Jafnréttisstefna í reynd Stefán Jóhann Stefánsson skrifar 22. janúar 2019 07:30 Nokkur umræða hefur spunnist í netmiðlum eftir frétt í Fréttablaðinu nýverið um þá ákvörðun að færa til málverk innan Seðlabanka Íslands. Sumpart virðist þessi umræða á misskilningi byggð. Seðlabankinn er ekki að leggja listrænt mat á verkin og þaðan af síður að fela þau. Ástæðan fyrir flutningnum er einfaldlega sú að bankinn er að framfylgja þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið í jafnréttismálum. Seðlabankinn leggur ríka áherslu á að framfylgja markmiðum laga um jafnan rétt og jafna stöðu karla og kvenna og hlaut m.a. nýverið formlega jafnlaunavottun. Unnið hefur verið að því að jafna kjör karla og kvenna og jafna stöðu kynjanna í stjórnunarstöðum innan bankans. Bankinn hefur sett sér jafnréttisstefnu og fylgir jafnréttisáætlun til að ná settum markmiðum. Í jafnréttisáætlun er meðal annars kveðið á um að ekki skuli vera í starfsumhverfi atriði sem misbjóði starfsmönnum. Svo sem fram hefur komið á Seðlabankinn ýmis málverk, m.a. eftir marga af fremstu listmálurum þjóðarinnar og hafa þau prýtt veggi stofnunarinnar um árabil og verið færð til við breytingar á húsnæði eða við starfsmannaskipti án þess að það hafi þótt tiltökumál. Komið hefur fyrir á undanförnum árum að starfsmenn hafa lýst óánægju sinni með staðsetningu slíkra verka. Um hefur verið að ræða verk af nakinni konu á skrifstofum yfirmanna. Yfirmennirnir hafa verið karlmenn og listaverkið blasað við þeim starfsmönnum, konum og körlum, sem þurft hafa að sækja erindi til þeirra. Síðast þegar óánægju varð vart vegna þessa varð það að ráði, m.a. með vísan til jafnréttisáætlunar, að færa listina til. Markmiðið er að umhverfið sé sem minnst truflandi fyrir starfið. Því hefur verið ákveðið að myndir af umræddum toga verði ekki á skrifstofum yfirmanna eða í vinnurýmum starfsmanna. Þessi ákvörðun hefur ekkert með listrænt mat á verkunum að gera. Þess má svo geta að búið var að ákveða að þessar myndir verða meðal þess sem verður til sýnis á Safnanótt í Seðlabankanum 8. febrúar næstkomandi. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur spunnist í netmiðlum eftir frétt í Fréttablaðinu nýverið um þá ákvörðun að færa til málverk innan Seðlabanka Íslands. Sumpart virðist þessi umræða á misskilningi byggð. Seðlabankinn er ekki að leggja listrænt mat á verkin og þaðan af síður að fela þau. Ástæðan fyrir flutningnum er einfaldlega sú að bankinn er að framfylgja þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið í jafnréttismálum. Seðlabankinn leggur ríka áherslu á að framfylgja markmiðum laga um jafnan rétt og jafna stöðu karla og kvenna og hlaut m.a. nýverið formlega jafnlaunavottun. Unnið hefur verið að því að jafna kjör karla og kvenna og jafna stöðu kynjanna í stjórnunarstöðum innan bankans. Bankinn hefur sett sér jafnréttisstefnu og fylgir jafnréttisáætlun til að ná settum markmiðum. Í jafnréttisáætlun er meðal annars kveðið á um að ekki skuli vera í starfsumhverfi atriði sem misbjóði starfsmönnum. Svo sem fram hefur komið á Seðlabankinn ýmis málverk, m.a. eftir marga af fremstu listmálurum þjóðarinnar og hafa þau prýtt veggi stofnunarinnar um árabil og verið færð til við breytingar á húsnæði eða við starfsmannaskipti án þess að það hafi þótt tiltökumál. Komið hefur fyrir á undanförnum árum að starfsmenn hafa lýst óánægju sinni með staðsetningu slíkra verka. Um hefur verið að ræða verk af nakinni konu á skrifstofum yfirmanna. Yfirmennirnir hafa verið karlmenn og listaverkið blasað við þeim starfsmönnum, konum og körlum, sem þurft hafa að sækja erindi til þeirra. Síðast þegar óánægju varð vart vegna þessa varð það að ráði, m.a. með vísan til jafnréttisáætlunar, að færa listina til. Markmiðið er að umhverfið sé sem minnst truflandi fyrir starfið. Því hefur verið ákveðið að myndir af umræddum toga verði ekki á skrifstofum yfirmanna eða í vinnurýmum starfsmanna. Þessi ákvörðun hefur ekkert með listrænt mat á verkunum að gera. Þess má svo geta að búið var að ákveða að þessar myndir verða meðal þess sem verður til sýnis á Safnanótt í Seðlabankanum 8. febrúar næstkomandi. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun