 Bjarki Már: Dauði á móti svona liði Bjarki Már Elísson kom inn í síðari hálfleikinn í leiknum gegn Spánverjum í kvöld og átti fína innkomu. 13. janúar 2019 20:11 Ólafur: Þetta er fín lína Ólafur Guðmundsson átti flotta innkomu af bekknum í leiknum gegn Spánverjum í kvöld en Ólafur endaði á því að skora fimm mörk í leiknum. Hann var nokkuð sáttur með sína innkomu. 13. janúar 2019 20:22 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Ólafur Guðmundsson bestur Vísir fer yfir frammistöðu allra strákana okkar í handboltalandsliðinu í leiknum á móti Spánverjum á HM í handbolta. 13. janúar 2019 20:23 Björgvin Páll: Spiluðu leiðinlegan handbolta sem er það besta sem þú getur gert í svona stöðu Björgvin Páll Gústavsson byrjaði á bekknum í kvöld en átti fínan endasprett. 13. janúar 2019 19:51 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Aron: Getur rétt ímyndað þér hvað er leiðinlegt að spila á móti þessu Aron Pálmarsson var fúll eftir tapið á móti Spáni. 13. janúar 2019 20:04
Topparnir í tölfræðinni á móti Spánverjum: Elvar Örn og Daníel með 19 stopp saman Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö marka mun á móti Spáni, 25-32, í öðrum leik sínum á HM 2019 og hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. 13. janúar 2019 19:51
Bjarki Már: Dauði á móti svona liði Bjarki Már Elísson kom inn í síðari hálfleikinn í leiknum gegn Spánverjum í kvöld og átti fína innkomu. 13. janúar 2019 20:11
Ólafur: Þetta er fín lína Ólafur Guðmundsson átti flotta innkomu af bekknum í leiknum gegn Spánverjum í kvöld en Ólafur endaði á því að skora fimm mörk í leiknum. Hann var nokkuð sáttur með sína innkomu. 13. janúar 2019 20:22
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Ólafur Guðmundsson bestur Vísir fer yfir frammistöðu allra strákana okkar í handboltalandsliðinu í leiknum á móti Spánverjum á HM í handbolta. 13. janúar 2019 20:23
Björgvin Páll: Spiluðu leiðinlegan handbolta sem er það besta sem þú getur gert í svona stöðu Björgvin Páll Gústavsson byrjaði á bekknum í kvöld en átti fínan endasprett. 13. janúar 2019 19:51