Greint er frá því á vef norska ríkisútvarpsins NRK að Ingrid hafi eitt sinn verið kærasta Alexander Rybak sem vann Eurovision árið 2009 með lagið Fairytale. Norskir fjölmiðlar greindu frá því árið 2009 að lagið væri um Ingrid en þau voru kærustupar þegar þau voru á sama tíma við nám í tónlistarskólanum Barrat Due Institute of Music í Osló.
Hefur Rybak staðfest þetta sjálfur.
Keppendurnir í norsku undankeppninni eru:
- DSound
- Chris Medina
- Carina Dahl
- Anna-Lisa Kumoji
- Foreign Bratland
- Adrian Jørgensen
- KEiiNO
- Kjetil Mørland
- Ingrid Berg Mehus
- Hank von Hell