

Pólitíska
Það eru ekki aðeins keisarar og atvinnustjórnmálamenn sem flíka skoðunum með fatnaði. Kenningin er að lattélepjandi ullartreflafólkið sé vinstrisinnað og gangi með endurnýtanlegu kaffimálin sín vegna þess að þau hata ekki bara einkabílinn heldur líka einkaframtakið. Þess vegna þurfa þau að vefja sig treflum og hafa heitan drykk í hendinni því það er kalt á Íslandi og þau geta ekki hækkað í miðstöðinni. Það getur hins vegar fólkið sem keyrir á smart jeppa á skrifstofuna í Borgartúninu. Þau þurfa ekki trefla. Hægrifólkið sem vill lægri fjármagnstekjuskatt og engar ívilnanir fyrir rafmagnsbíla er enda ekki bara á móti umhverfinu heldur líka láglaunafólki eins og sést á klæðkerasniðnu jakkafötunum frá John Taylor.
Nýjasta lumman í pólitískunni eru gulu öryggisvestin sem hafa náð mikilli útbreiðslu í Evrópu. Þetta er frönsk tíska, en ekki ríkisstyrkt umferðaröryggisátak í Evrópusambandinu. Frakkar hafa auðvitað alltaf verið leiðandi í pólitískunni, hvort sem um er að ræða parruk fyrir yfirstéttina eða öryggisvesti fyrir almúgann sem er ósáttur við atvinnuleysi. Markhópurinn fyrir gulu vestin virðist þó vera blandaður eftir því sem tískan breiðist út. Þannig virðast þau aðallega höfða til fólks með útlendingaandúð í Hollandi. Í Bretlandi eru það stuðningsmenn Brexit og hægriöfgamenn sem öskra á þingmenn á almannafæri sem hafa fagnað lúkkinu. Spurning hvort neongulur og endurskin nái fótfestu í íslensku pólitískunni.
Skoðun

Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið
Arnar Þór Jónsson skrifar

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu
Clara Ganslandt skrifar

Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig!
Magnús Guðmundsson skrifar

Vetrarvirkjanir
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði
Jón Steindór Valdimarsson skrifar

Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough
Kjartan Sveinsson skrifar

Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum
Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Hvað er verið að leiðrétta?
Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar

Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur
Davíð Routley skrifar

Börn innan seilingar
Árni Guðmundsson skrifar

Hallarekstur í Hafnarfirði
Jón Ingi Hákonarson skrifar

Hvers konar Evrópuríki viljum við vera?
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu
Ólafur Adolfsson skrifar

Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana?
Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar

Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur
Hannes Örn Blandon skrifar

Palestína er að verja sig, ekki öfugt
Stefán Guðbrandsson skrifar

Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza
Birgir Finnsson skrifar

Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins?
Jonas Hammer skrifar

Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna?
Eiríkur Búi Halldórsson skrifar

Litlu ljósin á Gaza
Guðbrandur Einarsson skrifar

Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Staðreyndir eða „mér finnst“
Birta Karen Tryggvadóttir skrifar

Fjármagna áfram hernað Rússlands
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Frídagar í klemmu
Jón Júlíus Karlsson skrifar

Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar?
Hlynur Júlísson skrifar

Í skugga kerfis sem brást!
Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar

Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni
Gunnar Hersveinn skrifar

Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek?
Ólafur Ingólfsson skrifar

Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands
Ragnar Rögnvaldsson skrifar

Hverju hef ég stjórn á?
Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar