Ætla að standa vörð um kínversk fyrirtæki Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2019 10:55 Meðal þess sem forsvarsmenn fyrirtækisins eru sakaðir um er að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Íran, fjársvik, fjárþvætti, að hafa stolið tækni frá bandaríska fyrirtækinu T-Mobile og að standa í vegi réttvísinnar. AP/Andy Wong Ríkisstjórn Kína segir að Bandaríkin eigi að láta af „óskynsamlegum“ aðgerðum þeirra gegn kínverska samskiptafyrirtækinu Huawei. Forsvarsmenn fyrirtækisins þvertaka fyrir að lög hafi verið brotin eftir að yfirvöld í Bandaríkjunum opinberuðu fjölda ákæra gegn fyrirtækinu og starfsmönnum þess í gær. Meðal þess sem forsvarsmenn fyrirtækisins eru sakaðir um er að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Íran, fjársvik, fjárþvætti, að hafa stolið tækni frá bandaríska fyrirtækinu T-Mobile og að standa í vegi réttvísinnar. Huawei neitar öllum ákærunum 23 en fyrirtækið hefur lengi barist gegn ásökunum um samstarf með leyniþjónustum Kína og njósnir. Í ákærunum, sem eru lagðar fram í tveimur skjölum, eru engar ásakanir um samstarf með yfirvöldum í Kína settar fram.Christopher Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), sagið við opinberun ákæranna í gær að þær vörpuðu ljósi á „blygðunarlausa lítilsvirðingu“ Huawei gagnvart bandarískum lögum og gagnvart alþjóðlegum viðskiptaaðferðum. Hann sagði fyrirtæki eins og Huawei ógna bæði efnahagi og öryggi Bandaríkjanna.Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneyti Kína segir, samkvæmt AP fréttaveitunni, að ríkið muni standa vörð um kínversk fyrirtæki. Bandaríkin séu að beita hinu opinbera til að koma niður á sanngjarni og réttlátri starfsemi Huawei.Þá segir Huawei að T-Mobile málið hafi verið leyst með skaðabótagreiðslu árið 2014.Staða Huawei íhuguð víða Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda fyrirtækisins, er sökuð um að hafa logið að bönkum um leppfyrirtækið Skycom og sérstaklega um viðskipti fyrirtækisins við Íran. Hún var handtekin í Kanada í byrjun desember og Bandaríkin vilja fá hana framselda. Huawei er eitt stærsta samskiptafyrirtæki heims. Forsvarsmenn þess segja það eiga í viðskiptum við 45 af 50 stærstu símafyrirtækjum heims og Huawei varð nýlega stærsti símaframleiðandi heimsins, á eftir Samsung og undan Apple. Árið 2012 gaf þing Bandaríkjanna út skýrslu þar sem fyrirtækjum var ráðlagt að eiga ekki í viðskiptum við Huawei og kínverska fyrirtækið ZTE og að ógn stafaði af fyrirtækjunum. Síðan þá hafa umsvif Huawei Í Bandaríkjunum minnkað verulega en forsvarsmenn þess segja skýrsluna ekki hafa haft áhrif á viðskipti fyrirtækisins annars staðar í heiminum. Vandræði Huawei hafa þau aukist að undanförnu. Starfsmaður fyrirtækisins í Póllandi var nýverið handtekinn fyrir njósnir og rík hafa ákveðið að meina símafyrirtækjum að eiga í viðskiptum við Huawei í tengslum við uppbyggingu 5G símakerfa. Önnur ríki eru að íhuga slíkar aðgerðir. Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Starfsmaður Huawei handtekinn í Póllandi fyrir njósnir Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. 11. janúar 2019 13:24 Kanadískur karlmaður dæmdur til dauða í Kína Samskipti Kína og Kanada hafa verið stirð eftir að einn stjórnenda Huawei var handtekinn í Vancouver í desember. 14. janúar 2019 14:44 Krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu gegn Meng Wanzhou, aðstoðarfjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, sem handtekin var í Kanada fyrir áramót. 22. janúar 2019 10:32 Bandaríkin gefa út ákæru á hendur fjarskiptafyrirtækinu Huawei Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, neitar ásökununum. 28. janúar 2019 22:18 Trudeau bað sendiherra Kanada í Kína um að segja af sér Trudeau hefur ekki sagt hvers vegna hann greip til þessara aðgerða en afsögnin hefur verið rekin til ummæla hans um framsalsbeiðni Bandaríkjanna gagnvart Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei. 26. janúar 2019 23:33 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Ríkisstjórn Kína segir að Bandaríkin eigi að láta af „óskynsamlegum“ aðgerðum þeirra gegn kínverska samskiptafyrirtækinu Huawei. Forsvarsmenn fyrirtækisins þvertaka fyrir að lög hafi verið brotin eftir að yfirvöld í Bandaríkjunum opinberuðu fjölda ákæra gegn fyrirtækinu og starfsmönnum þess í gær. Meðal þess sem forsvarsmenn fyrirtækisins eru sakaðir um er að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Íran, fjársvik, fjárþvætti, að hafa stolið tækni frá bandaríska fyrirtækinu T-Mobile og að standa í vegi réttvísinnar. Huawei neitar öllum ákærunum 23 en fyrirtækið hefur lengi barist gegn ásökunum um samstarf með leyniþjónustum Kína og njósnir. Í ákærunum, sem eru lagðar fram í tveimur skjölum, eru engar ásakanir um samstarf með yfirvöldum í Kína settar fram.Christopher Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), sagið við opinberun ákæranna í gær að þær vörpuðu ljósi á „blygðunarlausa lítilsvirðingu“ Huawei gagnvart bandarískum lögum og gagnvart alþjóðlegum viðskiptaaðferðum. Hann sagði fyrirtæki eins og Huawei ógna bæði efnahagi og öryggi Bandaríkjanna.Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneyti Kína segir, samkvæmt AP fréttaveitunni, að ríkið muni standa vörð um kínversk fyrirtæki. Bandaríkin séu að beita hinu opinbera til að koma niður á sanngjarni og réttlátri starfsemi Huawei.Þá segir Huawei að T-Mobile málið hafi verið leyst með skaðabótagreiðslu árið 2014.Staða Huawei íhuguð víða Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda fyrirtækisins, er sökuð um að hafa logið að bönkum um leppfyrirtækið Skycom og sérstaklega um viðskipti fyrirtækisins við Íran. Hún var handtekin í Kanada í byrjun desember og Bandaríkin vilja fá hana framselda. Huawei er eitt stærsta samskiptafyrirtæki heims. Forsvarsmenn þess segja það eiga í viðskiptum við 45 af 50 stærstu símafyrirtækjum heims og Huawei varð nýlega stærsti símaframleiðandi heimsins, á eftir Samsung og undan Apple. Árið 2012 gaf þing Bandaríkjanna út skýrslu þar sem fyrirtækjum var ráðlagt að eiga ekki í viðskiptum við Huawei og kínverska fyrirtækið ZTE og að ógn stafaði af fyrirtækjunum. Síðan þá hafa umsvif Huawei Í Bandaríkjunum minnkað verulega en forsvarsmenn þess segja skýrsluna ekki hafa haft áhrif á viðskipti fyrirtækisins annars staðar í heiminum. Vandræði Huawei hafa þau aukist að undanförnu. Starfsmaður fyrirtækisins í Póllandi var nýverið handtekinn fyrir njósnir og rík hafa ákveðið að meina símafyrirtækjum að eiga í viðskiptum við Huawei í tengslum við uppbyggingu 5G símakerfa. Önnur ríki eru að íhuga slíkar aðgerðir.
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Starfsmaður Huawei handtekinn í Póllandi fyrir njósnir Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. 11. janúar 2019 13:24 Kanadískur karlmaður dæmdur til dauða í Kína Samskipti Kína og Kanada hafa verið stirð eftir að einn stjórnenda Huawei var handtekinn í Vancouver í desember. 14. janúar 2019 14:44 Krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu gegn Meng Wanzhou, aðstoðarfjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, sem handtekin var í Kanada fyrir áramót. 22. janúar 2019 10:32 Bandaríkin gefa út ákæru á hendur fjarskiptafyrirtækinu Huawei Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, neitar ásökununum. 28. janúar 2019 22:18 Trudeau bað sendiherra Kanada í Kína um að segja af sér Trudeau hefur ekki sagt hvers vegna hann greip til þessara aðgerða en afsögnin hefur verið rekin til ummæla hans um framsalsbeiðni Bandaríkjanna gagnvart Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei. 26. janúar 2019 23:33 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Starfsmaður Huawei handtekinn í Póllandi fyrir njósnir Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. 11. janúar 2019 13:24
Kanadískur karlmaður dæmdur til dauða í Kína Samskipti Kína og Kanada hafa verið stirð eftir að einn stjórnenda Huawei var handtekinn í Vancouver í desember. 14. janúar 2019 14:44
Krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu gegn Meng Wanzhou, aðstoðarfjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, sem handtekin var í Kanada fyrir áramót. 22. janúar 2019 10:32
Bandaríkin gefa út ákæru á hendur fjarskiptafyrirtækinu Huawei Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, neitar ásökununum. 28. janúar 2019 22:18
Trudeau bað sendiherra Kanada í Kína um að segja af sér Trudeau hefur ekki sagt hvers vegna hann greip til þessara aðgerða en afsögnin hefur verið rekin til ummæla hans um framsalsbeiðni Bandaríkjanna gagnvart Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei. 26. janúar 2019 23:33