Efling hafrannsókna Kristján Þór Júlíusson skrifar 23. janúar 2019 07:15 Sú umræða sem átti sér stað í upphafi þessa árs um fjárframlög til Hafrannsóknastofnunar var til þess fallin að varpa skýru ljósi á ýmsa veikleika varðandi það hvernig stofnunin hefur verið fjármögnuð undanfarin ár. Ber þar helst að nefna þá staðreynd að stofnunin hefur verið háð sértekjum sem fást af afla sem veiddur er umfram heimildir en þær tekjur hafa lækkað til muna á síðustu árum og eru grunnur þess niðurskurðar sem blasti við stofnuninni í upphafi þess árs. Samhliða því að tryggja að Hafrannsóknastofnun geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki með forsvaranlegum hætti á þessu ári hefur undanfarna mánuði verið unnið að breytingu á þessu fyrirkomulagi þannig að stofnunin verði til framtíðar fjármögnuð með öðrum og ábyrgari hætti. Markmið mitt er að Hafrannsóknastofnun verði ekki háð sveiflukenndum tekjustofnum með tilheyrandi óvissu fyrir kjarnastarfsemina. Fyrrgreind umræða dró jafnframt fram hversu mikill einhugur ríkir um að við Íslendingar stundum öflugur hafrannsóknir enda eru þær forsenda sjálfbærrar og ábyrgrar nýtingar auðlinda hafsins. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega kveðið á um eflingu hafrannsókna og hafa þegar verið stigin markverð skref í þá veru. Þetta birtist meðal annars í auknum fjármunum til hafrannsókna í fjárlögum síðasta árs en þeir fjármunir nýttust m.a. til að fjármagna ráðningu þriggja sérfræðinga til að efla loðnurannsóknir. Einnig má nefna samhljóða ákvörðun Alþingis í sumar um að hafin verði smíði hafrannsóknaskips en sú ákvörðun markar tímamót í hafrannsóknum Íslendinga. Á þessu ári verða settar 300 milljónir í smíði skipsins og 3,2 milljarðar til viðbótar árin 2020 og 2021. Loks má nefna að Hafrannsóknastofnun mun síðar á þessu ári flytja í nýtt húsnæði í Hafnarfirði sem er sérhannað fyrir starfsemina auk þess sem starfsemin á höfuðborgarsvæðinu færist á einn stað. Þrátt fyrir jákvæð skref í eflingu hafrannsókna á fyrsta ári nýrrar ríkisstjórnar er verkefninu hvergi nærri lokið. Við þurfum að halda áfram á þessari braut enda eru öflugar hafrannsóknir nauðsynleg undirstaða verðmætasköpunar í sjávarútvegi. Ábyrgð stjórnvalda er því mikil og undir þeirri ábyrgð verður staðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristján Þór Júlíusson Sjávarútvegur Skoðun Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Sú umræða sem átti sér stað í upphafi þessa árs um fjárframlög til Hafrannsóknastofnunar var til þess fallin að varpa skýru ljósi á ýmsa veikleika varðandi það hvernig stofnunin hefur verið fjármögnuð undanfarin ár. Ber þar helst að nefna þá staðreynd að stofnunin hefur verið háð sértekjum sem fást af afla sem veiddur er umfram heimildir en þær tekjur hafa lækkað til muna á síðustu árum og eru grunnur þess niðurskurðar sem blasti við stofnuninni í upphafi þess árs. Samhliða því að tryggja að Hafrannsóknastofnun geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki með forsvaranlegum hætti á þessu ári hefur undanfarna mánuði verið unnið að breytingu á þessu fyrirkomulagi þannig að stofnunin verði til framtíðar fjármögnuð með öðrum og ábyrgari hætti. Markmið mitt er að Hafrannsóknastofnun verði ekki háð sveiflukenndum tekjustofnum með tilheyrandi óvissu fyrir kjarnastarfsemina. Fyrrgreind umræða dró jafnframt fram hversu mikill einhugur ríkir um að við Íslendingar stundum öflugur hafrannsóknir enda eru þær forsenda sjálfbærrar og ábyrgrar nýtingar auðlinda hafsins. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega kveðið á um eflingu hafrannsókna og hafa þegar verið stigin markverð skref í þá veru. Þetta birtist meðal annars í auknum fjármunum til hafrannsókna í fjárlögum síðasta árs en þeir fjármunir nýttust m.a. til að fjármagna ráðningu þriggja sérfræðinga til að efla loðnurannsóknir. Einnig má nefna samhljóða ákvörðun Alþingis í sumar um að hafin verði smíði hafrannsóknaskips en sú ákvörðun markar tímamót í hafrannsóknum Íslendinga. Á þessu ári verða settar 300 milljónir í smíði skipsins og 3,2 milljarðar til viðbótar árin 2020 og 2021. Loks má nefna að Hafrannsóknastofnun mun síðar á þessu ári flytja í nýtt húsnæði í Hafnarfirði sem er sérhannað fyrir starfsemina auk þess sem starfsemin á höfuðborgarsvæðinu færist á einn stað. Þrátt fyrir jákvæð skref í eflingu hafrannsókna á fyrsta ári nýrrar ríkisstjórnar er verkefninu hvergi nærri lokið. Við þurfum að halda áfram á þessari braut enda eru öflugar hafrannsóknir nauðsynleg undirstaða verðmætasköpunar í sjávarútvegi. Ábyrgð stjórnvalda er því mikil og undir þeirri ábyrgð verður staðið.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun