Matvælalandið „Ýmis lönd“ Margrét Gísladóttir skrifar 28. janúar 2019 07:00 „Neytendur eiga rétt á því, einnig á veitingastöðum, að fá að vita frá hvaða landi maturinn kemur og það án þess að þurfa að spyrja.“ Þetta segir Jari Leppä, landbúnaðarráðherra Finnlands, en í maímánuði munu nýjar reglur taka gildi í Finnlandi sem skikka alla þá sem selja kjöt í landinu til að upplýsa neytendur um uppruna kjötsins. Var ákveðið að fara þessa leið í framhaldi af könnun sem gerð var fyrir ríkisstjórnina þar í landi þar sem 80% aðspurðra svöruðu því til að uppruni kjötsins skipti þá miklu máli og álíka hátt hlutfall vildi hafa vöruna merkta svo ekki þyrfti að spyrja um upprunann. Nýju reglurnar kveða á um að allir veitingastaðir þurfa að merkja með skýrum hætti hvaðan það kjöt og sá fiskur sem þeir bjóða upp á komi. Er sérstaklega tekið fram í reglunum að merkingarnar eigi að vera svo skýrar og aðgengilegar að fólk eigi ekki að þurfa að spyrja um upprunann. Um allnokkurt skeið hafa talsmenn íslenskra bænda bent á mikilvægi þess að upprunamerkingar séu skýrar og auðsjáanlegar og séu ekki einungis fyrir augum neytenda í verslunum heldur einnig í mötuneytum og á veitingastöðum. Samkvæmt könnun Gallup í ágúst 2016 skiptir uppruni landbúnaðarafurða íslenska neytendur síður minna máli en finnska en þá svöruðu 82,2% því að þeir veldu eingöngu, mun frekar eða frekar íslenskt kjöt en erlent þegar verslað er og 88,3% sögðu það skipta öllu, mjög miklu eða frekar miklu máli að upplýsingar um uppruna væru á umbúðunum.Ekki krafa um upprunamerkingar á veitingastöðum og mötuneytum á Íslandi Krafa er um upprunamerkingar matvæla í verslunum hér á landi og er það vel. Mér sem neytanda finnst það reyndar lágmarkskrafa. Þannig geta neytendur tekið upplýst val um hvaða vörur fara í innkaupakerruna og verður boðið upp á innan veggja heimilisins. Það hafa þó komið upp dæmi um merkingar eins og „Upprunaland: Ýmis lönd“ og afar illsjáanlega og jafnvel villandi framsetningu upplýsinga á hinum ýmsu vörum. Það er því ljóst að betur má ef duga skal. Þótt málin séu að þokast í rétta átt innan verslunarinnar þá gildir hið sama hins vegar ekki um veitingastaði og mötuneyti, þó svo ákveðnir veitingastaðir gangi fram með góðu fordæmi og hafi tekið slíkar merkingar upp af sjálfsdáðum. Án upplýsinga um uppruna höfum við lítið um það að segja hvað við látum ofan í okkur í þau skipti sem borðað er utan veggja heimilisins. Sjálfsagður réttur að vita hvaðan maturinn kemur Það er nánast sama við hvern er talað; stjórnmálafólk úr öllum flokkum, verslunarfólk, veitingafólk, neytendur, bændur, það eru allir sammála um að upprunamerkingar séu eðlileg krafa. Með aukinni vitund neytenda um kolefnisspor, lyfjanotkun í framleiðslu, dýravelferð og fleira höfum við sífellt breiðari grunn til að byggja val okkar á. Auðvitað skiptir það margan neytandann miklu máli hvort upprunaland sé Ísland eða „Ýmis lönd“. Því tel ég það einungis tímaspursmál hvenær við sjáum álíka reglur hér á landi og Finnar hafa nú sett sér. Neytendur eiga alltaf að hafa möguleikann á að taka upplýst val þegar matvæli eru keypt, óháð því hvar maturinn er keyptur.Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
„Neytendur eiga rétt á því, einnig á veitingastöðum, að fá að vita frá hvaða landi maturinn kemur og það án þess að þurfa að spyrja.“ Þetta segir Jari Leppä, landbúnaðarráðherra Finnlands, en í maímánuði munu nýjar reglur taka gildi í Finnlandi sem skikka alla þá sem selja kjöt í landinu til að upplýsa neytendur um uppruna kjötsins. Var ákveðið að fara þessa leið í framhaldi af könnun sem gerð var fyrir ríkisstjórnina þar í landi þar sem 80% aðspurðra svöruðu því til að uppruni kjötsins skipti þá miklu máli og álíka hátt hlutfall vildi hafa vöruna merkta svo ekki þyrfti að spyrja um upprunann. Nýju reglurnar kveða á um að allir veitingastaðir þurfa að merkja með skýrum hætti hvaðan það kjöt og sá fiskur sem þeir bjóða upp á komi. Er sérstaklega tekið fram í reglunum að merkingarnar eigi að vera svo skýrar og aðgengilegar að fólk eigi ekki að þurfa að spyrja um upprunann. Um allnokkurt skeið hafa talsmenn íslenskra bænda bent á mikilvægi þess að upprunamerkingar séu skýrar og auðsjáanlegar og séu ekki einungis fyrir augum neytenda í verslunum heldur einnig í mötuneytum og á veitingastöðum. Samkvæmt könnun Gallup í ágúst 2016 skiptir uppruni landbúnaðarafurða íslenska neytendur síður minna máli en finnska en þá svöruðu 82,2% því að þeir veldu eingöngu, mun frekar eða frekar íslenskt kjöt en erlent þegar verslað er og 88,3% sögðu það skipta öllu, mjög miklu eða frekar miklu máli að upplýsingar um uppruna væru á umbúðunum.Ekki krafa um upprunamerkingar á veitingastöðum og mötuneytum á Íslandi Krafa er um upprunamerkingar matvæla í verslunum hér á landi og er það vel. Mér sem neytanda finnst það reyndar lágmarkskrafa. Þannig geta neytendur tekið upplýst val um hvaða vörur fara í innkaupakerruna og verður boðið upp á innan veggja heimilisins. Það hafa þó komið upp dæmi um merkingar eins og „Upprunaland: Ýmis lönd“ og afar illsjáanlega og jafnvel villandi framsetningu upplýsinga á hinum ýmsu vörum. Það er því ljóst að betur má ef duga skal. Þótt málin séu að þokast í rétta átt innan verslunarinnar þá gildir hið sama hins vegar ekki um veitingastaði og mötuneyti, þó svo ákveðnir veitingastaðir gangi fram með góðu fordæmi og hafi tekið slíkar merkingar upp af sjálfsdáðum. Án upplýsinga um uppruna höfum við lítið um það að segja hvað við látum ofan í okkur í þau skipti sem borðað er utan veggja heimilisins. Sjálfsagður réttur að vita hvaðan maturinn kemur Það er nánast sama við hvern er talað; stjórnmálafólk úr öllum flokkum, verslunarfólk, veitingafólk, neytendur, bændur, það eru allir sammála um að upprunamerkingar séu eðlileg krafa. Með aukinni vitund neytenda um kolefnisspor, lyfjanotkun í framleiðslu, dýravelferð og fleira höfum við sífellt breiðari grunn til að byggja val okkar á. Auðvitað skiptir það margan neytandann miklu máli hvort upprunaland sé Ísland eða „Ýmis lönd“. Því tel ég það einungis tímaspursmál hvenær við sjáum álíka reglur hér á landi og Finnar hafa nú sett sér. Neytendur eiga alltaf að hafa möguleikann á að taka upplýst val þegar matvæli eru keypt, óháð því hvar maturinn er keyptur.Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun