Lokun bandarískra alríkisstofnana aldrei varað lengur Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2019 17:32 Þjóðgarðar eru á meðal þess hefur verið lokað vegna deilunnar um múrinn. Vísir/EPA Ekkert samkomulag er í sjónmáli sem gæti opnað þriðjung bandarískra alríkisstofnana sem hefur verið lokaður í þrjár vikur vegna kröfu Donalds Trump forseta um fjármagn fyrir landamæramúr. Aldrei fyrr hafa ríkisstofnanir verið lokaðar eins lengi og nú. Hundruð þúsunda ríkisstarfsmanna hafa setið heima eða unnið launalaust frá því á miðnætti á föstudag fyrir jól. Trump forseti hafði þá hótað að synja frumvörpum staðfestingar sem repúblikanar og demókratar á þingi höfðu náð saman um og hefðu fjármagnað rekstur stofnananna tímabundið áfram. Ástæðan var sú að í þeim var ekki að finna rúmlega fimm milljarða dollara framlag til múrsins sem forsetinn vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Lokunin er nú á tuttugasta og öðrum degi. Fyrra metið var 21 dagur sem alríkisstofnanir lokuðu frá 1995 til 1996 í forsetatíð Bills Clinton, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ýmsir ríkisstarfsmenn, þar á meðal fangaverðir, flugvallarstarfsmenn og alríkislögreglumenn, hafa nú misst af fyrstu launagreiðslu ársins. Í fyrri lokunum af þessu tagi hafa starfsmenn fengið laun greidd aftur í tímann. Óljóst er þó hvað verður um verktaka sem sinna ýmsum verkefnum fyrir alríkisstjórnina. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi Donald Trump fundaði með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi í kvöld. 9. janúar 2019 21:09 Dregur til baka hótanir um neyðarástand Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur dregið úr hótunum um að hann myndi lýsa yfir neyðarástandi og þannig tryggja fjárveitingu til þess að reisa víðfrægan múr sem honum var tíðrætt um í kosningabaráttu sinni. 11. janúar 2019 23:19 Fallegi múrinn sem varð að girðingu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði í gærkvöldi þá hótun sína að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærum Bandaríkjanna. 11. janúar 2019 12:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Ekkert samkomulag er í sjónmáli sem gæti opnað þriðjung bandarískra alríkisstofnana sem hefur verið lokaður í þrjár vikur vegna kröfu Donalds Trump forseta um fjármagn fyrir landamæramúr. Aldrei fyrr hafa ríkisstofnanir verið lokaðar eins lengi og nú. Hundruð þúsunda ríkisstarfsmanna hafa setið heima eða unnið launalaust frá því á miðnætti á föstudag fyrir jól. Trump forseti hafði þá hótað að synja frumvörpum staðfestingar sem repúblikanar og demókratar á þingi höfðu náð saman um og hefðu fjármagnað rekstur stofnananna tímabundið áfram. Ástæðan var sú að í þeim var ekki að finna rúmlega fimm milljarða dollara framlag til múrsins sem forsetinn vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Lokunin er nú á tuttugasta og öðrum degi. Fyrra metið var 21 dagur sem alríkisstofnanir lokuðu frá 1995 til 1996 í forsetatíð Bills Clinton, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ýmsir ríkisstarfsmenn, þar á meðal fangaverðir, flugvallarstarfsmenn og alríkislögreglumenn, hafa nú misst af fyrstu launagreiðslu ársins. Í fyrri lokunum af þessu tagi hafa starfsmenn fengið laun greidd aftur í tímann. Óljóst er þó hvað verður um verktaka sem sinna ýmsum verkefnum fyrir alríkisstjórnina.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi Donald Trump fundaði með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi í kvöld. 9. janúar 2019 21:09 Dregur til baka hótanir um neyðarástand Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur dregið úr hótunum um að hann myndi lýsa yfir neyðarástandi og þannig tryggja fjárveitingu til þess að reisa víðfrægan múr sem honum var tíðrætt um í kosningabaráttu sinni. 11. janúar 2019 23:19 Fallegi múrinn sem varð að girðingu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði í gærkvöldi þá hótun sína að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærum Bandaríkjanna. 11. janúar 2019 12:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi Donald Trump fundaði með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi í kvöld. 9. janúar 2019 21:09
Dregur til baka hótanir um neyðarástand Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur dregið úr hótunum um að hann myndi lýsa yfir neyðarástandi og þannig tryggja fjárveitingu til þess að reisa víðfrægan múr sem honum var tíðrætt um í kosningabaráttu sinni. 11. janúar 2019 23:19
Fallegi múrinn sem varð að girðingu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði í gærkvöldi þá hótun sína að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærum Bandaríkjanna. 11. janúar 2019 12:00