Munu ekki afsala sér réttinum til verkfalls Sveinn Arnarsson skrifar 10. janúar 2019 07:30 Vilhjálmur Birgisson er formaður Verkalýðsfélags Akraness. vísir/vilhelm Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir verkafólk ekki munu afsala sér verkfallsrétti. Á fundi hjá ríkissáttasemjara í næstu viku á loksins að ræða launaliðinn. Framkvæmdastjóri SA fagnar því að fá þá kostnaðarmat á kröfugerðir. „Það liggur alveg fyrir að íslenskt verkafólk afsalar sér ekki verkfallsrétti fyrir afturvirkni eins og er fólgið í tilboði SA. Ef það næst kjarasamningur fyrir mánaðamót þá segir það sig sjálft að hann myndi gilda frá 1. janúar. Ef það dregst lengur að semja verður það að koma í ljós en afturvirkni er skýlaus krafa af okkar hálfu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í Fréttablaðinu í gær að samtökin gætu fallist á afturvirka samninga verði samið á skynsamlegum nótum fyrir mánaðamót. Tilboðið félli niður yrði viðræðum slitið og boðað til verkfalla. Deiluaðilar hittust öðru sinni hjá ríkissáttasemjara í gær en ekki var rætt sérstaklega um útspil SA um afturvirkni. Vilhjálmur bendir á að aðilar hafi fundað sjö sinnum áður en þeir komu að borði sáttasemjara. „Þannig vitum við nokkurn veginn hvar við stöndum gagnvart hver öðrum að öðru leyti en því að við höfum ekki fengið svar við þeirri veigamiklu spurningu sem lýtur að kröfum okkar til launaliðarins. Það varð niðurstaða þessa fundar að þau svör fengjust á næsta fundi,“ segir Vilhjálmur. Næsti fundur hefur verið boðaður á miðvikudaginn í næstu viku. Vilhjálmur segir því ljóst að þá skýrist línur varðandi framhaldið. „Þá sjáum við hvort við erum að leggjast upp að bryggju eða séum að stefna út á haf.“ Halldór segir að á fundinum í næstu viku muni verkalýðshreyfingin koma með kostnaðarmat á kröfugerðir sínar. „Það er löngu tímabært að fá kostnaðarmat á kröfugerðirnar og ég fagna því. Við höfum kallað eftir því frá því þær komu fram.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Býst við því versta en vonar það besta Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. 9. janúar 2019 14:25 SA býður afturvirkni með skilmálum Framkvæmdastjóri SA segir samtökin reiðubúin að fallast á kröfu um afturvirkni samninga verði samið á skynsamlegum nótum fyrir mánaðamót. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á afturvirknina. Deiluaðilar funda öðru sinni hjá ríkissáttasemjara í dag. 9. janúar 2019 06:00 Vona að Samtök atvinnulífsins sýni á spilin á næsta fundi hjá sáttasemjara Bráðavandi blasir við láglaunafólki að sögn formanns Eflingar og formaður Verkalýðsfélags Akraness segir stjórnvöld þurfa að stemma stigu við "blóðugum vígvelli“ leigumarkaðarins. Framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins vill stuðla að kerfisbreytingu á íslenskum vinnumarkaði. 9. janúar 2019 20:00 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir verkafólk ekki munu afsala sér verkfallsrétti. Á fundi hjá ríkissáttasemjara í næstu viku á loksins að ræða launaliðinn. Framkvæmdastjóri SA fagnar því að fá þá kostnaðarmat á kröfugerðir. „Það liggur alveg fyrir að íslenskt verkafólk afsalar sér ekki verkfallsrétti fyrir afturvirkni eins og er fólgið í tilboði SA. Ef það næst kjarasamningur fyrir mánaðamót þá segir það sig sjálft að hann myndi gilda frá 1. janúar. Ef það dregst lengur að semja verður það að koma í ljós en afturvirkni er skýlaus krafa af okkar hálfu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í Fréttablaðinu í gær að samtökin gætu fallist á afturvirka samninga verði samið á skynsamlegum nótum fyrir mánaðamót. Tilboðið félli niður yrði viðræðum slitið og boðað til verkfalla. Deiluaðilar hittust öðru sinni hjá ríkissáttasemjara í gær en ekki var rætt sérstaklega um útspil SA um afturvirkni. Vilhjálmur bendir á að aðilar hafi fundað sjö sinnum áður en þeir komu að borði sáttasemjara. „Þannig vitum við nokkurn veginn hvar við stöndum gagnvart hver öðrum að öðru leyti en því að við höfum ekki fengið svar við þeirri veigamiklu spurningu sem lýtur að kröfum okkar til launaliðarins. Það varð niðurstaða þessa fundar að þau svör fengjust á næsta fundi,“ segir Vilhjálmur. Næsti fundur hefur verið boðaður á miðvikudaginn í næstu viku. Vilhjálmur segir því ljóst að þá skýrist línur varðandi framhaldið. „Þá sjáum við hvort við erum að leggjast upp að bryggju eða séum að stefna út á haf.“ Halldór segir að á fundinum í næstu viku muni verkalýðshreyfingin koma með kostnaðarmat á kröfugerðir sínar. „Það er löngu tímabært að fá kostnaðarmat á kröfugerðirnar og ég fagna því. Við höfum kallað eftir því frá því þær komu fram.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Býst við því versta en vonar það besta Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. 9. janúar 2019 14:25 SA býður afturvirkni með skilmálum Framkvæmdastjóri SA segir samtökin reiðubúin að fallast á kröfu um afturvirkni samninga verði samið á skynsamlegum nótum fyrir mánaðamót. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á afturvirknina. Deiluaðilar funda öðru sinni hjá ríkissáttasemjara í dag. 9. janúar 2019 06:00 Vona að Samtök atvinnulífsins sýni á spilin á næsta fundi hjá sáttasemjara Bráðavandi blasir við láglaunafólki að sögn formanns Eflingar og formaður Verkalýðsfélags Akraness segir stjórnvöld þurfa að stemma stigu við "blóðugum vígvelli“ leigumarkaðarins. Framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins vill stuðla að kerfisbreytingu á íslenskum vinnumarkaði. 9. janúar 2019 20:00 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Býst við því versta en vonar það besta Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. 9. janúar 2019 14:25
SA býður afturvirkni með skilmálum Framkvæmdastjóri SA segir samtökin reiðubúin að fallast á kröfu um afturvirkni samninga verði samið á skynsamlegum nótum fyrir mánaðamót. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á afturvirknina. Deiluaðilar funda öðru sinni hjá ríkissáttasemjara í dag. 9. janúar 2019 06:00
Vona að Samtök atvinnulífsins sýni á spilin á næsta fundi hjá sáttasemjara Bráðavandi blasir við láglaunafólki að sögn formanns Eflingar og formaður Verkalýðsfélags Akraness segir stjórnvöld þurfa að stemma stigu við "blóðugum vígvelli“ leigumarkaðarins. Framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins vill stuðla að kerfisbreytingu á íslenskum vinnumarkaði. 9. janúar 2019 20:00