Leikmaðurinn heitir Filip Kramer, kemur frá Austurríki og spilar sem kraftframherji.
Í tilkynningu Stjörnunnar var talað um að leikmaðurinn kæmi inn til þess að fá meiri dýpt í bekkinn, en sérfræðingarnir voru ekki í neinum vafa á því að hann væri að fara beint í byrjunarliðið.
„Mér finnst stórkostlegt hvernig hann Arnar nálgast ýmsa hluti,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson um það mál.
Kramer skilaði 10 stigum og tók 7 fráköst á sextán mínútum.