Alfreð: Aron verður að skjóta mikið á markið Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 11. janúar 2019 14:03 Alfreð Gíslason fer aftur heim eftir daginn í dag. vísir/sigurður már Alfreð Gíslason, þjálfari þýska stórliðsins Kiel og fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfari, er mættur til München í Ólympíuhöllina til að fylgjast með Íslandi spila á móti Króatíu í dag. Alfreð stýrði landsliðinu sjálfur síðast þegar að mótið fór fram í Þýskalandi árið 2007 en hann fagnar því að vera í fríi alltaf í janúar og geta horft á smá handbolta. „Það er mjög fínt. Ég er bara með fjóra heima sem ég get þjálfað þannig að það er bara fínt að geta skroppið hingað niður eftir og horft á Ísland,“ segir Alfreð við Vísi. Kynslóðaskiptin eru komin hjá íslenska landsliðinu en hvernig líst Alfreð, sem hefur allt unnið í félagsliðabransanum, á þessa nýju kynslóð og verkefnið sem Guðmundur Guðmundsson félagi hans er að vinna í. „Fyrr eða seinna þarf að breyta til og yngja upp mannskapinn þó alltaf sé best að spila á því sterkasta sem við eigum,“ segir Alfreð. „Það virðist vera komið að því þessir ungu menn þurfa að spila og þeir eru í þessum hópi manna sem eru taldir sterkastir. Það var mikil blóðtaka að missa Gauja í meiðsli en Aron er reyndur. Það er gaman að sjá hann í fyrirliðastöðunni og axla mikla ábyrgð. Þessir yngri verða nú að sýna sig.“ Aron Pálmarsson á að fara í gamla hlutverkið sitt sem stórskytta og skjóta markið og skora mikið af mörkum en hann viðurkenndi í gær að það hefur reynst erfitt að fara aftur í það hlutverk. „Það er rökrétt að maður eins og Aron verður að skjóta mikið á markið í þessari uppstillingu sem að við eigum í dag,“ segir Alfreð. „Hann er heimsklassa leikmaður hvort sem að hann tekur skotin eða spilar fyrir hina. Hann er frábær leikstjórnandi en eins og staðan er í dag þurfum við á honum að halda hættulegum fyrir framan markið,“ segir Alfreð Gíslason.Klippa: Alfreð Gíslason - Þessir ungu verða að sýna sig HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Utan vallar: Dúkurinn spyr ekki um aldur Íslenska landsliðið er ungt en enginn spyr um aldur á meðan leikur er í gangi. 11. janúar 2019 12:00 Arnar Freyr hæstur og þyngstur hjá Íslandi en er langt frá stærsta Króatanum á vigtinni Ísland og Króatía eru með sömu meðalhæðina á opinberum leikmannalistum HM 2019. 11. janúar 2019 12:52 Guðmundur þarf að ýta á rauða hnappinn til að fá leikhlé Ekki þarf að leggja niður spjald lengur til að fá leikhlé. 11. janúar 2019 11:51 Elvar Örn: Setti mér markmið að komast núna á HM og það tókst Elvar Örn Jónsson ætlaði sér á HM og þangað er hann mættur. 11. janúar 2019 08:30 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Alfreð Gíslason, þjálfari þýska stórliðsins Kiel og fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfari, er mættur til München í Ólympíuhöllina til að fylgjast með Íslandi spila á móti Króatíu í dag. Alfreð stýrði landsliðinu sjálfur síðast þegar að mótið fór fram í Þýskalandi árið 2007 en hann fagnar því að vera í fríi alltaf í janúar og geta horft á smá handbolta. „Það er mjög fínt. Ég er bara með fjóra heima sem ég get þjálfað þannig að það er bara fínt að geta skroppið hingað niður eftir og horft á Ísland,“ segir Alfreð við Vísi. Kynslóðaskiptin eru komin hjá íslenska landsliðinu en hvernig líst Alfreð, sem hefur allt unnið í félagsliðabransanum, á þessa nýju kynslóð og verkefnið sem Guðmundur Guðmundsson félagi hans er að vinna í. „Fyrr eða seinna þarf að breyta til og yngja upp mannskapinn þó alltaf sé best að spila á því sterkasta sem við eigum,“ segir Alfreð. „Það virðist vera komið að því þessir ungu menn þurfa að spila og þeir eru í þessum hópi manna sem eru taldir sterkastir. Það var mikil blóðtaka að missa Gauja í meiðsli en Aron er reyndur. Það er gaman að sjá hann í fyrirliðastöðunni og axla mikla ábyrgð. Þessir yngri verða nú að sýna sig.“ Aron Pálmarsson á að fara í gamla hlutverkið sitt sem stórskytta og skjóta markið og skora mikið af mörkum en hann viðurkenndi í gær að það hefur reynst erfitt að fara aftur í það hlutverk. „Það er rökrétt að maður eins og Aron verður að skjóta mikið á markið í þessari uppstillingu sem að við eigum í dag,“ segir Alfreð. „Hann er heimsklassa leikmaður hvort sem að hann tekur skotin eða spilar fyrir hina. Hann er frábær leikstjórnandi en eins og staðan er í dag þurfum við á honum að halda hættulegum fyrir framan markið,“ segir Alfreð Gíslason.Klippa: Alfreð Gíslason - Þessir ungu verða að sýna sig
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Utan vallar: Dúkurinn spyr ekki um aldur Íslenska landsliðið er ungt en enginn spyr um aldur á meðan leikur er í gangi. 11. janúar 2019 12:00 Arnar Freyr hæstur og þyngstur hjá Íslandi en er langt frá stærsta Króatanum á vigtinni Ísland og Króatía eru með sömu meðalhæðina á opinberum leikmannalistum HM 2019. 11. janúar 2019 12:52 Guðmundur þarf að ýta á rauða hnappinn til að fá leikhlé Ekki þarf að leggja niður spjald lengur til að fá leikhlé. 11. janúar 2019 11:51 Elvar Örn: Setti mér markmið að komast núna á HM og það tókst Elvar Örn Jónsson ætlaði sér á HM og þangað er hann mættur. 11. janúar 2019 08:30 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Utan vallar: Dúkurinn spyr ekki um aldur Íslenska landsliðið er ungt en enginn spyr um aldur á meðan leikur er í gangi. 11. janúar 2019 12:00
Arnar Freyr hæstur og þyngstur hjá Íslandi en er langt frá stærsta Króatanum á vigtinni Ísland og Króatía eru með sömu meðalhæðina á opinberum leikmannalistum HM 2019. 11. janúar 2019 12:52
Guðmundur þarf að ýta á rauða hnappinn til að fá leikhlé Ekki þarf að leggja niður spjald lengur til að fá leikhlé. 11. janúar 2019 11:51
Elvar Örn: Setti mér markmið að komast núna á HM og það tókst Elvar Örn Jónsson ætlaði sér á HM og þangað er hann mættur. 11. janúar 2019 08:30