Ánægðir Sýrlendingar á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. janúar 2019 20:00 Átta manna fjölskylda frá Sýrlandi, sem kom sem flóttamenn á Selfoss fyrir tveimur árum hefur komið sér vel fyrir í bæjarfélaginu. Fjölskyldan keypti sér sína eigin íbúð í síðasta mánuði og börnunum gengur öllum vel að mennta sig og tala íslensku. Fjölskyldan keypti sér íbúð í nýrri blokk við Álalæk. Íbúðin er ekki stór, um 120 fermetrar en þar unir fjölskyldan sér vel, átta manns, foreldrarnir og fimm börn þeirra og tengdasonur. Dóttir hjónanna á von á barni í febrúar þannig að þá verða þau níu í íbúðinni. Sýrlendingarnir hafa plummað sig mjög vel í samfélaginu, þau eru dugleg að vinna og læra íslensku. „Já, það þarf að vinna alltaf, vera bara eins og fólkið, alltaf að vinna, læra og eiga hús á Íslandi, það er það sem við viljum á Íslandi,“ segir Abed Þór sem er tvítugur. Hann og Rame, sem er tengdasonurinn, vinna við smíðar hjá JÁVERKI á Selfossi, auk þess sem Abed er að læra að vera smiður. „Svo ætlar bróðir minn að vera læknir, systir mín ætlar að halda áfram í hárgreiðslu, mamma mín kennir í leikskólanum Álfheimum og pabbi minn er að vinna hjá mjólkurbúinu,“ bætir Abed við. Majed sem er 10 ára er mjög duglegur að læra og lesa á íslensku en hann er nemandi í Vallaskóla. Fjölskyldan vinnur nú að því að fá íslenskan ríkisborgararétt en þau leggja mikla áherslu á að það mál gangi upp enda ætla þau sér alltaf að búa á Íslandi. Árborg Flóttafólk á Íslandi Sýrland Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Átta manna fjölskylda frá Sýrlandi, sem kom sem flóttamenn á Selfoss fyrir tveimur árum hefur komið sér vel fyrir í bæjarfélaginu. Fjölskyldan keypti sér sína eigin íbúð í síðasta mánuði og börnunum gengur öllum vel að mennta sig og tala íslensku. Fjölskyldan keypti sér íbúð í nýrri blokk við Álalæk. Íbúðin er ekki stór, um 120 fermetrar en þar unir fjölskyldan sér vel, átta manns, foreldrarnir og fimm börn þeirra og tengdasonur. Dóttir hjónanna á von á barni í febrúar þannig að þá verða þau níu í íbúðinni. Sýrlendingarnir hafa plummað sig mjög vel í samfélaginu, þau eru dugleg að vinna og læra íslensku. „Já, það þarf að vinna alltaf, vera bara eins og fólkið, alltaf að vinna, læra og eiga hús á Íslandi, það er það sem við viljum á Íslandi,“ segir Abed Þór sem er tvítugur. Hann og Rame, sem er tengdasonurinn, vinna við smíðar hjá JÁVERKI á Selfossi, auk þess sem Abed er að læra að vera smiður. „Svo ætlar bróðir minn að vera læknir, systir mín ætlar að halda áfram í hárgreiðslu, mamma mín kennir í leikskólanum Álfheimum og pabbi minn er að vinna hjá mjólkurbúinu,“ bætir Abed við. Majed sem er 10 ára er mjög duglegur að læra og lesa á íslensku en hann er nemandi í Vallaskóla. Fjölskyldan vinnur nú að því að fá íslenskan ríkisborgararétt en þau leggja mikla áherslu á að það mál gangi upp enda ætla þau sér alltaf að búa á Íslandi.
Árborg Flóttafólk á Íslandi Sýrland Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira