Kína lokaði fyrir þúsundir smáforrita Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. janúar 2019 07:00 Trúlega lítur lyklaborð kínverskra ritskoðenda þó ekki út eins og á myndinni. Nordicphotos/Getty Veraldarvefsstofnun Kína (CAC) tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði að undanförnu eytt sjö milljónum innleggja á veraldarvefnum og nærri 10.000 öppum. Þetta var gert í átaki gegn „óásættanlegum og skaðlegum“ upplýsingum sem hófst í mánuðinum. Aukinheldur hefur verið lokað fyrir 733 vefsíður. Ritskoðun á kínverska veraldarvefnum er ekki nýtt fyrirbæri. Lokað er fyrir fjölda þeirra vefsíðna sem Vesturlandabúar venja komur sínar á. Talað er um „Vefkínamúrinn“ (e. Great Firewall of China) í þessu samhengi. Athugaverðasta dæmi undanfarinna missera var ef til vill þegar efni tengt hinum geðþekka Bangsímon var bannað þar sem Kínverjar höfðu dregið dár að forsetanum Xi Jinping með því að líkja honum við teiknimyndabjörninn vinsæla. Tæknirisinn Tencent, þekkt fyrri tölvuleiki á borð við League of Legends og á að auki hluta í Fortnite, fékk slæma útreið í yfirlýsingu CAC í gær. Kínverska stofnunin sagðist hafa lokað fyrir fréttaappið Tiantian Kuiabao vegna þess að þar hefði „groddalegum og lágkúrulegum upplýsingum sem skaða vistkerfi veraldarvefsins“ verið dreift. Birtist í Fréttablaðinu Kína Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Veraldarvefsstofnun Kína (CAC) tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði að undanförnu eytt sjö milljónum innleggja á veraldarvefnum og nærri 10.000 öppum. Þetta var gert í átaki gegn „óásættanlegum og skaðlegum“ upplýsingum sem hófst í mánuðinum. Aukinheldur hefur verið lokað fyrir 733 vefsíður. Ritskoðun á kínverska veraldarvefnum er ekki nýtt fyrirbæri. Lokað er fyrir fjölda þeirra vefsíðna sem Vesturlandabúar venja komur sínar á. Talað er um „Vefkínamúrinn“ (e. Great Firewall of China) í þessu samhengi. Athugaverðasta dæmi undanfarinna missera var ef til vill þegar efni tengt hinum geðþekka Bangsímon var bannað þar sem Kínverjar höfðu dregið dár að forsetanum Xi Jinping með því að líkja honum við teiknimyndabjörninn vinsæla. Tæknirisinn Tencent, þekkt fyrri tölvuleiki á borð við League of Legends og á að auki hluta í Fortnite, fékk slæma útreið í yfirlýsingu CAC í gær. Kínverska stofnunin sagðist hafa lokað fyrir fréttaappið Tiantian Kuiabao vegna þess að þar hefði „groddalegum og lágkúrulegum upplýsingum sem skaða vistkerfi veraldarvefsins“ verið dreift.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira