Slökkviliðsmenn fóru í körfubíl til að athuga með skiltið.
Slökkviliðsmenn voru kallaðir út um fjögurleytið í dag vegna gruns um eld í húsnæði verslunarkeðjunnar Hagkaupa í Skeifunni í Reykjavík. Verslunin var rýmd vegna atviksins en búið var að opna aftur um klukkan fimm.
Talið er að spennir í neonskilti sem er ofan á húsinu hafi brunnið yfir, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða ljósið sem gefur til kynna að verslunin sé opin 24 klukkustundir hvern sólarhring.
Gunnar Steinn Þórsson, verslunarstjóri í Hagkaup í Skeifunni, segir í samtali við Vísi að verslunin hafi verið opnuð aftur eftir um 45 mínútur. Þá hafi lögregla og slökkvilið lokið störfum á vettvangi skömmu fyrir klukkan fimm. Að sögn Gunnars urðu engin slys á fólki og ekkert tjón í búðinni, að undanskildu skiltinu.
„Þannig að það eru allir velkomnir í Skeifuna.“
Töluverður fjöldi lögreglumanna er á svæðinu en viðskiptavinir og starfsmenn eru utandyra.Vísir/Jóhann KEin slökkvistöð var send á vettvang en þrír slökkviliðsmenn komu sér fyrir í körfubíl til að kanna skiltið nánar. Verslunin var rýmd af bæði starfsmönnum og viðskiptavinum utandyra en þó var aldreið talið að hætta væri á ferðum. Þá var töluverður fjöldi lögreglumanna sendur á vettvang.
Fréttin hefur verið uppfærð með nánari upplýsingum.
Starfsmennirnir á leið aftur inn í verslunina. Vísir/Vilhelm