66% lækna segjast vera undir of miklu álagi Sighvatur Jónsson skrifar 21. janúar 2019 00:00 Á því tólf mánaða tímabili sem spurt var um hefur um helmingur lækna hugleitt að láta af störfum. Vísir/Hanna Tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir ofurálagi og stór hluti þeirra er með einkenni kulnunar í starfi. Þetta kemur fram í nýrri könnun um líðan og starfsaðstæður lækna. Ríflega helmingur allra lækna á Íslandi tók þátt í könnuninni sem var unnin fyrir Læknafélag Íslands.Um þriðjungur lækna vinnur fleiri en 60 klukkustundir á viku.Vísir/GvendurEf litið er til þeirra sem vinna mest þá vinna 25% lækna 61-80 klukkustundir á viku og 4% lækna er í vinnunni lengur en 80 klukkustundir á viku, sem samsvarar tvöfaldri hefðbundinni 40 stunda vinnuviku. Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir sem stýrði vinnu við könnunina, segir að tveir af hverjum þremur læknum séu undir ofurálagi. „Stór hluti af þeim er með kulnunareinkenni. Þetta er áhyggjuefni. Ég er glaður sem læknir að sjá að félagar mínir opna sig með þetta, vegna þess að einhverjir gætu sagt notum bara gömlu aðferðina, þöggunina.“ Þá leiðir könnunin í ljós að meira en 60% lækna telur óheppilegt að staðsetja Landspítala við Hringbraut og vill nýtt mat á staðsetningu vegna byggingar nýs spítala. Þegar læknar eru spurðir um kynferðislega áreitni á vinnustað segjast um 7% kvenlækna hafa orðið fyrir slíku síðustu þrjá mánuði en aðeins 1% karlkyns lækna. Þegar spurt er um alla starfsævina segja 47% kvenna í læknastétt að þær hafi orðið fyrir áreitni en um 13% karla. Meðal ástæðna sem læknar nefna fyrir of miklu vinnuálagi er undirmönnun á heilbrigðisstofnunum. „Það sem þessi könnun segir er að það sé mönnunin, skortur á starfsaðstöðu, skortur á skilgreindu vinnusviði og að læknar ráði kannski full litlu um sitt starfsumhverfi,“ segir Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir ofurálagi og stór hluti þeirra er með einkenni kulnunar í starfi. Þetta kemur fram í nýrri könnun um líðan og starfsaðstæður lækna. Ríflega helmingur allra lækna á Íslandi tók þátt í könnuninni sem var unnin fyrir Læknafélag Íslands.Um þriðjungur lækna vinnur fleiri en 60 klukkustundir á viku.Vísir/GvendurEf litið er til þeirra sem vinna mest þá vinna 25% lækna 61-80 klukkustundir á viku og 4% lækna er í vinnunni lengur en 80 klukkustundir á viku, sem samsvarar tvöfaldri hefðbundinni 40 stunda vinnuviku. Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir sem stýrði vinnu við könnunina, segir að tveir af hverjum þremur læknum séu undir ofurálagi. „Stór hluti af þeim er með kulnunareinkenni. Þetta er áhyggjuefni. Ég er glaður sem læknir að sjá að félagar mínir opna sig með þetta, vegna þess að einhverjir gætu sagt notum bara gömlu aðferðina, þöggunina.“ Þá leiðir könnunin í ljós að meira en 60% lækna telur óheppilegt að staðsetja Landspítala við Hringbraut og vill nýtt mat á staðsetningu vegna byggingar nýs spítala. Þegar læknar eru spurðir um kynferðislega áreitni á vinnustað segjast um 7% kvenlækna hafa orðið fyrir slíku síðustu þrjá mánuði en aðeins 1% karlkyns lækna. Þegar spurt er um alla starfsævina segja 47% kvenna í læknastétt að þær hafi orðið fyrir áreitni en um 13% karla. Meðal ástæðna sem læknar nefna fyrir of miklu vinnuálagi er undirmönnun á heilbrigðisstofnunum. „Það sem þessi könnun segir er að það sé mönnunin, skortur á starfsaðstöðu, skortur á skilgreindu vinnusviði og að læknar ráði kannski full litlu um sitt starfsumhverfi,“ segir Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira