Átta hermenn í friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna eru látnir eftir árás vígamanna í Malí í morgun. Frá þessu greinir AFP og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum.
Árásin beindist að herstöð Sameinuðu þjóðanna í Aguelhok í norðausturhluta landsins.
Hermenninir eru allir frá nágrannaríkinu Tsjad og er ekki útilokað að fjöldi látinna komi til með að hækka.
Talsmaður stjórnarhers Malí segir að sex manns hafi fallið í árásinni og nítján særðust. Einhverjir árásarmannanna eiga einnig að hafa látið lífið í árásinni.
Um 13 þúsund friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna eru nú í Malí, en þeim var komið þar fyrir árið eftir að herskáir íslamistar náðu tökum á stórum landsvæðum í norðurhluta landsins. Frönskum hersveitum tókst að hrekja þá til baka 2013.
Átta friðargæsluliðar SÞ látnir eftir árás í Malí
Atli Ísleifsson skrifar
