Siðanefndin Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 26. janúar 2019 08:00 Sjaldgæft er að nefndarstarf fangi athygli almennings. Á þessu eru þó undantekningar, siðanefnd Alþingis er lent í hringiðu umræðunnar, áður en hún hefur tekið til starfa. Reyndar er vandræðagangur Alþingis við að koma málum til siðanefndarinnar algert bíó, hef kveikt á Alþingisrásinni, kók og popp með. En hvert er hlutverk og tilgangur siðanefndarinnar? Hún hefur ekkert vald til að gera eitt eða neitt, eina sem hún á að gera er að taka afstöðu til þess hvort þingmenn hagi sér siðlega. En fyrir hvern er sú niðurstaða fengin? Er það virkilega svo að kjósendur þurfi sérstaka fræðinganefnd til að finna út úr því hvort t.d. siðlaust fyllirísraus þingmanna á bar sé siðlaust eða ekki? Ég held að almenningur sé fullfær um að leggja mat á siðferði þingmanna og láta skoðun sína í ljós í kosningum. Þetta er hluti af því sem í daglegu tali er kallað lýðræði og það þarf enga nefnd á vegum Alþingis til að útskýra siðferði fyrir almenningi. Siðferði sérfræðinganna er hvorki dýpra né merkilegra en siðferðisvitund almennings. En það verður samt spennandi að fylgjast með störfum siðanefndarinnar. Mun hún t.d. komast að þeirri niðurstöðu að almennt séð hafi Klausturstalið verið ósiðlegt eða mun nefndin fara yfir einstök ummæli og meta þau sérstaklega? Þetta skiptir máli því nú liggur fyrir krafa um að siðanefndin taki á því hvort þingmenn Pírata megi þjófkenna aðra þingmenn, má segja þjófur? Kannski birtir nefndin lista yfir þau orð sem þingmenn mega ekki nota hverjir um aðra á opinberum vettvangi. Það yrði áhugavert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Sjaldgæft er að nefndarstarf fangi athygli almennings. Á þessu eru þó undantekningar, siðanefnd Alþingis er lent í hringiðu umræðunnar, áður en hún hefur tekið til starfa. Reyndar er vandræðagangur Alþingis við að koma málum til siðanefndarinnar algert bíó, hef kveikt á Alþingisrásinni, kók og popp með. En hvert er hlutverk og tilgangur siðanefndarinnar? Hún hefur ekkert vald til að gera eitt eða neitt, eina sem hún á að gera er að taka afstöðu til þess hvort þingmenn hagi sér siðlega. En fyrir hvern er sú niðurstaða fengin? Er það virkilega svo að kjósendur þurfi sérstaka fræðinganefnd til að finna út úr því hvort t.d. siðlaust fyllirísraus þingmanna á bar sé siðlaust eða ekki? Ég held að almenningur sé fullfær um að leggja mat á siðferði þingmanna og láta skoðun sína í ljós í kosningum. Þetta er hluti af því sem í daglegu tali er kallað lýðræði og það þarf enga nefnd á vegum Alþingis til að útskýra siðferði fyrir almenningi. Siðferði sérfræðinganna er hvorki dýpra né merkilegra en siðferðisvitund almennings. En það verður samt spennandi að fylgjast með störfum siðanefndarinnar. Mun hún t.d. komast að þeirri niðurstöðu að almennt séð hafi Klausturstalið verið ósiðlegt eða mun nefndin fara yfir einstök ummæli og meta þau sérstaklega? Þetta skiptir máli því nú liggur fyrir krafa um að siðanefndin taki á því hvort þingmenn Pírata megi þjófkenna aðra þingmenn, má segja þjófur? Kannski birtir nefndin lista yfir þau orð sem þingmenn mega ekki nota hverjir um aðra á opinberum vettvangi. Það yrði áhugavert.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar