Glæfraleg túlkun og ónákvæmar forsendur 22. janúar 2019 07:30 Stjórn Vistfræðifélags Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við meðferð upplýsinga um áhrif hvala á lífríki sjávar í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða sem gefin var út í janúar 2019. Hvað varðar vankanta á meðferð höfunda skýrslunnar á vistfræðilegri þekkingu má helst nefna:Byggt er á röngum, eða í besta falli ofureinfölduðum, forsendum við mat á áhrifum hvala á fiskistofna.Skýrslan sniðgengur nýjustu þekkingu á sviði sjávarvistfræði og byggir á mjög einfaldaðri mynd af vistfræði, vistkerfum og fæðuvefjum hafsins.Skýrslan er ekki ritrýnd af óháðum vistfræðingum. Höfundar styðjast nær eingöngu við tvær rúmlega tveggja áratuga gamlar vísindagreinar Hafrannsóknastofnunar. Önnur þessara greina lýsir einföldu fjölstofnalíkani sem sýnir hvernig fækkun hvala gæti mögulega haft jákvæð áhrif á stofnstærðir ákveðinna nytjastofna. Skýrsluhöfundar ganga lengra í ályktun sinni um áhrif af afráni hvala á fiskistofna en Hafrannsóknastofnun telur sig geta gert. Enda eru þau áhrif verulega óljós og ótækt að byggja slíkt mat á svo einföldum forsendum líkt og gert er í skýrslunni.Skýrslan sniðgengur nýjustu þekkingu á sviði sjávarvistfræði Skýrsla Hagfræðistofnunar byggir á mjög einfaldaðri mynd af vistfræði, vistkerfum og fæðuvefjum hafsins. Skýrsluhöfundar nýta ekki nýlegar rannsóknir um áhrif hvala á vistkerfi sjávar. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að endurkoma hvala inn á ákveðin svæði getur haft jákvæð áhrif á frumframleiðni sem eykur frekari framleiðslugetu og fjölbreytileika innan vistkerfa. Þannig er úrgangur frá hvölum, sem er ríkur af snefilefnum, svo sem köfnunarefni, fosfór og járni, mikilvægur plöntusvifi, sem er undirstaða vistkerfa sjávar. Einnig eru hvalhræ sem falla til botns mikilvægur hluti botnvistkerfa, sérstaklega í djúpsjó.Ofureinföldun á flóknum fæðuvefjum sjávar Í skýrslunni takmarkast umræður og ályktanir um afrán hvala við bein áhrif sem fækkun hvala hefði mögulega á nytjastofna. Það er ekki hægt að skoða vistfræðileg áhrif af afráni hvala eingöngu út frá samkeppni hvala við nytjastofna. Forsendan sem er gefin í skýrslunni er sú að hver sá fiskur sem ekki er étinn af hval nýtist fiskveiðiflotanum. Þetta er ofureinföldun á flóknu samspili lífvera innan vistkerfis og fæðuvefjar. Hér er mikilvægt að gera greinarmun á beinum skammtímatengslum næstu nágranna í fæðuvefnum og langtímaáhrifum sem hljótast af flóknum tengslum lífvera og ákvarða uppbyggingu vefjarins til lengri tíma. Við minnkað afrán hvala breytast hlutföll fiskitegunda, krabbadýra, hveldýra og margra fleiri hópa. Afrán hvala getur einnig haft jákvæð áhrif á ákveðna nytjastofna t.d. með áti á tegundum sem eru í samkeppni við þá stofna. Áhrifin eru því ófyrirséð og ábyrgðarlaust að álykta að brotthvarf um 40% hvala yrði til sambærilegrar fjölgunar í nytjastofnum. Hvalir eru hluti af flæði orku um fæðuvef sjávar og gegna afar mikilvægu hlutverki í hringrás næringarefna. Það sem þeir éta skilar sér að mestu aftur út í náttúruna t.d. í úrgangi og hræjum af dauðum dýrum. Fiskveiðar mannsins fjarlægja hins vegar orku og næringarefni út úr vistkerfinu sem skilar sér ekki til baka. Því er ekki hægt að bera saman afrán hvala og manna út frá orkuþörf líkt og var gert í skýrslunni.Ástandsbreytingar í hafinu á tímum loftslagshlýnunar Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa sjáanleg áhrif á vistkerfi sjávar. Ofan á þessa þætti bætist súrnun sjávar og fjölbreytt mengun. Lífríki sjávar á því undir högg að sækja og breytingarnar eru nú þegar farnar að hafa sjáanleg áhrif á útbreiðslumynstur fjölmargra lífvera og hafa jafnvel leitt til hruns í stofnum. Við vísindalega úttekt á áhrifum hvalveiða á nytjastofna er ótækt að líta fram hjá þeim fjölmörgu óvissuþáttum sem fylgja loftslagsbreytingum og mengun. Ljóst er að auka þarf rannsóknir á þessu sviði svo hægt sé að leggja betra mat á hversu mikla nýtingu vistkerfi sjávar þola. Edda Elísabet Magnúsdóttir Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Bjarni Kristófer Kristjánsson Ester Rut Unnsteinsdóttir Ingibjörg Svala Jónsdóttir Freydís Vigfúsdóttir Gísli Már Gíslason Tómas Grétar Gunnarsson Jóhann Þórsson Ágústa Helgadóttir Erpur Snær Hansen Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórn Vistfræðifélags Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við meðferð upplýsinga um áhrif hvala á lífríki sjávar í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða sem gefin var út í janúar 2019. Hvað varðar vankanta á meðferð höfunda skýrslunnar á vistfræðilegri þekkingu má helst nefna:Byggt er á röngum, eða í besta falli ofureinfölduðum, forsendum við mat á áhrifum hvala á fiskistofna.Skýrslan sniðgengur nýjustu þekkingu á sviði sjávarvistfræði og byggir á mjög einfaldaðri mynd af vistfræði, vistkerfum og fæðuvefjum hafsins.Skýrslan er ekki ritrýnd af óháðum vistfræðingum. Höfundar styðjast nær eingöngu við tvær rúmlega tveggja áratuga gamlar vísindagreinar Hafrannsóknastofnunar. Önnur þessara greina lýsir einföldu fjölstofnalíkani sem sýnir hvernig fækkun hvala gæti mögulega haft jákvæð áhrif á stofnstærðir ákveðinna nytjastofna. Skýrsluhöfundar ganga lengra í ályktun sinni um áhrif af afráni hvala á fiskistofna en Hafrannsóknastofnun telur sig geta gert. Enda eru þau áhrif verulega óljós og ótækt að byggja slíkt mat á svo einföldum forsendum líkt og gert er í skýrslunni.Skýrslan sniðgengur nýjustu þekkingu á sviði sjávarvistfræði Skýrsla Hagfræðistofnunar byggir á mjög einfaldaðri mynd af vistfræði, vistkerfum og fæðuvefjum hafsins. Skýrsluhöfundar nýta ekki nýlegar rannsóknir um áhrif hvala á vistkerfi sjávar. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að endurkoma hvala inn á ákveðin svæði getur haft jákvæð áhrif á frumframleiðni sem eykur frekari framleiðslugetu og fjölbreytileika innan vistkerfa. Þannig er úrgangur frá hvölum, sem er ríkur af snefilefnum, svo sem köfnunarefni, fosfór og járni, mikilvægur plöntusvifi, sem er undirstaða vistkerfa sjávar. Einnig eru hvalhræ sem falla til botns mikilvægur hluti botnvistkerfa, sérstaklega í djúpsjó.Ofureinföldun á flóknum fæðuvefjum sjávar Í skýrslunni takmarkast umræður og ályktanir um afrán hvala við bein áhrif sem fækkun hvala hefði mögulega á nytjastofna. Það er ekki hægt að skoða vistfræðileg áhrif af afráni hvala eingöngu út frá samkeppni hvala við nytjastofna. Forsendan sem er gefin í skýrslunni er sú að hver sá fiskur sem ekki er étinn af hval nýtist fiskveiðiflotanum. Þetta er ofureinföldun á flóknu samspili lífvera innan vistkerfis og fæðuvefjar. Hér er mikilvægt að gera greinarmun á beinum skammtímatengslum næstu nágranna í fæðuvefnum og langtímaáhrifum sem hljótast af flóknum tengslum lífvera og ákvarða uppbyggingu vefjarins til lengri tíma. Við minnkað afrán hvala breytast hlutföll fiskitegunda, krabbadýra, hveldýra og margra fleiri hópa. Afrán hvala getur einnig haft jákvæð áhrif á ákveðna nytjastofna t.d. með áti á tegundum sem eru í samkeppni við þá stofna. Áhrifin eru því ófyrirséð og ábyrgðarlaust að álykta að brotthvarf um 40% hvala yrði til sambærilegrar fjölgunar í nytjastofnum. Hvalir eru hluti af flæði orku um fæðuvef sjávar og gegna afar mikilvægu hlutverki í hringrás næringarefna. Það sem þeir éta skilar sér að mestu aftur út í náttúruna t.d. í úrgangi og hræjum af dauðum dýrum. Fiskveiðar mannsins fjarlægja hins vegar orku og næringarefni út úr vistkerfinu sem skilar sér ekki til baka. Því er ekki hægt að bera saman afrán hvala og manna út frá orkuþörf líkt og var gert í skýrslunni.Ástandsbreytingar í hafinu á tímum loftslagshlýnunar Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa sjáanleg áhrif á vistkerfi sjávar. Ofan á þessa þætti bætist súrnun sjávar og fjölbreytt mengun. Lífríki sjávar á því undir högg að sækja og breytingarnar eru nú þegar farnar að hafa sjáanleg áhrif á útbreiðslumynstur fjölmargra lífvera og hafa jafnvel leitt til hruns í stofnum. Við vísindalega úttekt á áhrifum hvalveiða á nytjastofna er ótækt að líta fram hjá þeim fjölmörgu óvissuþáttum sem fylgja loftslagsbreytingum og mengun. Ljóst er að auka þarf rannsóknir á þessu sviði svo hægt sé að leggja betra mat á hversu mikla nýtingu vistkerfi sjávar þola. Edda Elísabet Magnúsdóttir Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Bjarni Kristófer Kristjánsson Ester Rut Unnsteinsdóttir Ingibjörg Svala Jónsdóttir Freydís Vigfúsdóttir Gísli Már Gíslason Tómas Grétar Gunnarsson Jóhann Þórsson Ágústa Helgadóttir Erpur Snær Hansen
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar