Um er að ræða Toyota Corollu bifreið, árgerð 2003, sem stolið var á Rauðárstíg síðdegis á miðvikudag.
Lögreglan lýsti eftir bílnum á Facebook-síðu sinni á fimmtudag og fannst bíllinn seinni part þess dags, ekki síst fyrir árverkni borgara, eins og fjallað var um á Vísi.
„Sá tilkynnti um bifreiðina í austurborginnni, en ökumaður hennar var ekkert á þeim buxunum að stöðva för sín þegar lögreglumenn komu á vettvang og ók rakleiðis áfram. Úr varð stutt eftirför uns bílþjófurinn nam staðar, en þá reyndi hann að komast undan á tveimur jafnfljótum og síðan að fela sig undir annarri bifreið skammt frá. Þar var maðurinn handtekinn og færður á lögreglustöð, en þess má geta að hann hafði þegar verið sviptur ökuleyfi,“ segir í lýsingu lögreglu.
Myndir sýna meira en þúsund orð og það má með sanni segja í þessu tilfelli, eins og sjá má að neðan.
Upptakan er úr öryggismyndavél Rúnars Ben Maitsland sem rekur bónstöðina Hágæðabón við Viðarhöfða.