Hver verður staðan árið 2060? Björn Berg Gunnarsson skrifar 23. janúar 2019 08:00 Getur verið að við séum að vanmeta stórlega hversu góð fjárhagsstaða aldamótakynslóðarinnar kemur til með að verða á lífeyrisaldri? Sú kynslóð mun vissulega, ásamt vinnuveitendum sínum, hafa lagt mun hærra hlutfall launa sinna í lífeyrissjóði og hafa færi á að greiða lengur í séreignarsparnað en fyrri kynslóðir, en þó getur brugðið til beggja vona. Byrjum á séreignarsparnaðinum. Hvers vegna var kerfið búið til á sínum tíma? Líklega var það heldur hugsað sem sem tekjuuppbót á lífeyrisaldri en innlegg í eftirspurnarhlið íbúðamarkaðarins, en svona geta hlutirnir nú breyst. Vegna skattfrjálsrar ráðstöfunar til kaupa á fyrsta húsnæði og til afborgana eða niðurgreiðslu lána er hætt við að uppbygging séreignar hefjist nokkuð seint hjá mörgum. Svigrúm í greiðslubyrði sem ef til vill verður til er sjaldan lagt í frjálsan sparnað. Séreign á lífeyrisaldri kemur því til með að vera lægri fjárhæð en ella. Lífeyrisréttindi, miðað við þær forsendur sem reiknað er með í dag, koma til með að verða umtalsvert hærra hlutfall meðallauna en raunin er nú og við fyrstu sýn virðist stefna í stórgóða stöðu þar. Á móti kemur að við mat á stöðu lífeyrissjóða í dag er miðað við ævilíkur í fortíð. Rætt er um að endurskoða þetta fyrirkomulag og líta til sennilegrar þróunar ævilíka þegar fram í sækir. Slíkt er auðvitað löngu tímabært og kemur til með að gefa raunhæfari mynd af getu lífeyrissjóðanna til að greiða komandi kynslóðum. Stóra spurningin er hverjar ævilíkur koma til með að verða. Hækki þær þarf að leiðrétta fyrir þeirri hækkun með enn hærri framlögum í sjóðina, hækkun lífeyrisaldurs eða skerðingu réttinda. Í dag greiðir Tryggingastofnun tekjutengdar greiðslur sem uppbót á lífeyrisaldri en samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar verða Íslendingar yfir 65 ára aldri fjórðungur landsmanna árið 2060. Þetta er tvöfalt hærra hlutfall en nú og ættu þeir sem yngri eru alls ekki að treysta á greiðslur frá stofnuninni í framtíðinni. Á fyrirlestri um öldrun sem ég sótti við bandarískan háskóla fyrir þremur árum var fullyrt að sá fyrsti sem lifði í 150 ár væri þegar fæddur. Hvort sem eitthvað er að marka þá fullyrðingu eða ekki er raunverulegur möguleiki á að við sem enn eigum áratugi í starfslok þurfum að vera undir það búin að árin á lífeyrisaldri verði umtalsvert fleiri en við höfum þekkt fram að þessu. Lífeyririnn dugar þá skemur og þörfin fyrir skipulagðan sparnað utan lífeyriskerfanna eykst. Vonandi sýna sem flestir þá fyrirhyggju að leggja eitthvað aukalega fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Skoðun Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Getur verið að við séum að vanmeta stórlega hversu góð fjárhagsstaða aldamótakynslóðarinnar kemur til með að verða á lífeyrisaldri? Sú kynslóð mun vissulega, ásamt vinnuveitendum sínum, hafa lagt mun hærra hlutfall launa sinna í lífeyrissjóði og hafa færi á að greiða lengur í séreignarsparnað en fyrri kynslóðir, en þó getur brugðið til beggja vona. Byrjum á séreignarsparnaðinum. Hvers vegna var kerfið búið til á sínum tíma? Líklega var það heldur hugsað sem sem tekjuuppbót á lífeyrisaldri en innlegg í eftirspurnarhlið íbúðamarkaðarins, en svona geta hlutirnir nú breyst. Vegna skattfrjálsrar ráðstöfunar til kaupa á fyrsta húsnæði og til afborgana eða niðurgreiðslu lána er hætt við að uppbygging séreignar hefjist nokkuð seint hjá mörgum. Svigrúm í greiðslubyrði sem ef til vill verður til er sjaldan lagt í frjálsan sparnað. Séreign á lífeyrisaldri kemur því til með að vera lægri fjárhæð en ella. Lífeyrisréttindi, miðað við þær forsendur sem reiknað er með í dag, koma til með að verða umtalsvert hærra hlutfall meðallauna en raunin er nú og við fyrstu sýn virðist stefna í stórgóða stöðu þar. Á móti kemur að við mat á stöðu lífeyrissjóða í dag er miðað við ævilíkur í fortíð. Rætt er um að endurskoða þetta fyrirkomulag og líta til sennilegrar þróunar ævilíka þegar fram í sækir. Slíkt er auðvitað löngu tímabært og kemur til með að gefa raunhæfari mynd af getu lífeyrissjóðanna til að greiða komandi kynslóðum. Stóra spurningin er hverjar ævilíkur koma til með að verða. Hækki þær þarf að leiðrétta fyrir þeirri hækkun með enn hærri framlögum í sjóðina, hækkun lífeyrisaldurs eða skerðingu réttinda. Í dag greiðir Tryggingastofnun tekjutengdar greiðslur sem uppbót á lífeyrisaldri en samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar verða Íslendingar yfir 65 ára aldri fjórðungur landsmanna árið 2060. Þetta er tvöfalt hærra hlutfall en nú og ættu þeir sem yngri eru alls ekki að treysta á greiðslur frá stofnuninni í framtíðinni. Á fyrirlestri um öldrun sem ég sótti við bandarískan háskóla fyrir þremur árum var fullyrt að sá fyrsti sem lifði í 150 ár væri þegar fæddur. Hvort sem eitthvað er að marka þá fullyrðingu eða ekki er raunverulegur möguleiki á að við sem enn eigum áratugi í starfslok þurfum að vera undir það búin að árin á lífeyrisaldri verði umtalsvert fleiri en við höfum þekkt fram að þessu. Lífeyririnn dugar þá skemur og þörfin fyrir skipulagðan sparnað utan lífeyriskerfanna eykst. Vonandi sýna sem flestir þá fyrirhyggju að leggja eitthvað aukalega fyrir.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar