Segir ólíklegt að Norður-Kórea láti kjarnorkuvopn af hendi Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2019 16:56 Dan Coats, yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna. EPA/SHAWN THEW Dan Coats, yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna, segir ólíklegt að einræðisstjórn Norður-Kóreu muni láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Sömu sögu sé að segja af búnaði þeirra til að auðga úraníum og framleiða kjarnorkuvopn. Þetta sagði Coats í dag við þingmenn í njósnanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hann sagði ástæðuna vera að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, Með kjarnorkuvopnum verði ekki hægt að koma honum frá völdum með innrás. Coats sagði ljóst að ríkisstjórn Kim hefði dregið úr ógnandi hegðun í tengslum við kjarnorkuvopnaáætlun þeirra og engar tilraunir með kjarnorkuvopn eða eldflaugar hefðu verið framkvæmdar í rúmt ár. Þá sagði hann, samkvæmt Politcio, að Kim virtist opinn fyrir mögulegri afvopnun.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á næstunni hitta Kim og er gert ráð fyrir að það verði í lok febrúar. Þetta verður annar fundur þeirra en Trump hefur lengi heitið því að Norður-Kórea muni láta öll kjarnorkuvopn af hendi. Í síðustu viku sagði Trump að viðræður stæðu enn yfir og árangur hefði náðst. Aldrei hefði annar eins árangur náðst í málefnum Norður-Kóreu, samkvæmt Trump. Þá sagðist hann búast við miklum árangri á fundi hans og Kim. þegar þeir hittust í fyrra skrifuðu Trump og Kim undir sameiginlegra yfirlýsingu. Sú yfirlýsing var einkar óljós og innihélt engar skuldbindingar. Þar stóð að ríkin myndu vinna að því að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn og vinna að varanlegum friði. Í kjölfar fundarins staðhæfði Trupm að afvopnun Norður-Kóreu myndi hefjast „mjög fljótlega“.Vísbendingar um áframhaldandi tilraunir Síðan þá hafa yfirvöld í Norður-Kóreu þó margsinnis gagnrýnt að Bandaríkin hafi ekki fellt niður viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu. Meðal annars hefur Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sagt að ekki komi til greina að einræðisríkið vinni að afvopnun á nokkurn hátt fyrr en létt sé á viðskiptaþvingununum.Þá hafa sömuleiðis borist fregnir af því að kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir Norður-Kóreu hafi haldið áfram í leynilegum herstöðvum. Sérfræðingar segja gervihnattarmyndir af Norður-Kóreu sýna eldflaugapalla í þessum herstöðvum.Coats sagði leyniþjónustur Bandaríkjanna telja að aðgerðir innan Norður-Kóreu séu ekki í samræmi við afvopnun. Þá sagði hann að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir bæru árangur og þeim hefði að mestu verið viðhaldið. Hins vegar væri ríkisstjórn Kim að reyna að draga úr áhrifum þeirra með því að komast hjá þeim, beita pólitískum þrýstingi og viðræðum. Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Dan Coats, yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna, segir ólíklegt að einræðisstjórn Norður-Kóreu muni láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Sömu sögu sé að segja af búnaði þeirra til að auðga úraníum og framleiða kjarnorkuvopn. Þetta sagði Coats í dag við þingmenn í njósnanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hann sagði ástæðuna vera að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, Með kjarnorkuvopnum verði ekki hægt að koma honum frá völdum með innrás. Coats sagði ljóst að ríkisstjórn Kim hefði dregið úr ógnandi hegðun í tengslum við kjarnorkuvopnaáætlun þeirra og engar tilraunir með kjarnorkuvopn eða eldflaugar hefðu verið framkvæmdar í rúmt ár. Þá sagði hann, samkvæmt Politcio, að Kim virtist opinn fyrir mögulegri afvopnun.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á næstunni hitta Kim og er gert ráð fyrir að það verði í lok febrúar. Þetta verður annar fundur þeirra en Trump hefur lengi heitið því að Norður-Kórea muni láta öll kjarnorkuvopn af hendi. Í síðustu viku sagði Trump að viðræður stæðu enn yfir og árangur hefði náðst. Aldrei hefði annar eins árangur náðst í málefnum Norður-Kóreu, samkvæmt Trump. Þá sagðist hann búast við miklum árangri á fundi hans og Kim. þegar þeir hittust í fyrra skrifuðu Trump og Kim undir sameiginlegra yfirlýsingu. Sú yfirlýsing var einkar óljós og innihélt engar skuldbindingar. Þar stóð að ríkin myndu vinna að því að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn og vinna að varanlegum friði. Í kjölfar fundarins staðhæfði Trupm að afvopnun Norður-Kóreu myndi hefjast „mjög fljótlega“.Vísbendingar um áframhaldandi tilraunir Síðan þá hafa yfirvöld í Norður-Kóreu þó margsinnis gagnrýnt að Bandaríkin hafi ekki fellt niður viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu. Meðal annars hefur Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sagt að ekki komi til greina að einræðisríkið vinni að afvopnun á nokkurn hátt fyrr en létt sé á viðskiptaþvingununum.Þá hafa sömuleiðis borist fregnir af því að kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir Norður-Kóreu hafi haldið áfram í leynilegum herstöðvum. Sérfræðingar segja gervihnattarmyndir af Norður-Kóreu sýna eldflaugapalla í þessum herstöðvum.Coats sagði leyniþjónustur Bandaríkjanna telja að aðgerðir innan Norður-Kóreu séu ekki í samræmi við afvopnun. Þá sagði hann að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir bæru árangur og þeim hefði að mestu verið viðhaldið. Hins vegar væri ríkisstjórn Kim að reyna að draga úr áhrifum þeirra með því að komast hjá þeim, beita pólitískum þrýstingi og viðræðum.
Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira