Leikmenn Saints vilja réttlæti | Svaraðu í símann, Roger Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. janúar 2019 15:30 Michael Thomas. vísir/getty Leikmenn New Orleans Saints eru enn brjálaðir yfir því að ein skelfilegustu dómaramistök síðustu ára hafi gert út um vonir þeirra að komast í Super Bowl. Dómarar leiksins misstu af augljósu broti varnarmanns Rams í leiknum sem hafði stór áhrif á framhaldið. Saint varð að reyna við vallarmark en hefði liðið fengið vítið þá hefðu þeir fengið fjórar nýjar tilraunir við mark Rams. Liðið hefði átt góðan möguleika á snertimarki í stað þess að sætta sig við vallarmark. Þar sem munurinn var aðeins þrjú stig náði Rams að jafna og senda leikinn í framlengingu. Þar unnu Hrútarnir svo en skuggi hvílir yfir úrslitunum vegna dómaramistakanna. Saints hefur grafið upp reglu sem gefur yfirmanni deildarinnar, Roger Goodell, tækifæri til þess að bregðast við einhverju mjög ósanngjörnu sem átti sér stað.Rule 17 Section 2 Article 3 @NFL — Michael Thomas (@Cantguardmike) January 21, 2019 Leikmenn Saints telja sig eðlilega hafa verið beittir órétti og vilja að Goodell taki í taumana. Meira að segja varnarmaður Rams viðurkenndi að þetta hefði verið augljóst víti á hann. Ef Goodell vildi gæti hann látið endurtaka leikinn en nákvæmlega engar líkur eru á því að hann geri það. Þessari reglu hefur aldrei verið beitt til að breyta úrslitum leiks. Það er stutt í Super Bowl og Goodell mun því ekkert gera.Hey Roger pick up the phone. — Michael Thomas (@Cantguardmike) January 21, 2019 Eins og sjá má hér að ofan hefur útherji Saints, Michael Thomas, leitt mótmælaaðgerðirnar en hann mun þurfa að sætta sig við að komast ekki í Super Bowl í ár. Atvikið sem um ræðir má ekki endurskoða samkvæmt núgildandi reglum en því verður klárlega breytt núna. Það gerir þó lítið fyrir svekkta leikmenn Saints sem fá ekki að upplifa drauminn og spila í Super Bowl. NFL Tengdar fréttir Þjálfari Saints: Munum líklega aldrei jafna okkur á þessu Dómarar leiks New Orleans Saints og LA Rams voru í aðeins of stóru hlutverki í gær og yfirmaður dómaramála NFL-deildarinnar viðurkenndi að þeir hefðu gert mistök sem líklega kostaði Saints ferð í Super Bowl. 21. janúar 2019 10:30 Tom Brady kominn í níunda Super Bowl leikinn sinn á ferlinum New England Patriots og Los Angeles Rams spila til úrslita í Super Bowl í NFL-deildinni í Bandaríkjunum í ár en þetta varð ljóst eftir æsispennandi úrslitaleiki deildanna í nótt. 21. janúar 2019 08:30 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Fleiri fréttir LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Andri Lucas skoraði í kvöld „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Sjá meira
Leikmenn New Orleans Saints eru enn brjálaðir yfir því að ein skelfilegustu dómaramistök síðustu ára hafi gert út um vonir þeirra að komast í Super Bowl. Dómarar leiksins misstu af augljósu broti varnarmanns Rams í leiknum sem hafði stór áhrif á framhaldið. Saint varð að reyna við vallarmark en hefði liðið fengið vítið þá hefðu þeir fengið fjórar nýjar tilraunir við mark Rams. Liðið hefði átt góðan möguleika á snertimarki í stað þess að sætta sig við vallarmark. Þar sem munurinn var aðeins þrjú stig náði Rams að jafna og senda leikinn í framlengingu. Þar unnu Hrútarnir svo en skuggi hvílir yfir úrslitunum vegna dómaramistakanna. Saints hefur grafið upp reglu sem gefur yfirmanni deildarinnar, Roger Goodell, tækifæri til þess að bregðast við einhverju mjög ósanngjörnu sem átti sér stað.Rule 17 Section 2 Article 3 @NFL — Michael Thomas (@Cantguardmike) January 21, 2019 Leikmenn Saints telja sig eðlilega hafa verið beittir órétti og vilja að Goodell taki í taumana. Meira að segja varnarmaður Rams viðurkenndi að þetta hefði verið augljóst víti á hann. Ef Goodell vildi gæti hann látið endurtaka leikinn en nákvæmlega engar líkur eru á því að hann geri það. Þessari reglu hefur aldrei verið beitt til að breyta úrslitum leiks. Það er stutt í Super Bowl og Goodell mun því ekkert gera.Hey Roger pick up the phone. — Michael Thomas (@Cantguardmike) January 21, 2019 Eins og sjá má hér að ofan hefur útherji Saints, Michael Thomas, leitt mótmælaaðgerðirnar en hann mun þurfa að sætta sig við að komast ekki í Super Bowl í ár. Atvikið sem um ræðir má ekki endurskoða samkvæmt núgildandi reglum en því verður klárlega breytt núna. Það gerir þó lítið fyrir svekkta leikmenn Saints sem fá ekki að upplifa drauminn og spila í Super Bowl.
NFL Tengdar fréttir Þjálfari Saints: Munum líklega aldrei jafna okkur á þessu Dómarar leiks New Orleans Saints og LA Rams voru í aðeins of stóru hlutverki í gær og yfirmaður dómaramála NFL-deildarinnar viðurkenndi að þeir hefðu gert mistök sem líklega kostaði Saints ferð í Super Bowl. 21. janúar 2019 10:30 Tom Brady kominn í níunda Super Bowl leikinn sinn á ferlinum New England Patriots og Los Angeles Rams spila til úrslita í Super Bowl í NFL-deildinni í Bandaríkjunum í ár en þetta varð ljóst eftir æsispennandi úrslitaleiki deildanna í nótt. 21. janúar 2019 08:30 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Fleiri fréttir LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Andri Lucas skoraði í kvöld „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Sjá meira
Þjálfari Saints: Munum líklega aldrei jafna okkur á þessu Dómarar leiks New Orleans Saints og LA Rams voru í aðeins of stóru hlutverki í gær og yfirmaður dómaramála NFL-deildarinnar viðurkenndi að þeir hefðu gert mistök sem líklega kostaði Saints ferð í Super Bowl. 21. janúar 2019 10:30
Tom Brady kominn í níunda Super Bowl leikinn sinn á ferlinum New England Patriots og Los Angeles Rams spila til úrslita í Super Bowl í NFL-deildinni í Bandaríkjunum í ár en þetta varð ljóst eftir æsispennandi úrslitaleiki deildanna í nótt. 21. janúar 2019 08:30