Bein útsending: Blindir fá hljóðsýn - Nýsköpun í fremstu röð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2019 11:15 Markmið Sound of Vision er að þróa hátæknibúnað til þess að hjálpa blindum og sjónskertum að skynja umhverfi sitt. Rúnar Unnþórsson, frumkvöðull, prófessor í iðnaðarverkfræði og deildarforseti við Háskóla Íslands, og Árni Kristjánsson, prófessor í sálfræði, flytja fyrirlestur í röðinni um Nýsköpun – Hagnýtum hugvitið í Hátíðasal Háskóla Íslands í dag. Erindið hefst kl. 12 og fer fram í Hátíðasal. Erindinu er streymt hér á Vísi. Rúnar og Árni hafa vakið athygli víða í Evrópu fyrir að leiða rannsóknarverkefnið Sound of Vision, ásamt vísindamönnum við Háskóla Íslands. Verkefnið hlaut fyrstu verðlaun í flokknum „Tækni fyrir samfélag“ í úrslitum Nýsköpunarverðlauna framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Innovation Radar Prize 2018, sem afhent voru í Vín núna á dögunum. Markmið Sound of Vision er að þróa hátæknibúnað til þess að hjálpa blindum og sjónskertum að skynja umhverfi sitt. Meðal búnaðarins sem þróaður hefur verið innan Sound of Vision verkefnisins er skynbelti sem sett er utan um mitti notandans þar sem það nemur upplýsingar úr umhverfinu og miðlar þeim til notanda fyrir tilstilli lítilla mótora sem titra, hver með sínu lagi ef svo má segja. Beltið nýtist einnig þeim sem einhverra hluta vegna geta ekki notað hefðbundin skynfæri tímabundið. Það getur átt við starfsfólk í ýmsum aðstæðum, eins og við reykköfun eða öryggisgæslu í hávaða. Þróun búnaðarins hefur verið unnin í góðu samstarfi við blint og sjónskert fólk hér á landi. Sound of Vision verkefnið hefur staðið yfir undanfarin þrjú ár en það hlaut alls fjögurra milljóna evra styrk úr rannsóknaráætlun Evrópusambandsins, Horizon 2020, árið 2015.Nánar um fyrirlesturinn hér en útsendinguna má sjá að neðan. Nýsköpun Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Rúnar Unnþórsson, frumkvöðull, prófessor í iðnaðarverkfræði og deildarforseti við Háskóla Íslands, og Árni Kristjánsson, prófessor í sálfræði, flytja fyrirlestur í röðinni um Nýsköpun – Hagnýtum hugvitið í Hátíðasal Háskóla Íslands í dag. Erindið hefst kl. 12 og fer fram í Hátíðasal. Erindinu er streymt hér á Vísi. Rúnar og Árni hafa vakið athygli víða í Evrópu fyrir að leiða rannsóknarverkefnið Sound of Vision, ásamt vísindamönnum við Háskóla Íslands. Verkefnið hlaut fyrstu verðlaun í flokknum „Tækni fyrir samfélag“ í úrslitum Nýsköpunarverðlauna framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Innovation Radar Prize 2018, sem afhent voru í Vín núna á dögunum. Markmið Sound of Vision er að þróa hátæknibúnað til þess að hjálpa blindum og sjónskertum að skynja umhverfi sitt. Meðal búnaðarins sem þróaður hefur verið innan Sound of Vision verkefnisins er skynbelti sem sett er utan um mitti notandans þar sem það nemur upplýsingar úr umhverfinu og miðlar þeim til notanda fyrir tilstilli lítilla mótora sem titra, hver með sínu lagi ef svo má segja. Beltið nýtist einnig þeim sem einhverra hluta vegna geta ekki notað hefðbundin skynfæri tímabundið. Það getur átt við starfsfólk í ýmsum aðstæðum, eins og við reykköfun eða öryggisgæslu í hávaða. Þróun búnaðarins hefur verið unnin í góðu samstarfi við blint og sjónskert fólk hér á landi. Sound of Vision verkefnið hefur staðið yfir undanfarin þrjú ár en það hlaut alls fjögurra milljóna evra styrk úr rannsóknaráætlun Evrópusambandsins, Horizon 2020, árið 2015.Nánar um fyrirlesturinn hér en útsendinguna má sjá að neðan.
Nýsköpun Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira