Þjálfari Saints: Munum líklega aldrei jafna okkur á þessu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. janúar 2019 10:30 Payton er hér brjálaður út í dómarana. vísir/getty Dómarar leiks New Orleans Saints og LA Rams voru í aðeins of stóru hlutverki í gær og yfirmaður dómaramála NFL-deildarinnar viðurkenndi að þeir hefðu gert mistök sem líklega kostaði Saints ferð í Super Bowl. Þegar innan við tvær mínútur voru eftir af leiknum var staðan jöfn, 20-20, og Saints með boltann. Það var svo klárlega brotið á sóknarmanni Saints á 13 jarda línu Rams. Enginn dómaranna sá hið mjög svo áberandi brot. Saints varð að sætta sig við vallarmark í staðinn fyrir að fá nýjar tilraunir. Rams jafnaði svo í næstu sókn og framlenging. Snertimark í þessari sókn hefði farið langt með að klára leikinn. Fáranlega svekkjandi fyrir Dýrlingana..@DeanBlandino gives his take on the defensive PI no-call. pic.twitter.com/umMYri5y35 — FOX Sports (@FOXSports) January 20, 2019 „Það er gríðarlega erfitt að kyngja því að það hafi ekkert verið dæmt. Svo fæ ég símtalið frá yfirmanni dómaramála sem viðurkennir að dómararnir hafi klúðrað þessu illilega,“ sagði Sean Payton, þjálfari Saints, en hann var gráti næst eftir leikinn. „Ég veit það er ekki auðvelt að vera dómari en þetta gat samt ekki verið meira áberandi. Það sáu allir í heiminum að þetta var brot og ekkert smá brot. Við getum ekki dvalið við þetta en við munum samt líklega aldrei jafna okkur á þessu.“"We lose a chance to go to the Super Bowl with a call like that... it's just disappointing."@Saints coach Sean Payton to @ErinAndrews after a heartbreaking NFC Championship loss pic.twitter.com/BMll95RR8G — FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) January 21, 2019 Þetta er annað árið í röð sem Saints fellur á leik á dramatískan hátt í undanúrslitum. Í fyrra tapaði liðið gegn Minnesota Vikings er Víkingarnir skoruðu ótrúlegt snertimark undir lokin sem er kallað The Minneapolis Miracle. NFL Tengdar fréttir Tom Brady kominn í níunda Super Bowl leikinn sinn á ferlinum New England Patriots og Los Angeles Rams spila til úrslita í Super Bowl í NFL-deildinni í Bandaríkjunum í ár en þetta varð ljóst eftir æsispennandi úrslitaleiki deildanna í nótt. 21. janúar 2019 08:30 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Sjá meira
Dómarar leiks New Orleans Saints og LA Rams voru í aðeins of stóru hlutverki í gær og yfirmaður dómaramála NFL-deildarinnar viðurkenndi að þeir hefðu gert mistök sem líklega kostaði Saints ferð í Super Bowl. Þegar innan við tvær mínútur voru eftir af leiknum var staðan jöfn, 20-20, og Saints með boltann. Það var svo klárlega brotið á sóknarmanni Saints á 13 jarda línu Rams. Enginn dómaranna sá hið mjög svo áberandi brot. Saints varð að sætta sig við vallarmark í staðinn fyrir að fá nýjar tilraunir. Rams jafnaði svo í næstu sókn og framlenging. Snertimark í þessari sókn hefði farið langt með að klára leikinn. Fáranlega svekkjandi fyrir Dýrlingana..@DeanBlandino gives his take on the defensive PI no-call. pic.twitter.com/umMYri5y35 — FOX Sports (@FOXSports) January 20, 2019 „Það er gríðarlega erfitt að kyngja því að það hafi ekkert verið dæmt. Svo fæ ég símtalið frá yfirmanni dómaramála sem viðurkennir að dómararnir hafi klúðrað þessu illilega,“ sagði Sean Payton, þjálfari Saints, en hann var gráti næst eftir leikinn. „Ég veit það er ekki auðvelt að vera dómari en þetta gat samt ekki verið meira áberandi. Það sáu allir í heiminum að þetta var brot og ekkert smá brot. Við getum ekki dvalið við þetta en við munum samt líklega aldrei jafna okkur á þessu.“"We lose a chance to go to the Super Bowl with a call like that... it's just disappointing."@Saints coach Sean Payton to @ErinAndrews after a heartbreaking NFC Championship loss pic.twitter.com/BMll95RR8G — FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) January 21, 2019 Þetta er annað árið í röð sem Saints fellur á leik á dramatískan hátt í undanúrslitum. Í fyrra tapaði liðið gegn Minnesota Vikings er Víkingarnir skoruðu ótrúlegt snertimark undir lokin sem er kallað The Minneapolis Miracle.
NFL Tengdar fréttir Tom Brady kominn í níunda Super Bowl leikinn sinn á ferlinum New England Patriots og Los Angeles Rams spila til úrslita í Super Bowl í NFL-deildinni í Bandaríkjunum í ár en þetta varð ljóst eftir æsispennandi úrslitaleiki deildanna í nótt. 21. janúar 2019 08:30 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Sjá meira
Tom Brady kominn í níunda Super Bowl leikinn sinn á ferlinum New England Patriots og Los Angeles Rams spila til úrslita í Super Bowl í NFL-deildinni í Bandaríkjunum í ár en þetta varð ljóst eftir æsispennandi úrslitaleiki deildanna í nótt. 21. janúar 2019 08:30