Inga Sæland: „Þetta virkar á mig sem særindi og hefndargirni“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. janúar 2019 13:38 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins gefur ekki mikið fyrir ásakanir Karls Gauta, nú óháðs þingmanns. Vísir/Vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins gefur ekki mikið fyrir ásakanir Karls Gauta Hjaltasonar fyrrverandi flokksfélaga hennar um óeðlilega fjármálastjórn Flokks fólksins. Karl Gauti, nú óháður þingmaður, sakar Ingu Sæland um óeðlilega fjármálastjórn í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Erilsamt ár að baki“. Í samtali við fréttastofu segir Karl Gauti: „Það er auðvitað mjög óeðlilegt að stjórnmálaleiðtogi í flokki sem hefur yfir að ráða verulegum fjármunum úr almannasjóðum og er alls ráðandi þarna innanborðs sem prófkúruhafi, gjaldkeri og formaður sé að ráða þarna inn í flokkinn sína nánustu fjölskyldumeðlimi á launaskrá á skrifstofu flokksins“. Í samtali við mbl.is segir Inga að ásakanirnar lýsi Karli Gauta sjálfum best og hugsjónum hans gagnvart Flokki fólksins. „Þetta virkar á mig sem særindi og hefndargirni,“ segir Inga. Hún segist hafa hætt sem gjaldkeri flokksins fyrir mánuði síðan. Er varðar aðkomu fjölskyldu hennar að flokksstarfinu segir Inga að sonur sinn hafi unnið síðasta vor fyrir flokkinn í sjálfboðavinnu. Í dag sé hann þó orðinn fastráðinn starfsmaður. Hún tekur fram að það hafi ekki verið hún sjálf sem hafi ráðið hann til starfa heldur hafi kjördæmaráð og stjórn flokksins haft aðkomu að ráðingunni. Hún hafi ekki greitt atkvæði um málið. Alþingi Tengdar fréttir Sakar Flokk fólksins um óeðlilega fjármálastjórn Karl Gauti Hjaltason óháður þingmaður sakar Ingu Sæland formann Flokks fólksins um óeðlilega fjármálastjórn í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun undir yfirskriftinni "Erilsamt ár að baki“. 12. janúar 2019 09:23 Segir Ólaf og Karl Gauta hafa átt frumkvæðið að fundinum á Klaustri Tilefni fundarins hafi verið áhugi tvímenninganna á að ganga til liðs við Miðflokkinn. 7. desember 2018 18:45 Karl Gauti sakar Ingu Sæland um stjórnunarhætti sem tíðkist ekki Þingmaður sem var rekinn úr Flokki fólksins sakar formann flokksins um óeðlilega fjármálastjórn og að hafa ráðið náinn fjölskyldumeðlim á skrifstofu flokksins. Slík viðgangist ekki í félagastarfi. 12. janúar 2019 12:11 Karl Gauti: Inga sjálf haft á orði að hún hafi grenjað sig á þing Ólafur og Karl Gauti segjast hafa setið of lengi að sumbli en í sjálfir ekki sagt neitt sem ámælisvert má heita. 3. desember 2018 13:50 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira
Inga Sæland formaður Flokks fólksins gefur ekki mikið fyrir ásakanir Karls Gauta Hjaltasonar fyrrverandi flokksfélaga hennar um óeðlilega fjármálastjórn Flokks fólksins. Karl Gauti, nú óháður þingmaður, sakar Ingu Sæland um óeðlilega fjármálastjórn í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Erilsamt ár að baki“. Í samtali við fréttastofu segir Karl Gauti: „Það er auðvitað mjög óeðlilegt að stjórnmálaleiðtogi í flokki sem hefur yfir að ráða verulegum fjármunum úr almannasjóðum og er alls ráðandi þarna innanborðs sem prófkúruhafi, gjaldkeri og formaður sé að ráða þarna inn í flokkinn sína nánustu fjölskyldumeðlimi á launaskrá á skrifstofu flokksins“. Í samtali við mbl.is segir Inga að ásakanirnar lýsi Karli Gauta sjálfum best og hugsjónum hans gagnvart Flokki fólksins. „Þetta virkar á mig sem særindi og hefndargirni,“ segir Inga. Hún segist hafa hætt sem gjaldkeri flokksins fyrir mánuði síðan. Er varðar aðkomu fjölskyldu hennar að flokksstarfinu segir Inga að sonur sinn hafi unnið síðasta vor fyrir flokkinn í sjálfboðavinnu. Í dag sé hann þó orðinn fastráðinn starfsmaður. Hún tekur fram að það hafi ekki verið hún sjálf sem hafi ráðið hann til starfa heldur hafi kjördæmaráð og stjórn flokksins haft aðkomu að ráðingunni. Hún hafi ekki greitt atkvæði um málið.
Alþingi Tengdar fréttir Sakar Flokk fólksins um óeðlilega fjármálastjórn Karl Gauti Hjaltason óháður þingmaður sakar Ingu Sæland formann Flokks fólksins um óeðlilega fjármálastjórn í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun undir yfirskriftinni "Erilsamt ár að baki“. 12. janúar 2019 09:23 Segir Ólaf og Karl Gauta hafa átt frumkvæðið að fundinum á Klaustri Tilefni fundarins hafi verið áhugi tvímenninganna á að ganga til liðs við Miðflokkinn. 7. desember 2018 18:45 Karl Gauti sakar Ingu Sæland um stjórnunarhætti sem tíðkist ekki Þingmaður sem var rekinn úr Flokki fólksins sakar formann flokksins um óeðlilega fjármálastjórn og að hafa ráðið náinn fjölskyldumeðlim á skrifstofu flokksins. Slík viðgangist ekki í félagastarfi. 12. janúar 2019 12:11 Karl Gauti: Inga sjálf haft á orði að hún hafi grenjað sig á þing Ólafur og Karl Gauti segjast hafa setið of lengi að sumbli en í sjálfir ekki sagt neitt sem ámælisvert má heita. 3. desember 2018 13:50 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira
Sakar Flokk fólksins um óeðlilega fjármálastjórn Karl Gauti Hjaltason óháður þingmaður sakar Ingu Sæland formann Flokks fólksins um óeðlilega fjármálastjórn í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun undir yfirskriftinni "Erilsamt ár að baki“. 12. janúar 2019 09:23
Segir Ólaf og Karl Gauta hafa átt frumkvæðið að fundinum á Klaustri Tilefni fundarins hafi verið áhugi tvímenninganna á að ganga til liðs við Miðflokkinn. 7. desember 2018 18:45
Karl Gauti sakar Ingu Sæland um stjórnunarhætti sem tíðkist ekki Þingmaður sem var rekinn úr Flokki fólksins sakar formann flokksins um óeðlilega fjármálastjórn og að hafa ráðið náinn fjölskyldumeðlim á skrifstofu flokksins. Slík viðgangist ekki í félagastarfi. 12. janúar 2019 12:11
Karl Gauti: Inga sjálf haft á orði að hún hafi grenjað sig á þing Ólafur og Karl Gauti segjast hafa setið of lengi að sumbli en í sjálfir ekki sagt neitt sem ámælisvert má heita. 3. desember 2018 13:50