Langreyðar lentu í hættuflokki yrði farið að ráðum Hagfræðistofnunar Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2019 17:41 Drepa þyrftu allt að 16.000 langreyðar til að ná fram aukningu á aflaverðmætum sem Hagfræðistofnun telur hægt að ná með hvalveiðum. Vísir/Vilhelm Yrði farið að ráðum í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða lenti langreyðarstofninn í hættuflokki við Ísland. Náttúrufræðistofnun Íslands segir að misskilnings gæti í skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu hvala á válista. Í athugasemd við skýrslu Hagfræðistofnunar sem birt er á vef Náttúrufræðistofnunar segir að í umfjöllun um búrhval megi skilja að tegundin sé ekki í hættu og veiðar á henni séu því ákjósanlegar. Sú sé þó ekki raunin heldur skorti gögn til að unnt sé að meta ástand stofnsins við Ísland með vissu. Búrhvalur sé þannig í flokknum „gögn vantar“ á svæðisbundnum válista fyrir íslensk spendýr Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN). Tegundin er talin í „nokkurri hættu“ á heimsvísu. Þá bendir Náttúrufræðistofnun á að í skýrslu Hagfræðistofnunar sé fullyrt að auka megi útflutningstekjur Íslendinga með því að auka veiðar á hrefnu og langreyði. Ef stofnarnir væru 40% minni væri hægt að auka verðmæti afla Íslendinga um á annan tug milljarða króna á ári, eingöngu vegna beins afráns. Náttúrufræðistofnun segir að langreyðarstofninn sé talinn um 40.000 dýr og í sögulegu hámarki um þessar mundir. Tegundin sé talin í „nokkurri hættu“ á heimsválista IUCN en hvorki langreyður né hrefna teljist í hættu við Ísland. „Náttúrufræðistofnun Íslands vekur athygli á því að fækkun af þeirri stærðargráðu sem hér er nefnd, myndi breyta stöðu langreyðar á válista og tegundin yrði metin í hættuflokk við Ísland. Til að setja hlutföllin í tölulegt samhengi þá þýðir framangreint að veidd yrðu allt að 16.000 dýr,“ segir í athugasemd Náttúrfræðistofnunar. Hvalveiðar Tengdar fréttir Mat í skýrslu um áhrif hvalveiða of varfærið Hagfræðingur sem vann að skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða svarar gagnrýni um skýrsluna þannig að fáir hafi gagnrýnt hana efnislega. 19. janúar 2019 13:00 Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Segir skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar eins og Morfísverkefni Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands telur að niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefðu verið ákveðnar fyrir fram. 17. janúar 2019 21:32 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Yrði farið að ráðum í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða lenti langreyðarstofninn í hættuflokki við Ísland. Náttúrufræðistofnun Íslands segir að misskilnings gæti í skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu hvala á válista. Í athugasemd við skýrslu Hagfræðistofnunar sem birt er á vef Náttúrufræðistofnunar segir að í umfjöllun um búrhval megi skilja að tegundin sé ekki í hættu og veiðar á henni séu því ákjósanlegar. Sú sé þó ekki raunin heldur skorti gögn til að unnt sé að meta ástand stofnsins við Ísland með vissu. Búrhvalur sé þannig í flokknum „gögn vantar“ á svæðisbundnum válista fyrir íslensk spendýr Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN). Tegundin er talin í „nokkurri hættu“ á heimsvísu. Þá bendir Náttúrufræðistofnun á að í skýrslu Hagfræðistofnunar sé fullyrt að auka megi útflutningstekjur Íslendinga með því að auka veiðar á hrefnu og langreyði. Ef stofnarnir væru 40% minni væri hægt að auka verðmæti afla Íslendinga um á annan tug milljarða króna á ári, eingöngu vegna beins afráns. Náttúrufræðistofnun segir að langreyðarstofninn sé talinn um 40.000 dýr og í sögulegu hámarki um þessar mundir. Tegundin sé talin í „nokkurri hættu“ á heimsválista IUCN en hvorki langreyður né hrefna teljist í hættu við Ísland. „Náttúrufræðistofnun Íslands vekur athygli á því að fækkun af þeirri stærðargráðu sem hér er nefnd, myndi breyta stöðu langreyðar á válista og tegundin yrði metin í hættuflokk við Ísland. Til að setja hlutföllin í tölulegt samhengi þá þýðir framangreint að veidd yrðu allt að 16.000 dýr,“ segir í athugasemd Náttúrfræðistofnunar.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Mat í skýrslu um áhrif hvalveiða of varfærið Hagfræðingur sem vann að skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða svarar gagnrýni um skýrsluna þannig að fáir hafi gagnrýnt hana efnislega. 19. janúar 2019 13:00 Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Segir skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar eins og Morfísverkefni Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands telur að niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefðu verið ákveðnar fyrir fram. 17. janúar 2019 21:32 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Mat í skýrslu um áhrif hvalveiða of varfærið Hagfræðingur sem vann að skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða svarar gagnrýni um skýrsluna þannig að fáir hafi gagnrýnt hana efnislega. 19. janúar 2019 13:00
Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00
Segir skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar eins og Morfísverkefni Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands telur að niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefðu verið ákveðnar fyrir fram. 17. janúar 2019 21:32