Hægðist á vitlausu veðri um miðnætti Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. janúar 2019 07:01 Um tuttugu verkefni komu á borð lögreglu á Akureyri vegna veðurs í gærkvöldi. Fréttablaðið/GVA Ágætlega gekk að sinna útköllum vegna óveðursins á Norðurlandi í gær, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri. Veðurofsann lægði um miðnætti en veður hafði verið afar slæmt frá því um klukkan 21 í gærkvöldi. „Það gekk ágætlega, það komu einhver tuttugu verkefni inn á okkar borð fyrir miðnætti en það hægðist um miðnætti og hefur verið rólegt síðan,“ segir Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri í samtali við Vísi. Hann segir lögregla hafa unnið verkefnin í samvinnu við björgunarsveitir á Akureyri. Aðspurður segir Hermann að tjón hafi verið minniháttar en útköllin sneru flest að foki á þakplötum og lausamunum auk þess sem greinar brotnuðu á trjám og lögðust á bíla. „Ég held það sé nánast lítið sem ekkert tjón í þessu, þetta voru aðallega hlutir sem fuku til en minniháttar skemmdir ef einhverjar.“50 m/s og tæp 19 stig Veðurstofa Íslands gaf út fyrstu appelsínugulu viðvörun ársins á Norðurlandi eystra í gær en eins og áður segir tók að lægja upp úr miðnætti. Mesti vindur í gær mældist 50 m/s á Gagnheiði skömmu fyrir miðnætti, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Klukkan sex í morgun mældist vindur víða 13 til 18 m/s norðan- og austantil á landinu en um 25 m/s á annesjum nyrst. Þá mældist hæsti hiti í gær tæp 19 stig á Daltanga en hiti er núna um 10 stig á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir að lægi og kólni með deginum og þegar hefur fryst á Vestfjörðum. Frostlaust verður sunnanlands í dag.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á föstudag:Suðaustan 8-15 m/s, en heldur hægari norðan- og austanlands. Rigning með köflum, en dálítil snjókoma um norðanvertlandið. Hiti 0 til 5 stig, en frost 0 til 5 stig norðaustantil. Á laugardag:Norðaustan 10-15 og él um landið norðvestanvert, en vestan 5-10 og dálítil rigning sunnanlands. Hægari vindur og lengst af þurrt austantil. Frost víða 0 til 5 stig, en að 5 stiga hita við Suðurströndina. Á sunnudag:Norðlæg átt 8-15 m/s og víða él, en þurrt suðvestanlands. Lægir um kvöldið, og frost 2 til 9 stig. Á mánudag:Gengur í hvassa suðaustanátt með slyddu eða snjókomu, en rigningu með suðurströndinni. Heldur hægari, og þurrt norðaustantil fram á kvöld. Hlýnandi veður. Á þriðjudag:Austlæg átt og snjókoma með köflum, en dálítil rigning syðst. Hiti kringum frostmark en vægt frost norðanlands. Á miðvikudag:Hæg norðlæg átt og bjart með köflum, en norðan strekkingur og él um norðaustanvert landið. Kalt í veðri. Veður Tengdar fréttir Björgunarsveit kölluð út vegna foktjóns á Hólmavík Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var nýverið kölluð út vegna þaks sem er að fjúka af húsi í byggðarlaginu. 9. janúar 2019 20:36 Snarvitlaust veður á Akureyri Gámar og þakplötur fjúka. 9. janúar 2019 21:43 Fyrsta appelsínugula viðvörun ársins Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðurlandi eystra, en búist sterkum suðvestan og vestan ofsaveðri með við hviðum yfir 40 metrum á sekúndum. 9. janúar 2019 19:27 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Ágætlega gekk að sinna útköllum vegna óveðursins á Norðurlandi í gær, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri. Veðurofsann lægði um miðnætti en veður hafði verið afar slæmt frá því um klukkan 21 í gærkvöldi. „Það gekk ágætlega, það komu einhver tuttugu verkefni inn á okkar borð fyrir miðnætti en það hægðist um miðnætti og hefur verið rólegt síðan,“ segir Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri í samtali við Vísi. Hann segir lögregla hafa unnið verkefnin í samvinnu við björgunarsveitir á Akureyri. Aðspurður segir Hermann að tjón hafi verið minniháttar en útköllin sneru flest að foki á þakplötum og lausamunum auk þess sem greinar brotnuðu á trjám og lögðust á bíla. „Ég held það sé nánast lítið sem ekkert tjón í þessu, þetta voru aðallega hlutir sem fuku til en minniháttar skemmdir ef einhverjar.“50 m/s og tæp 19 stig Veðurstofa Íslands gaf út fyrstu appelsínugulu viðvörun ársins á Norðurlandi eystra í gær en eins og áður segir tók að lægja upp úr miðnætti. Mesti vindur í gær mældist 50 m/s á Gagnheiði skömmu fyrir miðnætti, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Klukkan sex í morgun mældist vindur víða 13 til 18 m/s norðan- og austantil á landinu en um 25 m/s á annesjum nyrst. Þá mældist hæsti hiti í gær tæp 19 stig á Daltanga en hiti er núna um 10 stig á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir að lægi og kólni með deginum og þegar hefur fryst á Vestfjörðum. Frostlaust verður sunnanlands í dag.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á föstudag:Suðaustan 8-15 m/s, en heldur hægari norðan- og austanlands. Rigning með köflum, en dálítil snjókoma um norðanvertlandið. Hiti 0 til 5 stig, en frost 0 til 5 stig norðaustantil. Á laugardag:Norðaustan 10-15 og él um landið norðvestanvert, en vestan 5-10 og dálítil rigning sunnanlands. Hægari vindur og lengst af þurrt austantil. Frost víða 0 til 5 stig, en að 5 stiga hita við Suðurströndina. Á sunnudag:Norðlæg átt 8-15 m/s og víða él, en þurrt suðvestanlands. Lægir um kvöldið, og frost 2 til 9 stig. Á mánudag:Gengur í hvassa suðaustanátt með slyddu eða snjókomu, en rigningu með suðurströndinni. Heldur hægari, og þurrt norðaustantil fram á kvöld. Hlýnandi veður. Á þriðjudag:Austlæg átt og snjókoma með köflum, en dálítil rigning syðst. Hiti kringum frostmark en vægt frost norðanlands. Á miðvikudag:Hæg norðlæg átt og bjart með köflum, en norðan strekkingur og él um norðaustanvert landið. Kalt í veðri.
Veður Tengdar fréttir Björgunarsveit kölluð út vegna foktjóns á Hólmavík Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var nýverið kölluð út vegna þaks sem er að fjúka af húsi í byggðarlaginu. 9. janúar 2019 20:36 Snarvitlaust veður á Akureyri Gámar og þakplötur fjúka. 9. janúar 2019 21:43 Fyrsta appelsínugula viðvörun ársins Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðurlandi eystra, en búist sterkum suðvestan og vestan ofsaveðri með við hviðum yfir 40 metrum á sekúndum. 9. janúar 2019 19:27 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Björgunarsveit kölluð út vegna foktjóns á Hólmavík Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var nýverið kölluð út vegna þaks sem er að fjúka af húsi í byggðarlaginu. 9. janúar 2019 20:36
Fyrsta appelsínugula viðvörun ársins Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðurlandi eystra, en búist sterkum suðvestan og vestan ofsaveðri með við hviðum yfir 40 metrum á sekúndum. 9. janúar 2019 19:27