Innlent

Sameinað stéttarfélag heitir Sameyki

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Á aðalfundi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR sem fór fram í dag voru ný lög samþykkt og fallist á nýtt heiti félagsins; Sameyki stéttarfélag.
Á aðalfundi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR sem fór fram í dag voru ný lög samþykkt og fallist á nýtt heiti félagsins; Sameyki stéttarfélag. Sameyki
Á aðalfundi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR sem fór fram í dag voru ný lög samþykkt og fallist á nýtt heiti félagsins; Sameyki stéttarfélag.

Alls barst 291 tillaga að heiti félags frá hátt í tvö hundruð félagsmönnum. Dómnefnd var skipuð fimm fulltrúum, tveimur frá hvoru félagi auk ráðgjafa frá auglýsingastofu. Dómnefndin skilaði nokkrum tillögum til stjórnarinnar sem í framhaldinu lagði til nafnið Sameyki stéttarfélag. Tillagan var samþykkt með þorra atkvæða en Margrét Högnadóttir lagði nafnið til upphaflega.

Ákveðið var félögin skyldu sameinuð í byrjun nóvember á síðasta ári að lokinni allsherjaratkvæðagreiðslu.

Höfuðmarkmiðið með sameiningunni er „að verða enn sterkari í kjara-og hagsmunabaráttunni og auka þjónustu við félagsmenn,“ eins og fram kemur í yfirlýsingu frá Sameyki.

Eftir sameiningu eru félagsmenn um ellefu þúsund talsins og starfa þeir við almannaþjónustu hjá ríki, borg, sveitarfélögum og fyrirtækjum í meirihlutaeigu opinberra aðila. Stéttarfélagið er því hið fjölmennasta á opinberum markaði og munu fulltrúar þess gera kjarasamninga við 18 viðsemjendur en meirihluti samninga verða lausir í lok mars.

Formaður Sameykis stéttarfélags er Árni Stefán Jónsson sem áður var formaður SFR og Garðar Hilmarsson, sem áður var formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar er varaformaður félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×