Ófær um að eignast afkvæmi vegna of lítils lims Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. janúar 2019 19:13 Hektor mun að öllum líkindum ekki feðra nein afkvæmi. CEN/Zoo Poznan Nær fimmtugur caiman-krókódíll í Poznan dýragarðinum í Póllandi er ófær um að geta sér afkvæmi sökum óvenjulegs getnaðarlims hans. Krókódíllinn er einfaldlega með of lítinn lim. Krókódíllinn Hektor og maki hans, Luiza, hafa verið saman í dýragarðinum í að verða fimmtíu ár. Á þeim tíma hafa þau margsinnis reynt að fjölga sér en án árangurs. Krókódílaparið hefur fylgst að í gegnum ævina frá því þau komu í dýragarðinn í pólsku borginni árið 1973. Dýrgarðsstarfsfólki hafði lengi verið hulin ráðgáta hvers vegna skriðdýrin tvö hafi ekki getað eignast afkvæmi þar sem parið makist reglulega að sögn starfsfólks og hamagangurinn verði oft slíkur að vatnið í búri dýranna breytist hreinlega í froðu. Vandamál Hektors kom í ljós á dögunum þegar sérfróðir dýralæknar frá Þýskalandi komu til að líta á Hektor, en hann hafði verið lystarlaus og ekki viljað borða. Við skoðun kom í ljós að ekkert amaði að Hektori, en dýralæknarnir tóku þó eftir því að getnaðarlimur hans væri of lítill til þess að hann gæti getið afkvæmi. Í ofanálag við vandamál Hektors er parið nú talið of gamalt til þess að geta afkvæmi. Því verða Hektor og Luiza að láta sér félagsskap hvors annars nægja. Ekki er líklegt að afkvæmaleysið trufli þau skötuhjúin mikið, en þau eru afar hænd hvort að öðru miðað við tegund. Nánast óþekkt er að caiman-krókódílar makist til lífstíðar í sínu náttúrulega umhverfi.Hektor og Luiza hafa fylgst að í tæp fimmtíu ár.CEN/Zoo Poznan Dýr Pólland Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira
Nær fimmtugur caiman-krókódíll í Poznan dýragarðinum í Póllandi er ófær um að geta sér afkvæmi sökum óvenjulegs getnaðarlims hans. Krókódíllinn er einfaldlega með of lítinn lim. Krókódíllinn Hektor og maki hans, Luiza, hafa verið saman í dýragarðinum í að verða fimmtíu ár. Á þeim tíma hafa þau margsinnis reynt að fjölga sér en án árangurs. Krókódílaparið hefur fylgst að í gegnum ævina frá því þau komu í dýragarðinn í pólsku borginni árið 1973. Dýrgarðsstarfsfólki hafði lengi verið hulin ráðgáta hvers vegna skriðdýrin tvö hafi ekki getað eignast afkvæmi þar sem parið makist reglulega að sögn starfsfólks og hamagangurinn verði oft slíkur að vatnið í búri dýranna breytist hreinlega í froðu. Vandamál Hektors kom í ljós á dögunum þegar sérfróðir dýralæknar frá Þýskalandi komu til að líta á Hektor, en hann hafði verið lystarlaus og ekki viljað borða. Við skoðun kom í ljós að ekkert amaði að Hektori, en dýralæknarnir tóku þó eftir því að getnaðarlimur hans væri of lítill til þess að hann gæti getið afkvæmi. Í ofanálag við vandamál Hektors er parið nú talið of gamalt til þess að geta afkvæmi. Því verða Hektor og Luiza að láta sér félagsskap hvors annars nægja. Ekki er líklegt að afkvæmaleysið trufli þau skötuhjúin mikið, en þau eru afar hænd hvort að öðru miðað við tegund. Nánast óþekkt er að caiman-krókódílar makist til lífstíðar í sínu náttúrulega umhverfi.Hektor og Luiza hafa fylgst að í tæp fimmtíu ár.CEN/Zoo Poznan
Dýr Pólland Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira