Stórt skref stigið í átt að friði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. janúar 2019 06:00 Frá fundi Zalmay Khalilzad, formanni samninganefndar Bandaríkjanna með Ashraf Ghani, forsætisráðherra Afganistan, í Kabúl. Vísir/AFP Samninganefndir Bandaríkjamanna og talibana í Afganistan hafa komist að samkomulagi um ramma utan um friðarsamninga. Talibanar munu samkvæmt því samkomulagi ábyrgjast að hryðjuverkamenn starfi ekki á afganskri grund. Í kjölfarið gæti bandaríski herinn yfirgefið ríkið alfarið ef vopnahléi er komið á og Talibanar mæta til viðræðna við afgönsku ríkisstjórnina. Þetta samkomulag er afrakstur sex daga langra viðræðna í Katar. Zalmay Khalilzad, sem leiðir samninganefnd Bandaríkjanna, sagði í viðtali við The New York Times í höfuðborginni Kabúl að það ætti enn eftir að fylla í ýmsar eyður svo þessi rammi yrði að samningi. „Talibanar hafa skuldbundið sig til að gera hvað sem þarf til þess að koma í veg fyrir að Afganistan verði leikvöllur alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka. Það er ánægjulegt. Við höfum næga trú á viðræðunum til þess að tilkynna um þetta nú,“ sagði Khalilzad aukinheldur. Samkvæmt The New York Times eru níu ár liðin frá því farið var að reyna að koma á friði. Skrefið sem nú hefur verið stigið í átt að stríðslokum er það stærsta á þessum níu árum. Ghani hélt ávarp eftir að Khalilzad hafði upplýst hann um stöðuna. Þar sagði hann að allir erlendir hermenn myndu í framtíðinni yfirgefa Afganistan, en það hefur verið helsta krafa talibana. „Enginn Afgani vill erlendar hersveitir í landinu til frambúðar. Vera þeirra hér á þessari stundu er til komin vegna þess að hún er nauðsynleg. Þessi nauðsyn þarf að vera í sífelldri skoðun og endurskoðun,“ sagði Ghani. Talibanar hafa alla tíð neitað að eiga í viðræðum við afgönsku stjórnina. Álíta hana „strengjabrúðu Bandaríkjanna“. Nú eru þeir hins vegar tilbúnir til viðræðna um leið og föst dagsetning er komin á brotthvarf Bandaríkjahers. Afganistan Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Drög að friðarsamkomulagi í Afganistan Drögin eru afrakstur sex daga viðræðna við fulltrúa talibana í Katar. 28. janúar 2019 14:59 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Samninganefndir Bandaríkjamanna og talibana í Afganistan hafa komist að samkomulagi um ramma utan um friðarsamninga. Talibanar munu samkvæmt því samkomulagi ábyrgjast að hryðjuverkamenn starfi ekki á afganskri grund. Í kjölfarið gæti bandaríski herinn yfirgefið ríkið alfarið ef vopnahléi er komið á og Talibanar mæta til viðræðna við afgönsku ríkisstjórnina. Þetta samkomulag er afrakstur sex daga langra viðræðna í Katar. Zalmay Khalilzad, sem leiðir samninganefnd Bandaríkjanna, sagði í viðtali við The New York Times í höfuðborginni Kabúl að það ætti enn eftir að fylla í ýmsar eyður svo þessi rammi yrði að samningi. „Talibanar hafa skuldbundið sig til að gera hvað sem þarf til þess að koma í veg fyrir að Afganistan verði leikvöllur alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka. Það er ánægjulegt. Við höfum næga trú á viðræðunum til þess að tilkynna um þetta nú,“ sagði Khalilzad aukinheldur. Samkvæmt The New York Times eru níu ár liðin frá því farið var að reyna að koma á friði. Skrefið sem nú hefur verið stigið í átt að stríðslokum er það stærsta á þessum níu árum. Ghani hélt ávarp eftir að Khalilzad hafði upplýst hann um stöðuna. Þar sagði hann að allir erlendir hermenn myndu í framtíðinni yfirgefa Afganistan, en það hefur verið helsta krafa talibana. „Enginn Afgani vill erlendar hersveitir í landinu til frambúðar. Vera þeirra hér á þessari stundu er til komin vegna þess að hún er nauðsynleg. Þessi nauðsyn þarf að vera í sífelldri skoðun og endurskoðun,“ sagði Ghani. Talibanar hafa alla tíð neitað að eiga í viðræðum við afgönsku stjórnina. Álíta hana „strengjabrúðu Bandaríkjanna“. Nú eru þeir hins vegar tilbúnir til viðræðna um leið og föst dagsetning er komin á brotthvarf Bandaríkjahers.
Afganistan Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Drög að friðarsamkomulagi í Afganistan Drögin eru afrakstur sex daga viðræðna við fulltrúa talibana í Katar. 28. janúar 2019 14:59 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Drög að friðarsamkomulagi í Afganistan Drögin eru afrakstur sex daga viðræðna við fulltrúa talibana í Katar. 28. janúar 2019 14:59