Formaður Landssambands lögreglumanna undrandi á ákæru á hendur lögreglumanni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. janúar 2019 20:24 Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, er undrandi á ákæru sem embætti héraðssaksóknara gaf út á hendur lögreglumanni á Suðurlandi. Var lögreglumaðurinn ákærður fyrir gáleysi og brot í starfi með því að hafa ekki beitt lögmætum aðferðum þegar hann þvingaði bíl út af Þjórsárdalsvegi í maí í fyrra. Snorri var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar sagðist hann undrandi á ákærunni þar sem aðferðin sem lögreglumaðurinn hafi beitt sé viðurkennd þegar komi að því að stöðva bifreiðar á flótta undan lögreglu, bæði hérlendis og á öðrum vesturlöndum. Í viðtalinu segir Snorri að maðurinn hafi verið á flótta undan lögreglu og kominn út í almenna umferð. Hann segir augljóst að af því hljóti að skapast hætta og bendir á þann mikla fjölda erlendra ferðamanna á bílaleigubílum sem finna megi í umferðinni, ásamt fleiru. „Ég veit ekki hvernig lögregla á að bregðast við í svona málum í framtíðinni ef að þær starfsaðferðir sem kenndar hafa verið teljast allt í einu vera gáleysi, ég átta mig ekki alveg á því.“ Snorri kveðst ekki þess kunnugur að mál af svipuðum toga hafi ratað dómstólaleiðina og segir lögreglu í fjöldamörg ár hafa beitt þessari aðferð við að stöðva för fólks. Þá staðfestir Snorri að lögreglumaðurinn sem um ræðir hafi hlotið sérþjálfun í hvernig eigi að stöðva för ökutækja sem lögregla veitir eftirför.Ef þetta verður dæmd ólögmæt stöðvun, í hvaða stöðu er lögreglan þá?„Ja, þá er ljóst að það þarf að fara að taka upp einhverjar aðrar vinnuaðferðir við þetta og kenna þær þá ítarlega. Ég veit ekki hvaða aðferðir það ættu að vera sem við gætum verið að taka upp, öðruvísi eða betri en þær sem kenndar eru úti um allan hinn vestræna heim. Ég get bara ekki svarað því,“ sagði Snorri. Viðtalið við Snorra má heyra í heild sinni hér að neðan. Lögreglumál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, er undrandi á ákæru sem embætti héraðssaksóknara gaf út á hendur lögreglumanni á Suðurlandi. Var lögreglumaðurinn ákærður fyrir gáleysi og brot í starfi með því að hafa ekki beitt lögmætum aðferðum þegar hann þvingaði bíl út af Þjórsárdalsvegi í maí í fyrra. Snorri var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar sagðist hann undrandi á ákærunni þar sem aðferðin sem lögreglumaðurinn hafi beitt sé viðurkennd þegar komi að því að stöðva bifreiðar á flótta undan lögreglu, bæði hérlendis og á öðrum vesturlöndum. Í viðtalinu segir Snorri að maðurinn hafi verið á flótta undan lögreglu og kominn út í almenna umferð. Hann segir augljóst að af því hljóti að skapast hætta og bendir á þann mikla fjölda erlendra ferðamanna á bílaleigubílum sem finna megi í umferðinni, ásamt fleiru. „Ég veit ekki hvernig lögregla á að bregðast við í svona málum í framtíðinni ef að þær starfsaðferðir sem kenndar hafa verið teljast allt í einu vera gáleysi, ég átta mig ekki alveg á því.“ Snorri kveðst ekki þess kunnugur að mál af svipuðum toga hafi ratað dómstólaleiðina og segir lögreglu í fjöldamörg ár hafa beitt þessari aðferð við að stöðva för fólks. Þá staðfestir Snorri að lögreglumaðurinn sem um ræðir hafi hlotið sérþjálfun í hvernig eigi að stöðva för ökutækja sem lögregla veitir eftirför.Ef þetta verður dæmd ólögmæt stöðvun, í hvaða stöðu er lögreglan þá?„Ja, þá er ljóst að það þarf að fara að taka upp einhverjar aðrar vinnuaðferðir við þetta og kenna þær þá ítarlega. Ég veit ekki hvaða aðferðir það ættu að vera sem við gætum verið að taka upp, öðruvísi eða betri en þær sem kenndar eru úti um allan hinn vestræna heim. Ég get bara ekki svarað því,“ sagði Snorri. Viðtalið við Snorra má heyra í heild sinni hér að neðan.
Lögreglumál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08