Viðskipti innlent

Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Landsvæðið að Keldum er sérstaklega nefnt í samhengi við Carlsberg-leiðina.
Landsvæðið að Keldum er sérstaklega nefnt í samhengi við Carlsberg-leiðina. Vísir/Vilhelm
Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing „Carlsberg“-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum, sem skilaði niðurstöðum sínum í dag.

Tillögur hópsins eru alls í sjö liðum og lýtur ein þeirra að skipulags- og byggingarmálum. Hópurinn telur að í þeim málaflokki sé mikilvægt að leggja aukna áherslu á samvinnu og einfaldara regluverk - „enda eru málefnin dreifð innan stjórnsýslunnar sem dregur úr skilvirkni í stefnumótun og ákvarðanatöku.“ Það megi til að mynda gera með því að bæta rafræna stjórnsýslu og breyta regluverki, sem gæti jafnvel leitt til lægri byggingarkostnaðar.

Hópurinn bendir á að það megi gera með því að einfalda ferla í skipulagsgerð til að auka skilvirkni, málsmeðferðartími verði styttur og sveigjanleiki aukinn. Þar að auki megi skipulagsskilmálar ekki vera „óþarflega íþyngjandi“ því geti haft kostnað í för með sér. Þá telur hópurinn jafnframt ráðlegt að draga úr kröfum og skilgreiningum í deiliskipulagi þannig að sveigjanleiki við þróun og byggingu húsnæðis aukist.

Carlsberg að Keldum

Hópurinn er jafnframt þeirrar skoðunar að „nauðsynlegt“ sé að endurskoða byggingarreglugerð, með tilliti til þróunar hliðstæðra reglugerða í nágrannalöndum okkar. Að sama skpi verði að horfa til þess að kröfur um byggingareftirlit séu í samræmi við tegund og umfang mannvirkja.

Þá leggur hópurinn einnig til að sveitarfélögum verði gert heimilt í skipulagslögum að setja skilyrði um hlutfall leiguhúsnæðis. Í þessu samhengi er vísað til dansks lagaákvæðis, hins svokallaða Carlsberg-ákvæðis, sem tryggir sveitarfélögum „heimild til að gera kröfu um að allt að 25 prósent af byggingarmagni samkvæmt nýju deiliskipulagi fyrir tilgreint svæði skuli vera fyrir almennar íbúðir, félagslegar íbúðir eða aðrar leiguíbúðir, hvort sem eigand lands er sveitarfélag, ríki eða einkaaðili.“

Átakshópurinn telur að skipulag Keldna, og eftir atvikum Keldnaholts, ætti að taka mið af umræddu Carlsberg-ákvæði. Aðrar lóðir á svæðinu yrðu seldar á markaðsverði en skoðaðir yrðu möguleikar á að fá undanþágur frá reglum í skipulags- og/eða byggingarlöggöf sem væru til þess fallnar að lækka kostnað og stytta byggingartíma. Tekið verði mið af því að hefja skipulagningu á landinu á þessu ári og að til byggingar komi samhliða öðrum áfanga Borgarlínu.

Nánar má fræðast um tillögur hópsins hér.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×