Ánægðir Sýrlendingar á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. janúar 2019 20:00 Átta manna fjölskylda frá Sýrlandi, sem kom sem flóttamenn á Selfoss fyrir tveimur árum hefur komið sér vel fyrir í bæjarfélaginu. Fjölskyldan keypti sér sína eigin íbúð í síðasta mánuði og börnunum gengur öllum vel að mennta sig og tala íslensku. Fjölskyldan keypti sér íbúð í nýrri blokk við Álalæk. Íbúðin er ekki stór, um 120 fermetrar en þar unir fjölskyldan sér vel, átta manns, foreldrarnir og fimm börn þeirra og tengdasonur. Dóttir hjónanna á von á barni í febrúar þannig að þá verða þau níu í íbúðinni. Sýrlendingarnir hafa plummað sig mjög vel í samfélaginu, þau eru dugleg að vinna og læra íslensku. „Já, það þarf að vinna alltaf, vera bara eins og fólkið, alltaf að vinna, læra og eiga hús á Íslandi, það er það sem við viljum á Íslandi,“ segir Abed Þór sem er tvítugur. Hann og Rame, sem er tengdasonurinn, vinna við smíðar hjá JÁVERKI á Selfossi, auk þess sem Abed er að læra að vera smiður. „Svo ætlar bróðir minn að vera læknir, systir mín ætlar að halda áfram í hárgreiðslu, mamma mín kennir í leikskólanum Álfheimum og pabbi minn er að vinna hjá mjólkurbúinu,“ bætir Abed við. Majed sem er 10 ára er mjög duglegur að læra og lesa á íslensku en hann er nemandi í Vallaskóla. Fjölskyldan vinnur nú að því að fá íslenskan ríkisborgararétt en þau leggja mikla áherslu á að það mál gangi upp enda ætla þau sér alltaf að búa á Íslandi. Árborg Flóttafólk á Íslandi Sýrland Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Átta manna fjölskylda frá Sýrlandi, sem kom sem flóttamenn á Selfoss fyrir tveimur árum hefur komið sér vel fyrir í bæjarfélaginu. Fjölskyldan keypti sér sína eigin íbúð í síðasta mánuði og börnunum gengur öllum vel að mennta sig og tala íslensku. Fjölskyldan keypti sér íbúð í nýrri blokk við Álalæk. Íbúðin er ekki stór, um 120 fermetrar en þar unir fjölskyldan sér vel, átta manns, foreldrarnir og fimm börn þeirra og tengdasonur. Dóttir hjónanna á von á barni í febrúar þannig að þá verða þau níu í íbúðinni. Sýrlendingarnir hafa plummað sig mjög vel í samfélaginu, þau eru dugleg að vinna og læra íslensku. „Já, það þarf að vinna alltaf, vera bara eins og fólkið, alltaf að vinna, læra og eiga hús á Íslandi, það er það sem við viljum á Íslandi,“ segir Abed Þór sem er tvítugur. Hann og Rame, sem er tengdasonurinn, vinna við smíðar hjá JÁVERKI á Selfossi, auk þess sem Abed er að læra að vera smiður. „Svo ætlar bróðir minn að vera læknir, systir mín ætlar að halda áfram í hárgreiðslu, mamma mín kennir í leikskólanum Álfheimum og pabbi minn er að vinna hjá mjólkurbúinu,“ bætir Abed við. Majed sem er 10 ára er mjög duglegur að læra og lesa á íslensku en hann er nemandi í Vallaskóla. Fjölskyldan vinnur nú að því að fá íslenskan ríkisborgararétt en þau leggja mikla áherslu á að það mál gangi upp enda ætla þau sér alltaf að búa á Íslandi.
Árborg Flóttafólk á Íslandi Sýrland Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira