Fá Slotnick og Dickstein gegn Jóhanni Helgasyni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. janúar 2019 07:00 Jóhann Helgason telur að lagið You Raise Me Up frá 2002 sé stuldur á lagi hans Söknuði frá 1977. Málaferli verða í Los Angeles. Fréttablaðið/Eyþór Línur eru að skýrast í umgjörð málaferla Jóhanns Helgasonar í Los Angeles vegna lagsins You Raise Me Up sem hann segir vera stuld á lagi hans Söknuði. Norska lagahöfundinum Rolf Lovland, írska textahöfundinum Brendan Graham og ýmsum stórfyrirtækjum í útgáfu og dreifingu tónlistar var stefnt við alríkisdómstól í Los Angeles 29. nóvember síðastliðinn. Nú hafa Universal Music Publishing Group, Warner Music Group, UMG Recordings Inc og Peermusic Ltd. tilnefnt sameiginlega lögmenn. Dómarinn í málinu samþykkti beiðni lögmannsstofunnar Loeb & Loeb um að lögmenn á skrifstofu Loeb & Loeb í New York mættu annast málið í Los Angeles. Tveir þessara lögmanna, Barry I. Slotnick og Tal E. Dickstein, eru í eigendahópi Loeb & Loeb. Með sér hafa þeir lögmanninn Ava Badiee. Slotnick og Dickstein eru þekktir sérfræðingar á sviði höfundarréttar. Má nefna að Slotnick var valinn úr hópi 850 tilnefndra sem verðmætasti einstaklingurinn á þessu sviði ári 2015, meðal annars fyrir sigur í höfundarréttarmáli vegna lagsins Loca með söngkonunni Shakira. Dickstein vann einnig að því máli. Þá hefur risafyrirtækið Apple tilnefnt lögmanninn Bobby A. Gahjar. Sá er í eigendahópi lögmannsstofunnar Cooley, stórfyrirtækis með 900 starfandi lögmenn og 130 milljarða króna árs veltu. Hvorki Rolv Lovland né Brendan Graham hafa enn brugðist við stefnu Jóhanns Helgasonar. Tónlistarveitan Spotify hefur heldur ekki enn tilnefnt lögmenn fyrir sitt leyti. Lögmenn áðurnefndra fyrirtækja og lögmaður Jóhanns, Michael Machat, hafa samið um og fengið samþykki dómara málsins fyrir því að þeir fyrrnefndu skili greinargerðum ekki síðar en 7. febrúar. Fréttablaðið leitaði eftir umsögn lögmannanna hjá Loeb & Loeb en þeir svara ekki hvað þeim finnist um fullyrðingar og kröfur Jóhanns og hvort þeir telji hann hafa eitthvað til síns máls. „Takk fyrir tölvupóstinn en við getum ekki tjáð okkur um yfirstandandi málaferli,“ segir í svari frá Tal Dickstein. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Jóhann Helgason gegn Universal Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira
Línur eru að skýrast í umgjörð málaferla Jóhanns Helgasonar í Los Angeles vegna lagsins You Raise Me Up sem hann segir vera stuld á lagi hans Söknuði. Norska lagahöfundinum Rolf Lovland, írska textahöfundinum Brendan Graham og ýmsum stórfyrirtækjum í útgáfu og dreifingu tónlistar var stefnt við alríkisdómstól í Los Angeles 29. nóvember síðastliðinn. Nú hafa Universal Music Publishing Group, Warner Music Group, UMG Recordings Inc og Peermusic Ltd. tilnefnt sameiginlega lögmenn. Dómarinn í málinu samþykkti beiðni lögmannsstofunnar Loeb & Loeb um að lögmenn á skrifstofu Loeb & Loeb í New York mættu annast málið í Los Angeles. Tveir þessara lögmanna, Barry I. Slotnick og Tal E. Dickstein, eru í eigendahópi Loeb & Loeb. Með sér hafa þeir lögmanninn Ava Badiee. Slotnick og Dickstein eru þekktir sérfræðingar á sviði höfundarréttar. Má nefna að Slotnick var valinn úr hópi 850 tilnefndra sem verðmætasti einstaklingurinn á þessu sviði ári 2015, meðal annars fyrir sigur í höfundarréttarmáli vegna lagsins Loca með söngkonunni Shakira. Dickstein vann einnig að því máli. Þá hefur risafyrirtækið Apple tilnefnt lögmanninn Bobby A. Gahjar. Sá er í eigendahópi lögmannsstofunnar Cooley, stórfyrirtækis með 900 starfandi lögmenn og 130 milljarða króna árs veltu. Hvorki Rolv Lovland né Brendan Graham hafa enn brugðist við stefnu Jóhanns Helgasonar. Tónlistarveitan Spotify hefur heldur ekki enn tilnefnt lögmenn fyrir sitt leyti. Lögmenn áðurnefndra fyrirtækja og lögmaður Jóhanns, Michael Machat, hafa samið um og fengið samþykki dómara málsins fyrir því að þeir fyrrnefndu skili greinargerðum ekki síðar en 7. febrúar. Fréttablaðið leitaði eftir umsögn lögmannanna hjá Loeb & Loeb en þeir svara ekki hvað þeim finnist um fullyrðingar og kröfur Jóhanns og hvort þeir telji hann hafa eitthvað til síns máls. „Takk fyrir tölvupóstinn en við getum ekki tjáð okkur um yfirstandandi málaferli,“ segir í svari frá Tal Dickstein.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Jóhann Helgason gegn Universal Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira