Reiknar með að vera áfram formaður nema samkomulag minnihlutans verði tekið upp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2019 12:49 Bergþór Ólason reiknar með að vera áfram formaður í umhverfis- og samgöngunefnd. vísir/vilhelm Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, kveðst reikna með því að vera áfram formaður nefndarinnar nema að samkomulag stjórnarandstöðuflokkanna á þing um formennsku í fastanefndum verði tekið upp. Verði samkomulagið tekið upp segist hann jafnframt reikna með því að formennskur annarra stjórnarandstöðuflokka komi til skoðunar en Samfylkingin fer með formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Píratar í velferðarnefnd. Þetta kom fram í máli Bergþórs þegar hann ræddi við Kristján Már Unnarsson, fréttamann, að loknum fundi í umhverfis- og samgöngunefnd í morgun. Uppnám varð á fundinum þegar Bergþór mætti og settist í stól formannsins og sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar sem sæti á í nefndinni, að það hefði óvart að hann hefði farið beint í formannsstólinn. Eins og flestum er kunnugt er Bergþór einn sex þingmanna sem sátu á Klaustur Bar í nóvember síðastliðnum og létu ýmis niðrandi ummæli falla um samþingmenn sína og aðra nafntogaða einstaklinga.Sjá einnig:Mikill hiti á nefndarfundi vegna formennsku Bergþórs Aðspurður hvort að uppákoman á nefndarfundinum hafi ekki verið óþægileg sagði hann svo ekki vera. „Nei, nei, hún var nú kannski viðbúin að nokkru leyti. Það hafa auðvitað mörg stór orð fallið á síðustu dögum og vikum þannig að ég var í sjálfu sér viðbúinn þessu og virði þær skoðanir sem þarna komu fram.“ Spurður út í það hvort að honum væri sætt áfram sem formanni í nefndinni vísaði Bergþór í áðurnefnt samkomulag stjórnarandstöðuflokkanna. „Það er í rauninni þannig eins og fram hefur komið í fjölmiðlum að formennska mín er tengd því samkomulagi sem stjórnarandstöðuflokkarnir gerðu varðandi þau þrjú formannssæti sem stjórnarandstöðunni féllu í skaut og á meðan það samkomulag er ekki tekið upp þá reikna ég með að ég sitji í formannsstólnum. Það er þannig að ef að það verður tekið upp þá má reikna með því að formennskur annarra stjórnarandstöðuflokkanna komi til skoðunar í því samhengi,“ sagði Bergþór. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05 Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, kveðst reikna með því að vera áfram formaður nefndarinnar nema að samkomulag stjórnarandstöðuflokkanna á þing um formennsku í fastanefndum verði tekið upp. Verði samkomulagið tekið upp segist hann jafnframt reikna með því að formennskur annarra stjórnarandstöðuflokka komi til skoðunar en Samfylkingin fer með formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Píratar í velferðarnefnd. Þetta kom fram í máli Bergþórs þegar hann ræddi við Kristján Már Unnarsson, fréttamann, að loknum fundi í umhverfis- og samgöngunefnd í morgun. Uppnám varð á fundinum þegar Bergþór mætti og settist í stól formannsins og sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar sem sæti á í nefndinni, að það hefði óvart að hann hefði farið beint í formannsstólinn. Eins og flestum er kunnugt er Bergþór einn sex þingmanna sem sátu á Klaustur Bar í nóvember síðastliðnum og létu ýmis niðrandi ummæli falla um samþingmenn sína og aðra nafntogaða einstaklinga.Sjá einnig:Mikill hiti á nefndarfundi vegna formennsku Bergþórs Aðspurður hvort að uppákoman á nefndarfundinum hafi ekki verið óþægileg sagði hann svo ekki vera. „Nei, nei, hún var nú kannski viðbúin að nokkru leyti. Það hafa auðvitað mörg stór orð fallið á síðustu dögum og vikum þannig að ég var í sjálfu sér viðbúinn þessu og virði þær skoðanir sem þarna komu fram.“ Spurður út í það hvort að honum væri sætt áfram sem formanni í nefndinni vísaði Bergþór í áðurnefnt samkomulag stjórnarandstöðuflokkanna. „Það er í rauninni þannig eins og fram hefur komið í fjölmiðlum að formennska mín er tengd því samkomulagi sem stjórnarandstöðuflokkarnir gerðu varðandi þau þrjú formannssæti sem stjórnarandstöðunni féllu í skaut og á meðan það samkomulag er ekki tekið upp þá reikna ég með að ég sitji í formannsstólnum. Það er þannig að ef að það verður tekið upp þá má reikna með því að formennskur annarra stjórnarandstöðuflokkanna komi til skoðunar í því samhengi,“ sagði Bergþór.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05 Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05
Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12