Táningurinn sem flúði fjölskyldu sína komin til Kanada Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2019 18:37 Qunun (f.m.) við komuna til Toronto í dag. Freeland utanríkisráðherra Kanada (t.h.) tók á móti henni á flugvellinum. Vísir/AP Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára gömul sádiarabísk stúlka, sem sat föst á flugvelli í Taílandi á flótta undan fjölskyldu sinni er komin til Kanada þar sem hún hefur fengið hæli. Hún segist hafa hafnað íslamstrú og eigi því ekki afturkvæmt til heimalandsins þar sem dauðarefsing liggur við því að ganga af trúnni. Stúlkan segist hafa orðið fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi af hálfu fjölskyldu sinnar. Hún hafi meðal annars verið læst inni í herbergi sínu í hálft ár eftir að hún klippti á sér hárið. Sagði hún breska ríkisútvarpinu BBC að hún óttaðist að fjölskyldan gæti drepið hana. Það var á ferðalagi í Kúvaít sem Qunun stakk fjölskylduna af til Bangkok á Taílandi þaðan sem hún segist hafa ætlað að komast til Ástralíu. Sádiarabískur erindreki hafi hins vegar tekið af henni vegabréfið þannig að hún hafi setið föst á flugvellinum. Stjórnvöld í Ríad hafni þeirri frásögn. Upphaflega stóð til að vísa Qunun aftur til Kúvaít. Eftir að hún óskaði eftir hjálp í gengum samfélagsmiðla buðu kanadísk stjórnvöld henni hæli. Lenti hún í Toronto í dag þar sem Chrystia Freeland, utanríkisráðherra landsins, tók á móti henni.Rahaf Mohammed Saudi teenager arrives Toronto as@Canada grants asylum. Minister Freeland accompanies her . Rahaf doesnt comment at this time. @CBCNews @CBCTheNational pic.twitter.com/Dc3CfxH1kc— Susan Ormiston (@OrmistonOnline) January 12, 2019 Flóttamenn Kanada Taíland Tengdar fréttir Verður ekki send nauðug úr landi Mál Mohammed al-Qunun hefur vakið heimsathygli. 7. janúar 2019 12:50 Sameinuðu þjóðirnar biðla til Ástralíu Biðja yfirvöld Ástralíu um að íhuga að veita ungri konu frá Sádi-Arabíu hæli. 9. janúar 2019 11:32 Sádíarabíska konan sem flúði fjölskyldu sína á leið til Kanada 11. janúar 2019 17:59 „Hann vill drepa hana“ Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk kona, hefur læst sig inni á hótelherbergi á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í Tælandi. 7. janúar 2019 09:43 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira
Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára gömul sádiarabísk stúlka, sem sat föst á flugvelli í Taílandi á flótta undan fjölskyldu sinni er komin til Kanada þar sem hún hefur fengið hæli. Hún segist hafa hafnað íslamstrú og eigi því ekki afturkvæmt til heimalandsins þar sem dauðarefsing liggur við því að ganga af trúnni. Stúlkan segist hafa orðið fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi af hálfu fjölskyldu sinnar. Hún hafi meðal annars verið læst inni í herbergi sínu í hálft ár eftir að hún klippti á sér hárið. Sagði hún breska ríkisútvarpinu BBC að hún óttaðist að fjölskyldan gæti drepið hana. Það var á ferðalagi í Kúvaít sem Qunun stakk fjölskylduna af til Bangkok á Taílandi þaðan sem hún segist hafa ætlað að komast til Ástralíu. Sádiarabískur erindreki hafi hins vegar tekið af henni vegabréfið þannig að hún hafi setið föst á flugvellinum. Stjórnvöld í Ríad hafni þeirri frásögn. Upphaflega stóð til að vísa Qunun aftur til Kúvaít. Eftir að hún óskaði eftir hjálp í gengum samfélagsmiðla buðu kanadísk stjórnvöld henni hæli. Lenti hún í Toronto í dag þar sem Chrystia Freeland, utanríkisráðherra landsins, tók á móti henni.Rahaf Mohammed Saudi teenager arrives Toronto as@Canada grants asylum. Minister Freeland accompanies her . Rahaf doesnt comment at this time. @CBCNews @CBCTheNational pic.twitter.com/Dc3CfxH1kc— Susan Ormiston (@OrmistonOnline) January 12, 2019
Flóttamenn Kanada Taíland Tengdar fréttir Verður ekki send nauðug úr landi Mál Mohammed al-Qunun hefur vakið heimsathygli. 7. janúar 2019 12:50 Sameinuðu þjóðirnar biðla til Ástralíu Biðja yfirvöld Ástralíu um að íhuga að veita ungri konu frá Sádi-Arabíu hæli. 9. janúar 2019 11:32 Sádíarabíska konan sem flúði fjölskyldu sína á leið til Kanada 11. janúar 2019 17:59 „Hann vill drepa hana“ Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk kona, hefur læst sig inni á hótelherbergi á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í Tælandi. 7. janúar 2019 09:43 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira
Verður ekki send nauðug úr landi Mál Mohammed al-Qunun hefur vakið heimsathygli. 7. janúar 2019 12:50
Sameinuðu þjóðirnar biðla til Ástralíu Biðja yfirvöld Ástralíu um að íhuga að veita ungri konu frá Sádi-Arabíu hæli. 9. janúar 2019 11:32
„Hann vill drepa hana“ Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk kona, hefur læst sig inni á hótelherbergi á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í Tælandi. 7. janúar 2019 09:43