Aron: Getur rétt ímyndað þér hvað er leiðinlegt að spila á móti þessu Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 13. janúar 2019 20:04 Aron Pálmarsson var svekktur í leikslok. vísir/epa Ísland tapaði, 30-24, fyrir Spáni í öðrum leik liðsins á HM 2019 í handbolta en spænska liðið leiddi nær allan leikinn og stýrði honum frá upphafi. Spánverjar spiluðu ekki skemmtilegan handbolta. Þeir spiluðu hægt og fengu langar sóknir, voru svolítið að henda sér niður og beittu öllum brögðunum í bókinni „Var ekki leiðinlegt að horfa á þetta? Þú getur rétt ímyndað þér hvernig er að spila á móti þessu,“ sagði sársvektur Aron Pálmarsson við Vísi eftir leik. „Fyrsta sóknin þeirra var tvær mínútur en þeir eru klókir og gera þetta vel. Ef þetta er línan hjá dómurunum í dag finnst mér verið að gera handboltann leiðinlegri. Þeir henda sér niður og reyna að fiska okkur út af.“ Dómararnir voru ekki að gera íslenska liðinu neina greiða í leiknum en miðjublokkin var komin með átta mínútur út af eftir korter. „Ég er ekki að biðja um neitt fyrir okkur. Mér fannst ekkert að þeir áttu að fá fleiri tvær mínútur en það var verið að reka okkur út af fyrir fyrir að brjóta í venjulegum fríköstum. Það er er bara mjög erfitt að spila einum færri á móti liði eins og Spáni,“ segir Aron og tekur undir að leikplanið er helvíti fljótt að fara út um gluggann í svona stöðu. „Þú getur rétt ímyndað þér. Við treystum á að við erum að vinna einn á einn baráttuna. Þeir eru ekki jafnfljótir og Króatarnir. Ég taldi okkur vera að gera þetta ágætlega þangað til á annarri mínútu þegar að við erum reknir strax út af og svo var það gegnum gangandi allan leikinn. Stundum vorum við á grensunni vissulega en það verður að leyfa smá hörku í handbolta.“ Ísland skoraði 25 mörk í leiknum og fór með nokkur dauðafæri í seinni hálfleik. „Ég var þannig séð sáttur með sóknarleikinn. Þegar að við stilltum upp í sókn vorum að skora og mér fannst við fá góðar opnanir. Spánverjar spila þannig að þeir gefa aðeins og falla aftur. Þá koma líka tæknifeilar hjá okkur en mér fannst við leysa þetta ágætlega,“ segir Aron. „Svo tapar maður einum bolta einum færri, enginn í marki, það er kastað yfir völlinn og mark. Þeir eru þetta góðir og hver mistök eru dýr á móti svona liði. Þeir unnu þetta þannig séð sannfærandi. Þeim líður líka best svona í bílstjórasætinu og við að elta. Þeir unnu þetta verðskuldað en maður er helvíti fúll,“ segir Aron Pálmarsson.Klippa: Aron: Getur ímyndað þér hvað er leiðinlegt að spila á móti þessu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Leik lokið: Spánn - Ísland 32-25 | Annað erfitt tap en ungir menn með góðar innkomur Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö mörkum, 32-25, fyrir Evrópumeisturum Spánverja í öðrum leik sínum á HM í Þýskalandi og Danmörku. 13. janúar 2019 19:30 Topparnir í tölfræðinni á móti Spánverjum: Elvar Örn og Daníel með 19 stopp saman Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö marka mun á móti Spáni, 25-32, í öðrum leik sínum á HM 2019 og hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. 13. janúar 2019 19:51 Guðmundur: Merkingalaust þvaður Guðmundur var ekki sáttur með dómgæsluna í kvöld sem og nýjar reglur hvað varðar leiktöf. 13. janúar 2019 20:03 Björgvin Páll: Spiluðu leiðinlegan handbolta sem er það besta sem þú getur gert í svona stöðu Björgvin Páll Gústavsson byrjaði á bekknum í kvöld en átti fínan endasprett. 13. janúar 2019 19:51 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Ísland tapaði, 30-24, fyrir Spáni í öðrum leik liðsins á HM 2019 í handbolta en spænska liðið leiddi nær allan leikinn og stýrði honum frá upphafi. Spánverjar spiluðu ekki skemmtilegan handbolta. Þeir spiluðu hægt og fengu langar sóknir, voru svolítið að henda sér niður og beittu öllum brögðunum í bókinni „Var ekki leiðinlegt að horfa á þetta? Þú getur rétt ímyndað þér hvernig er að spila á móti þessu,“ sagði sársvektur Aron Pálmarsson við Vísi eftir leik. „Fyrsta sóknin þeirra var tvær mínútur en þeir eru klókir og gera þetta vel. Ef þetta er línan hjá dómurunum í dag finnst mér verið að gera handboltann leiðinlegri. Þeir henda sér niður og reyna að fiska okkur út af.“ Dómararnir voru ekki að gera íslenska liðinu neina greiða í leiknum en miðjublokkin var komin með átta mínútur út af eftir korter. „Ég er ekki að biðja um neitt fyrir okkur. Mér fannst ekkert að þeir áttu að fá fleiri tvær mínútur en það var verið að reka okkur út af fyrir fyrir að brjóta í venjulegum fríköstum. Það er er bara mjög erfitt að spila einum færri á móti liði eins og Spáni,“ segir Aron og tekur undir að leikplanið er helvíti fljótt að fara út um gluggann í svona stöðu. „Þú getur rétt ímyndað þér. Við treystum á að við erum að vinna einn á einn baráttuna. Þeir eru ekki jafnfljótir og Króatarnir. Ég taldi okkur vera að gera þetta ágætlega þangað til á annarri mínútu þegar að við erum reknir strax út af og svo var það gegnum gangandi allan leikinn. Stundum vorum við á grensunni vissulega en það verður að leyfa smá hörku í handbolta.“ Ísland skoraði 25 mörk í leiknum og fór með nokkur dauðafæri í seinni hálfleik. „Ég var þannig séð sáttur með sóknarleikinn. Þegar að við stilltum upp í sókn vorum að skora og mér fannst við fá góðar opnanir. Spánverjar spila þannig að þeir gefa aðeins og falla aftur. Þá koma líka tæknifeilar hjá okkur en mér fannst við leysa þetta ágætlega,“ segir Aron. „Svo tapar maður einum bolta einum færri, enginn í marki, það er kastað yfir völlinn og mark. Þeir eru þetta góðir og hver mistök eru dýr á móti svona liði. Þeir unnu þetta þannig séð sannfærandi. Þeim líður líka best svona í bílstjórasætinu og við að elta. Þeir unnu þetta verðskuldað en maður er helvíti fúll,“ segir Aron Pálmarsson.Klippa: Aron: Getur ímyndað þér hvað er leiðinlegt að spila á móti þessu
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Leik lokið: Spánn - Ísland 32-25 | Annað erfitt tap en ungir menn með góðar innkomur Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö mörkum, 32-25, fyrir Evrópumeisturum Spánverja í öðrum leik sínum á HM í Þýskalandi og Danmörku. 13. janúar 2019 19:30 Topparnir í tölfræðinni á móti Spánverjum: Elvar Örn og Daníel með 19 stopp saman Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö marka mun á móti Spáni, 25-32, í öðrum leik sínum á HM 2019 og hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. 13. janúar 2019 19:51 Guðmundur: Merkingalaust þvaður Guðmundur var ekki sáttur með dómgæsluna í kvöld sem og nýjar reglur hvað varðar leiktöf. 13. janúar 2019 20:03 Björgvin Páll: Spiluðu leiðinlegan handbolta sem er það besta sem þú getur gert í svona stöðu Björgvin Páll Gústavsson byrjaði á bekknum í kvöld en átti fínan endasprett. 13. janúar 2019 19:51 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Leik lokið: Spánn - Ísland 32-25 | Annað erfitt tap en ungir menn með góðar innkomur Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö mörkum, 32-25, fyrir Evrópumeisturum Spánverja í öðrum leik sínum á HM í Þýskalandi og Danmörku. 13. janúar 2019 19:30
Topparnir í tölfræðinni á móti Spánverjum: Elvar Örn og Daníel með 19 stopp saman Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö marka mun á móti Spáni, 25-32, í öðrum leik sínum á HM 2019 og hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. 13. janúar 2019 19:51
Guðmundur: Merkingalaust þvaður Guðmundur var ekki sáttur með dómgæsluna í kvöld sem og nýjar reglur hvað varðar leiktöf. 13. janúar 2019 20:03
Björgvin Páll: Spiluðu leiðinlegan handbolta sem er það besta sem þú getur gert í svona stöðu Björgvin Páll Gústavsson byrjaði á bekknum í kvöld en átti fínan endasprett. 13. janúar 2019 19:51