Skúli fógeti loki hótelinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. janúar 2019 06:15 Forstöðumaður Minjastofnunar sagði stofnuna geta fært styttuna af Skúla fógeta fyrir inngang hótelsins. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Forstjóri Minjastofnunnar varaði hótelbyggjendur á Landsímareitnum við því að að Minjastofnun geti látið færa styttuna af Skúla fógeta og sett hana fyrir inngang hótelsins verði hann um Víkurgarð. Ágreiningur hefur verið um fyrirhugaðan inngang hótelsins og viðraði forstjórinn möguleikann á að beita styttunni með þessum hætti á fundi með fulltrúum Lindarvatns um inngangságreininginn sem haldinn var í lok október. Er ummælanna getið í fundargerð um fundinn. „Hún virðist aðallega vera að láta okkur vita af því að hún geti gripið til þessa ráðs ef við færum ekki innganginn eins og hún óskar eftir,“ segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, og furðar sig á því að forstöðumaður ríkisstofnunar geti viðhaft ummæli sem þessi og veltir fyrir sér hvort þetta sé til marks um vandaða stjórnsýsluhætti. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstjóri Minjastofnunar, vildi ekki tjá sig um málefni Víkurgarðs þegar Fréttablaðið óskaði viðbragða hennar. Hún vísaði til skyndifriðunar sem stofnunin lagði á þann hluta Víkurgarðs sem er innan byggingareits Lindarvatns vegna hins fyrirhugaða inngangs og sagðist ekki tjá sig um málið fyrr en að skyndifriðun lokinni. Þegar blaðamaður óskaði eftir að fá að gera grein fyrir efni fréttarinnar baðst hún undan upplýsingum þar að lútandi. „Veistu mig langar ekki að vita það og ég ætla ekki að tjá mig um það.“Minjastofnun neitar að taka við sáttaboðum Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, segir að eftir að Minjastofnun skyndifriðaði þann hluta Víkurgarðs sem er innan byggingarreits félagsins á Landsímareitnum hafi félagið reynt að verða við ýtrustu kröfum Minjastofnunar um að færa inngang fyrirhugaðrar hótelbyggingar. „Við fórum með tillögu á fund Minjastofnunar núna 14. janúar sem er alveg eins og krafan sem Minjastofnun bar upp á fundinum í október þegar þau báðu um að þessi inngangur yrði færður og settur inn í horn garðsins. Við töldum að við værum að fallast á þeirra ýtrustu kröfur en í staðinn fyrir að þessu væri vel tekið var okkur eiginlega vísað á dyr. Minjastofnun tók ekki við erindinu og sagðist ekki vilja tjá sig um það að neinu leyti.“ Jóhannes segir umræðuna um nýtingu garðsins hina undarlegustu og Minjastofnun sé í rauninni að taka sér ákveðið skipulagsvald, hún sé að stíga á tær borgaryfirvalda sem fari með skipulagsvaldið. „Minjastofnun vill að það verði þarna aftur kirkjugarður og hefur jafnvel nefnt að það eigi að girða hann af, leggst gegn því að torgið verði notað undir matarmarkað og veitingasöluvagna og vill helst bægja mannlífi frá garðinum en það er í algjöru ósamræmi við skipulagið þarna af því að það kveður á um að þarna eigi að vera lifandi opið svæði og fólk geti setið þarna úti á góðviðrisdögum og notið borgarinnar.“ Skyndifriðunin er í gildi til 18. febrúar og gæti endað á borði mennta- og menningarmálaráðherra, óski Minjastofnun eftir því að svæðið verði friðað. „Málið er hjá Minjastofnun núna og gæti komið til ráðuneytisins og því ekki eðlilegt að ég tjái mig um það að svo stöddu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Víkurgarður Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
Forstjóri Minjastofnunnar varaði hótelbyggjendur á Landsímareitnum við því að að Minjastofnun geti látið færa styttuna af Skúla fógeta og sett hana fyrir inngang hótelsins verði hann um Víkurgarð. Ágreiningur hefur verið um fyrirhugaðan inngang hótelsins og viðraði forstjórinn möguleikann á að beita styttunni með þessum hætti á fundi með fulltrúum Lindarvatns um inngangságreininginn sem haldinn var í lok október. Er ummælanna getið í fundargerð um fundinn. „Hún virðist aðallega vera að láta okkur vita af því að hún geti gripið til þessa ráðs ef við færum ekki innganginn eins og hún óskar eftir,“ segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, og furðar sig á því að forstöðumaður ríkisstofnunar geti viðhaft ummæli sem þessi og veltir fyrir sér hvort þetta sé til marks um vandaða stjórnsýsluhætti. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstjóri Minjastofnunar, vildi ekki tjá sig um málefni Víkurgarðs þegar Fréttablaðið óskaði viðbragða hennar. Hún vísaði til skyndifriðunar sem stofnunin lagði á þann hluta Víkurgarðs sem er innan byggingareits Lindarvatns vegna hins fyrirhugaða inngangs og sagðist ekki tjá sig um málið fyrr en að skyndifriðun lokinni. Þegar blaðamaður óskaði eftir að fá að gera grein fyrir efni fréttarinnar baðst hún undan upplýsingum þar að lútandi. „Veistu mig langar ekki að vita það og ég ætla ekki að tjá mig um það.“Minjastofnun neitar að taka við sáttaboðum Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, segir að eftir að Minjastofnun skyndifriðaði þann hluta Víkurgarðs sem er innan byggingarreits félagsins á Landsímareitnum hafi félagið reynt að verða við ýtrustu kröfum Minjastofnunar um að færa inngang fyrirhugaðrar hótelbyggingar. „Við fórum með tillögu á fund Minjastofnunar núna 14. janúar sem er alveg eins og krafan sem Minjastofnun bar upp á fundinum í október þegar þau báðu um að þessi inngangur yrði færður og settur inn í horn garðsins. Við töldum að við værum að fallast á þeirra ýtrustu kröfur en í staðinn fyrir að þessu væri vel tekið var okkur eiginlega vísað á dyr. Minjastofnun tók ekki við erindinu og sagðist ekki vilja tjá sig um það að neinu leyti.“ Jóhannes segir umræðuna um nýtingu garðsins hina undarlegustu og Minjastofnun sé í rauninni að taka sér ákveðið skipulagsvald, hún sé að stíga á tær borgaryfirvalda sem fari með skipulagsvaldið. „Minjastofnun vill að það verði þarna aftur kirkjugarður og hefur jafnvel nefnt að það eigi að girða hann af, leggst gegn því að torgið verði notað undir matarmarkað og veitingasöluvagna og vill helst bægja mannlífi frá garðinum en það er í algjöru ósamræmi við skipulagið þarna af því að það kveður á um að þarna eigi að vera lifandi opið svæði og fólk geti setið þarna úti á góðviðrisdögum og notið borgarinnar.“ Skyndifriðunin er í gildi til 18. febrúar og gæti endað á borði mennta- og menningarmálaráðherra, óski Minjastofnun eftir því að svæðið verði friðað. „Málið er hjá Minjastofnun núna og gæti komið til ráðuneytisins og því ekki eðlilegt að ég tjái mig um það að svo stöddu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Víkurgarður Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira