Móðir orðlaus að mynd um morðið á syni hennar hafi verið tilnefnd til Óskars Birgir Olgeirsson skrifar 23. janúar 2019 11:23 Jon Venables og Robert Thompson voru dæmdir fyrir morðið á hinum tveggja ára James Bulger. Vísir/Getty Móðir James Bulger, sem var tveggja ára gamall þegar hann var myrtur árið 1993, hefur gagnrýnt harðlega að leikin mynd um málið hafi verið tilnefnd til Óskarsverðlauna. Myndin heitir Detainment og er tilnefnd í flokki stuttmynda. Hún er þrjátíu mínútur að lengd og styðst við yfirheyrslu lögreglu yfir drengjunum tveimur sem voru tíu ára gamlir þegar þeir myrtu Bulger í Merseyside á Englandi. „Ég á erfitt með að koma í orð hversu misboðið mér er að þessi svokallaða mynd hafi verið gerð og tilnefnd til Óskarsverðlauna,“ sagði Denise Fergus á Twitter. This is all I want to say at present. pic.twitter.com/GbyshtVoa9— Denise Fergus (@Denise_fergus) January 22, 2019 Leikstjóri myndarinnar er Írinn Vincent Lambe sem hefur beðið Fergus afsökunar á að hafa ekki tilkynnt henni nógu snemma að hann ætlaði að gera myndina og beðið hana afsökunar á því hversu slæm áhrif gerð þessarar myndar hefur haft á sálarlíf hennar. Rúmlega 90 þúsund manns lögðu nafn sitt við áskorun þar sem Óskarsakademían var hvött til að dæma myndina úr leik. Ekki var orðið við þeirri áskorun og myndin tilnefnd til verðlauna. Eftir að tilkynnt var um tilnefninguna óskaði forseti Írlands, Michael D. Higgins, írskum kvikmyndagerðarmönnunum sem voru áberandi í tilnefningum til hamingju. Þar á meðal þeim sem komu að myndunum The Favourite, Late Afternoon og Detainment. "All those who appreciate Irish creativity will welcome the shortlist for the 2019 Oscars, which includes many Irish nominees. I send my congratulations to Robbie Ryan and to the teams behind The Favourite, Late Afternoon and Detainment, who all fully deserve this recognition."— President of Ireland (@PresidentIRL) January 22, 2019 Fergus sagði í viðtali í síðasta mánuði að hún teldi leikstjórann Vincent Lambe vera að nýta sér þennan harm til að koma sér á framfæri í kvikmyndageiranum. Hún hvatti fólk einnig til að hunsa þessa mynd algjörlega þar sem hún hefði verið gerð í óþökk aðstandenda. Hún hefur talað fyrir því að drengirnir sem myrtu son hennar fái harðari refsingu en þeir voru dæmdir til átta ára fangelsisvistar. Vincent Lambe hafði áður tjáð sig við BBC um myndina en hann sagðist ekki búast við því að fjölskyldu Bulgers þætti þessi mynd þægileg þar sem morðingjar Bulgers væru sýndir í mannlegu ljósi. „Ég vona samt að þau skilji hvers vegna myndin var gerð. Hún var gerð til að reyna að skilja hvers vegna 10 ára gamlir drengir fremja svona hræðilegan glæp. Ég er þeirrar skoðunar að ef við skiljum ekki af hverju þá eru líkur á að þetta gerist aftur,“ sagði Lambe. Hann bætti við að myndin hefði ekki verið gerð með von um fjárhagslegan gróða og hafði enginn það í huga við gerð hennar. Bretland England Morðið á James Bulger Óskarinn Tengdar fréttir Óskarinn: Hverjir komu á óvart, hverjir vinna og hverjir voru hunsaðir? Farið yfir tilnefningarnar til Óskarsverðlauna í ár. 23. janúar 2019 11:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Móðir James Bulger, sem var tveggja ára gamall þegar hann var myrtur árið 1993, hefur gagnrýnt harðlega að leikin mynd um málið hafi verið tilnefnd til Óskarsverðlauna. Myndin heitir Detainment og er tilnefnd í flokki stuttmynda. Hún er þrjátíu mínútur að lengd og styðst við yfirheyrslu lögreglu yfir drengjunum tveimur sem voru tíu ára gamlir þegar þeir myrtu Bulger í Merseyside á Englandi. „Ég á erfitt með að koma í orð hversu misboðið mér er að þessi svokallaða mynd hafi verið gerð og tilnefnd til Óskarsverðlauna,“ sagði Denise Fergus á Twitter. This is all I want to say at present. pic.twitter.com/GbyshtVoa9— Denise Fergus (@Denise_fergus) January 22, 2019 Leikstjóri myndarinnar er Írinn Vincent Lambe sem hefur beðið Fergus afsökunar á að hafa ekki tilkynnt henni nógu snemma að hann ætlaði að gera myndina og beðið hana afsökunar á því hversu slæm áhrif gerð þessarar myndar hefur haft á sálarlíf hennar. Rúmlega 90 þúsund manns lögðu nafn sitt við áskorun þar sem Óskarsakademían var hvött til að dæma myndina úr leik. Ekki var orðið við þeirri áskorun og myndin tilnefnd til verðlauna. Eftir að tilkynnt var um tilnefninguna óskaði forseti Írlands, Michael D. Higgins, írskum kvikmyndagerðarmönnunum sem voru áberandi í tilnefningum til hamingju. Þar á meðal þeim sem komu að myndunum The Favourite, Late Afternoon og Detainment. "All those who appreciate Irish creativity will welcome the shortlist for the 2019 Oscars, which includes many Irish nominees. I send my congratulations to Robbie Ryan and to the teams behind The Favourite, Late Afternoon and Detainment, who all fully deserve this recognition."— President of Ireland (@PresidentIRL) January 22, 2019 Fergus sagði í viðtali í síðasta mánuði að hún teldi leikstjórann Vincent Lambe vera að nýta sér þennan harm til að koma sér á framfæri í kvikmyndageiranum. Hún hvatti fólk einnig til að hunsa þessa mynd algjörlega þar sem hún hefði verið gerð í óþökk aðstandenda. Hún hefur talað fyrir því að drengirnir sem myrtu son hennar fái harðari refsingu en þeir voru dæmdir til átta ára fangelsisvistar. Vincent Lambe hafði áður tjáð sig við BBC um myndina en hann sagðist ekki búast við því að fjölskyldu Bulgers þætti þessi mynd þægileg þar sem morðingjar Bulgers væru sýndir í mannlegu ljósi. „Ég vona samt að þau skilji hvers vegna myndin var gerð. Hún var gerð til að reyna að skilja hvers vegna 10 ára gamlir drengir fremja svona hræðilegan glæp. Ég er þeirrar skoðunar að ef við skiljum ekki af hverju þá eru líkur á að þetta gerist aftur,“ sagði Lambe. Hann bætti við að myndin hefði ekki verið gerð með von um fjárhagslegan gróða og hafði enginn það í huga við gerð hennar.
Bretland England Morðið á James Bulger Óskarinn Tengdar fréttir Óskarinn: Hverjir komu á óvart, hverjir vinna og hverjir voru hunsaðir? Farið yfir tilnefningarnar til Óskarsverðlauna í ár. 23. janúar 2019 11:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Óskarinn: Hverjir komu á óvart, hverjir vinna og hverjir voru hunsaðir? Farið yfir tilnefningarnar til Óskarsverðlauna í ár. 23. janúar 2019 11:00