Ofbeldisfull mótmæli í Grikklandi vegna nafnabreytingar Makedóníu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2019 16:13 Hér sést óeirðalögregla kljást við mótmælanda. AP/Thanassis Stavrakis Átök urðu í Aþenu, höfuðborg Grikklands, þegar mótmælendum og lögreglu í borginni lenti saman. Mótmælendur voru saman komnir til þess að sýna andstöðu við samningaviðræður sem nú eiga sér stað milli makedónskra og grískra stjórnvalda í kjölfar fyrirhugaðrar nafnabreytingar Makedóníu, sem stefnt er á að taki upp nafnið Norður-Makedónía. Að minnsta kosti 10 lögregluþjónar eru slasaðir eftir mótmælin sem voru nokkuð ofbeldisfull. Mótmælendur réðust að lögreglu með grjótkasti, blysum, kylfum og málningu svo eitthvað sé nefnt. Lögreglan svaraði svo árásum mótmælenda með ítrekuðum táragashrinum.Mótmælin voru ofbeldisfull.AP/Yorgos KarahalisVilja binda enda á áralangt ósætti ríkjanna Nafnabreytingunni er aðallega ætlað að liðka fyrir samskiptum Makedóníu við Grikkland og auka möguleika sína á inngöngu í Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið, en Grikkir hafa hingað til hindrað allar tilraunir Makedóníumanna til að ganga í samböndin, þar sem Grikkir telja að í nafni Makedóníu felist tilkall til landsvæðis að sama nafni sem liggur innan landamæra Grikklands. Gríska þingið stefnir á að kjósa um nafnabreytingarsamning Makedóníu á mánudaginn og hefja þannig sáttaferli við nágranna sína í norðri, verði samningur milli ríkjanna samþykktur. Makedónska þingið samþykkti nafnabreytinguna fyrr á árinu.Alexis Tsipras, forsætirsráðherra Grikklands.Ayhan Mehmet/GettyEkki nóg fyrir alla Þó eru ekki allir Grikkir sáttir með gang mála eins og mótmælin sýna fram á, en mótmælendur telja nafnabreytinguna ekki vera nóg og að í nafni Norður-Makedóníu myndi enn felast tilkall til landsvæðis Grikkja og hafa kallað hana „valdarán á forngrískri arfleið.“ Í yfirlýsingu frá forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, var „öfgakenndum öflum og meðlimum Gullinnar dögunar,“ sem er öfga-hægri stjórnmálaflokkur í landinu, meðal annars þekktur fyrir andúð á innflytjendum, kennt um mótmælin og ofbeldið sem fylgdi þeim. Skipuleggjendur mótmælanna höfðu áður sagst vonast til að draga að sér um 600 þúsund manns, en lögregla áætlaði að um 60 þúsund hafi verið viðstödd mótmælin. Þá höfðu þeir tilkynnt að þrjú þúsund rútum fullum af mótmælendum yrði ekið til Aþenu, en lögreglan gaf út að rúturnar hafi verið 327 í heildina. Þá tóku bændur í norðurhluta Grikklands sig saman og lokuðu hraðbrautinni sem leiðir að landamærum Grikklands og Makedóníu til að sýna samstöðu með mótmælendum. Brautin hefur nú verið opnuð að nýju. Grikkland Norður-Makedónía Tengdar fréttir Makedónska þingið samþykkir að breyta nafni landsins Makedónska þingið samþykkti í gær að breyta nafni landsins, sem heitir nú formlega lýðveldið Makedónía. Gangi nafnabreytingin í gegn mun ríkið heita Norður-Makedónía. 20. október 2018 17:53 Makedónía verður Norður-Makedónía Lágmarksmeirihluti náðist fyrir nafnabreytingunni en 81 af 120 þingmönnum greiddu með nafnabreytingunni. 12. janúar 2019 12:14 Makedónskir þingmenn greiða atkvæði um nýtt nafn á landinu Makedónska þingið mun í dag greiða atkvæði um stjórnarskrárbreytingu sem felur í sér að Makedónía skipti um nafn og verði þekkt undir nafninu Norður-Makedónía. 15. október 2018 09:56 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Átök urðu í Aþenu, höfuðborg Grikklands, þegar mótmælendum og lögreglu í borginni lenti saman. Mótmælendur voru saman komnir til þess að sýna andstöðu við samningaviðræður sem nú eiga sér stað milli makedónskra og grískra stjórnvalda í kjölfar fyrirhugaðrar nafnabreytingar Makedóníu, sem stefnt er á að taki upp nafnið Norður-Makedónía. Að minnsta kosti 10 lögregluþjónar eru slasaðir eftir mótmælin sem voru nokkuð ofbeldisfull. Mótmælendur réðust að lögreglu með grjótkasti, blysum, kylfum og málningu svo eitthvað sé nefnt. Lögreglan svaraði svo árásum mótmælenda með ítrekuðum táragashrinum.Mótmælin voru ofbeldisfull.AP/Yorgos KarahalisVilja binda enda á áralangt ósætti ríkjanna Nafnabreytingunni er aðallega ætlað að liðka fyrir samskiptum Makedóníu við Grikkland og auka möguleika sína á inngöngu í Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið, en Grikkir hafa hingað til hindrað allar tilraunir Makedóníumanna til að ganga í samböndin, þar sem Grikkir telja að í nafni Makedóníu felist tilkall til landsvæðis að sama nafni sem liggur innan landamæra Grikklands. Gríska þingið stefnir á að kjósa um nafnabreytingarsamning Makedóníu á mánudaginn og hefja þannig sáttaferli við nágranna sína í norðri, verði samningur milli ríkjanna samþykktur. Makedónska þingið samþykkti nafnabreytinguna fyrr á árinu.Alexis Tsipras, forsætirsráðherra Grikklands.Ayhan Mehmet/GettyEkki nóg fyrir alla Þó eru ekki allir Grikkir sáttir með gang mála eins og mótmælin sýna fram á, en mótmælendur telja nafnabreytinguna ekki vera nóg og að í nafni Norður-Makedóníu myndi enn felast tilkall til landsvæðis Grikkja og hafa kallað hana „valdarán á forngrískri arfleið.“ Í yfirlýsingu frá forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, var „öfgakenndum öflum og meðlimum Gullinnar dögunar,“ sem er öfga-hægri stjórnmálaflokkur í landinu, meðal annars þekktur fyrir andúð á innflytjendum, kennt um mótmælin og ofbeldið sem fylgdi þeim. Skipuleggjendur mótmælanna höfðu áður sagst vonast til að draga að sér um 600 þúsund manns, en lögregla áætlaði að um 60 þúsund hafi verið viðstödd mótmælin. Þá höfðu þeir tilkynnt að þrjú þúsund rútum fullum af mótmælendum yrði ekið til Aþenu, en lögreglan gaf út að rúturnar hafi verið 327 í heildina. Þá tóku bændur í norðurhluta Grikklands sig saman og lokuðu hraðbrautinni sem leiðir að landamærum Grikklands og Makedóníu til að sýna samstöðu með mótmælendum. Brautin hefur nú verið opnuð að nýju.
Grikkland Norður-Makedónía Tengdar fréttir Makedónska þingið samþykkir að breyta nafni landsins Makedónska þingið samþykkti í gær að breyta nafni landsins, sem heitir nú formlega lýðveldið Makedónía. Gangi nafnabreytingin í gegn mun ríkið heita Norður-Makedónía. 20. október 2018 17:53 Makedónía verður Norður-Makedónía Lágmarksmeirihluti náðist fyrir nafnabreytingunni en 81 af 120 þingmönnum greiddu með nafnabreytingunni. 12. janúar 2019 12:14 Makedónskir þingmenn greiða atkvæði um nýtt nafn á landinu Makedónska þingið mun í dag greiða atkvæði um stjórnarskrárbreytingu sem felur í sér að Makedónía skipti um nafn og verði þekkt undir nafninu Norður-Makedónía. 15. október 2018 09:56 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Makedónska þingið samþykkir að breyta nafni landsins Makedónska þingið samþykkti í gær að breyta nafni landsins, sem heitir nú formlega lýðveldið Makedónía. Gangi nafnabreytingin í gegn mun ríkið heita Norður-Makedónía. 20. október 2018 17:53
Makedónía verður Norður-Makedónía Lágmarksmeirihluti náðist fyrir nafnabreytingunni en 81 af 120 þingmönnum greiddu með nafnabreytingunni. 12. janúar 2019 12:14
Makedónskir þingmenn greiða atkvæði um nýtt nafn á landinu Makedónska þingið mun í dag greiða atkvæði um stjórnarskrárbreytingu sem felur í sér að Makedónía skipti um nafn og verði þekkt undir nafninu Norður-Makedónía. 15. október 2018 09:56