Trump er víða Hörður Ægisson skrifar 11. janúar 2019 08:00 Fjármálamarkaðir hafa ekki farið varhluta af yfirstandandi kjaraviðræðum. Fjárfestar eru búnir að verðleggja flesta eignaflokka á markaði í samræmi við svartsýnustu spár. Það kemur ekki til að ástæðulausu. Kröfur stærstu verkalýðsfélaganna, ásamt sífellt herskárri yfirlýsingum, gefa ekki tilefni til bjartsýni um að sátt náist á vinnumarkaði. Íslensk heimili bera kostnaðinn af þessu óvissuástandi sem hefur átt stóran þátt í veikingu krónunnar. Verðbólguvæntingar hafa verið á uppleið og vextir innlánsstofnana því hækkað skarpt á skömmum tíma. Heimilin óttast, eðlilega, að tímabil verðstöðugleika sé nú á enda og hafa í stórum stíl brugðist við með því að skuldbreyta verðtryggðum lánum sínum yfir í óverðtryggð. Þjóðarbúið í heild stendur á sterkum grunni en staðan í hagkerfinu er samt brothætt. Þetta birtist hvað skýrast í væntingum stjórnenda sem hafa þróast hratt til hins verra á fáum mánuðum og hafa nú sjaldan mælst lægri. Fréttir af gjaldþrotum rótgróinna fyrirtækja og miklar fjöldauppsagnir á nýliðnu ári, þær flestu frá 2009, eru vísbending um það sem koma skal. Launakostnaður fyrirtækja, mældur í evrum, hefur aukist um tugi prósenta frá 2015 á meðan hækkunin í okkar helstu samkeppnisríkjum nemur örfáum prósentum. Þetta er ekki sjálfbær staða og eitthvað hlýtur að gefa eftir. Staðreyndin er sú, ólíkt þeim blekkingum sem er haldið á lofti af þeim sem vilja rugla umræðuna, að verðmætaaukning undanfarinna ára hefur að stórum hluta farið til launþega, minna til atvinnurekenda. Hlutfall launa af verðmætasköpun atvinnulífsins er enda hvergi hærra en á Íslandi á meðal OECD-ríkjanna. Ef íslenska samningslíkanið væri í líkingu við hið norræna þá myndu kjaraviðræður taka mið af þessum efnahagslega veruleika. Áhersla yrði lögð á að verja þann mikla árangur sem áunnist hefur, með áherslu á stöðugleika og þannig skapa forsendur fyrir lægri vöxtum, og að semja um hóflegar launahækkanir. Svo er hins vegar ekki. Kröfugerð verkalýðsfélaganna – sem felur í sér, svo fátt eitt sé nefnt, tugprósenta launahækkanir, styttri vinnuviku án launaskerðingar, afnám verðtryggingar og breytingar á peningamálastefnu Seðlabankans – er með þeim hætti að ómögulegt er að sjá hvernig hún getur verið grundvöllur að viðræðum um raunhæfa kjarasamninga. Við aðrar aðstæður, þar sem í forystu stéttarfélaganna væri fólk með skynbragð á samningatækni og samhengi hlutanna, væri við því að búast að báðir aðilar við samningaborðið myndu gefa eftir af kröfum sínum. Raunveruleikinn er annar. Ekki er hægt að skilja yfirlýsingar VR og Eflingar öðruvísi en að flestar kröfur þeirra séu ófrávíkjanlegar. Það er aðeins tímaspursmál hvenær stéttarfélögin slíta þeim viðræðum sem nú eru á borði sáttasemjara og fara fram á verkfallsheimild. Sú niðurstaða hefur legið lengi fyrir. Formenn félaganna skeyta ekkert um efnahagslegar staðreyndir heldur spila á tilfinningar fólks. Trump er nefnilega víða. Leiðarljósið er ekki endilega að ná samningum heldur er markmiðið sem slíkt stéttastríð. Þá koma digrir sjóðir Eflingar og VR – samtals um 24 milljarðar – að góðum notum til að standa undir verkföllum og átökum í pólitískum tilgangi. Eru félagsmenn VR, sem telja um 30 þúsund og eru að meðaltali með um 700 þúsund í heildarlaun, reiðubúnir að fylgja formanni sínum í fráleitar verkfallsaðgerðir? Um það má vonandi efast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Fjármálamarkaðir hafa ekki farið varhluta af yfirstandandi kjaraviðræðum. Fjárfestar eru búnir að verðleggja flesta eignaflokka á markaði í samræmi við svartsýnustu spár. Það kemur ekki til að ástæðulausu. Kröfur stærstu verkalýðsfélaganna, ásamt sífellt herskárri yfirlýsingum, gefa ekki tilefni til bjartsýni um að sátt náist á vinnumarkaði. Íslensk heimili bera kostnaðinn af þessu óvissuástandi sem hefur átt stóran þátt í veikingu krónunnar. Verðbólguvæntingar hafa verið á uppleið og vextir innlánsstofnana því hækkað skarpt á skömmum tíma. Heimilin óttast, eðlilega, að tímabil verðstöðugleika sé nú á enda og hafa í stórum stíl brugðist við með því að skuldbreyta verðtryggðum lánum sínum yfir í óverðtryggð. Þjóðarbúið í heild stendur á sterkum grunni en staðan í hagkerfinu er samt brothætt. Þetta birtist hvað skýrast í væntingum stjórnenda sem hafa þróast hratt til hins verra á fáum mánuðum og hafa nú sjaldan mælst lægri. Fréttir af gjaldþrotum rótgróinna fyrirtækja og miklar fjöldauppsagnir á nýliðnu ári, þær flestu frá 2009, eru vísbending um það sem koma skal. Launakostnaður fyrirtækja, mældur í evrum, hefur aukist um tugi prósenta frá 2015 á meðan hækkunin í okkar helstu samkeppnisríkjum nemur örfáum prósentum. Þetta er ekki sjálfbær staða og eitthvað hlýtur að gefa eftir. Staðreyndin er sú, ólíkt þeim blekkingum sem er haldið á lofti af þeim sem vilja rugla umræðuna, að verðmætaaukning undanfarinna ára hefur að stórum hluta farið til launþega, minna til atvinnurekenda. Hlutfall launa af verðmætasköpun atvinnulífsins er enda hvergi hærra en á Íslandi á meðal OECD-ríkjanna. Ef íslenska samningslíkanið væri í líkingu við hið norræna þá myndu kjaraviðræður taka mið af þessum efnahagslega veruleika. Áhersla yrði lögð á að verja þann mikla árangur sem áunnist hefur, með áherslu á stöðugleika og þannig skapa forsendur fyrir lægri vöxtum, og að semja um hóflegar launahækkanir. Svo er hins vegar ekki. Kröfugerð verkalýðsfélaganna – sem felur í sér, svo fátt eitt sé nefnt, tugprósenta launahækkanir, styttri vinnuviku án launaskerðingar, afnám verðtryggingar og breytingar á peningamálastefnu Seðlabankans – er með þeim hætti að ómögulegt er að sjá hvernig hún getur verið grundvöllur að viðræðum um raunhæfa kjarasamninga. Við aðrar aðstæður, þar sem í forystu stéttarfélaganna væri fólk með skynbragð á samningatækni og samhengi hlutanna, væri við því að búast að báðir aðilar við samningaborðið myndu gefa eftir af kröfum sínum. Raunveruleikinn er annar. Ekki er hægt að skilja yfirlýsingar VR og Eflingar öðruvísi en að flestar kröfur þeirra séu ófrávíkjanlegar. Það er aðeins tímaspursmál hvenær stéttarfélögin slíta þeim viðræðum sem nú eru á borði sáttasemjara og fara fram á verkfallsheimild. Sú niðurstaða hefur legið lengi fyrir. Formenn félaganna skeyta ekkert um efnahagslegar staðreyndir heldur spila á tilfinningar fólks. Trump er nefnilega víða. Leiðarljósið er ekki endilega að ná samningum heldur er markmiðið sem slíkt stéttastríð. Þá koma digrir sjóðir Eflingar og VR – samtals um 24 milljarðar – að góðum notum til að standa undir verkföllum og átökum í pólitískum tilgangi. Eru félagsmenn VR, sem telja um 30 þúsund og eru að meðaltali með um 700 þúsund í heildarlaun, reiðubúnir að fylgja formanni sínum í fráleitar verkfallsaðgerðir? Um það má vonandi efast.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun