Segir starfsmennina ekki taka við mútum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. janúar 2019 16:00 Eyþór Björnsson fiskistofustjóri. Mynd/aðsend Eftirlitsmaður Fiskistofu var sendur í leyfi seint á síðasta ári vegna gruns um að hafa þegið fisk að gjöf frá þeim sem hann hafði eftirlit með. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var málið litið mjög alvarlegum augum hjá Fiskistofu þegar það kom upp. „Þetta er eitt afmarkað tilvik sem við skoðun reyndist svo vera feilspor sem lokið var með viðeigandi hætti,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri en segist að öðru leyti ekki geta tjáð sig um viðkvæm starfsmannamál hjá stofnuninni. Í siðareglum Fiskistofu er meðal annars kveðið á um að starfsmenn megi alls ekki þiggja gjafir frá þeim sem þeir eiga að hafa eftirlit með en heimildir Fréttablaðsins herma að yfirmenn mannsins hafi fengið tilkynningu um að hann hefði þegið nokkur kíló af fiski í fiskvinnslu í Grindavík þar sem hann var við eftirlit. Þegar málið hafi verið skoðað hafi maðurinn gefið þá skýringu að um viðskipti hefði verið að ræða og hann greitt fyrir fiskinn með millifærslu í banka. Honum hafi verið veitt áminning og er hann kominn aftur til starfa. Samkvæmt heimildum blaðsins er mjög algengt að þeir sem eftirlit Fiskistofu lýtur að bjóði eftirlitsmönnum fisk að gjöf. „Þeir sem bjóða þetta eru almennt velmeinandi held ég. Ég hef aldrei fengið vísbendingar um að menn séu að reyna að múta fólki,“ segir Eyþór. Hann segir þá eftirlitsmenn sem fara í litla báta til dæmis hjálpa heilmikið til um borð til dæmis við frágang á fiski, við veiðarfæri og slíkt. „Mönnum finnst þeir kannski standa í þakkarskuld fyrir vikið og bjóða mönnum fisk í soðið. En menn eru ekki að þiggja slíkt og mega það ekki,“ segir Eyþór.Úr siðareglum Fiskistofu: Starfsmaður má alls ekki þiggja greiða, þjónustu eða gjafir (svo sem fisk í soðið, málsverði, áfengi eða aðrar tækifærisgjafir), boðsferðir eða önnur verðmæti eða hlunnindi af aðilum sem Fiskistofa hefur einhvers konar eftirlit með eða veitir þjónustu af einhverju tagi eða hefur með einhverjum hætti samskipti við eða afskipti af, nema um sé að ræða óveruleg verðmæti eða hagsmuni og þá ávallt að höfðu samráði við fiskistofustjóra. Ef starfsmönnum eru sendar slíkar gjafir án samþykkis þeirra skulu þeir greina forstöðumanni viðkomandi sviðs frá því og koma gjöfinni í hans hendur og skal hann í samráði við fiskistofustjóra ákveða hvernig brugðist skal við af hálfu Fiskistofu. Birtist í Fréttablaðinu Grindavík Sjávarútvegur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Eftirlitsmaður Fiskistofu var sendur í leyfi seint á síðasta ári vegna gruns um að hafa þegið fisk að gjöf frá þeim sem hann hafði eftirlit með. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var málið litið mjög alvarlegum augum hjá Fiskistofu þegar það kom upp. „Þetta er eitt afmarkað tilvik sem við skoðun reyndist svo vera feilspor sem lokið var með viðeigandi hætti,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri en segist að öðru leyti ekki geta tjáð sig um viðkvæm starfsmannamál hjá stofnuninni. Í siðareglum Fiskistofu er meðal annars kveðið á um að starfsmenn megi alls ekki þiggja gjafir frá þeim sem þeir eiga að hafa eftirlit með en heimildir Fréttablaðsins herma að yfirmenn mannsins hafi fengið tilkynningu um að hann hefði þegið nokkur kíló af fiski í fiskvinnslu í Grindavík þar sem hann var við eftirlit. Þegar málið hafi verið skoðað hafi maðurinn gefið þá skýringu að um viðskipti hefði verið að ræða og hann greitt fyrir fiskinn með millifærslu í banka. Honum hafi verið veitt áminning og er hann kominn aftur til starfa. Samkvæmt heimildum blaðsins er mjög algengt að þeir sem eftirlit Fiskistofu lýtur að bjóði eftirlitsmönnum fisk að gjöf. „Þeir sem bjóða þetta eru almennt velmeinandi held ég. Ég hef aldrei fengið vísbendingar um að menn séu að reyna að múta fólki,“ segir Eyþór. Hann segir þá eftirlitsmenn sem fara í litla báta til dæmis hjálpa heilmikið til um borð til dæmis við frágang á fiski, við veiðarfæri og slíkt. „Mönnum finnst þeir kannski standa í þakkarskuld fyrir vikið og bjóða mönnum fisk í soðið. En menn eru ekki að þiggja slíkt og mega það ekki,“ segir Eyþór.Úr siðareglum Fiskistofu: Starfsmaður má alls ekki þiggja greiða, þjónustu eða gjafir (svo sem fisk í soðið, málsverði, áfengi eða aðrar tækifærisgjafir), boðsferðir eða önnur verðmæti eða hlunnindi af aðilum sem Fiskistofa hefur einhvers konar eftirlit með eða veitir þjónustu af einhverju tagi eða hefur með einhverjum hætti samskipti við eða afskipti af, nema um sé að ræða óveruleg verðmæti eða hagsmuni og þá ávallt að höfðu samráði við fiskistofustjóra. Ef starfsmönnum eru sendar slíkar gjafir án samþykkis þeirra skulu þeir greina forstöðumanni viðkomandi sviðs frá því og koma gjöfinni í hans hendur og skal hann í samráði við fiskistofustjóra ákveða hvernig brugðist skal við af hálfu Fiskistofu.
Birtist í Fréttablaðinu Grindavík Sjávarútvegur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira