600 milljónir skornar af vegafé Vestfjarða Kristján Már Unnarsson skrifar 31. janúar 2019 20:00 400 milljónir króna verða skornar niður af vegaframlögum til Vestfjarða á þessu ári, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem stjórnarmeirihlutinn í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram síðdegis. Þetta er langstærsta fjárhæðin til að mæta 535 milljóna hagræðingarkröfu fjárlaga en peningana átti að nota í Gufudalssveit í ár. Niðurskurðurinn er skýrður með því að enn ríki óvissa um hvort og hvenær Reykhólahreppur veiti framkvæmdaleyfi fyrir því að hefjast handa við vegagerð. Ekki var farin sú leið að flytja fjárveitinguna yfir í annað verkefni á Vestfjörðum á þessu ári heldur var hún alfarið skorin af fjórðungnum. Þingnefndin leggur þess í stað til fjárveitingu á árinu 2023 þannig að ekki þurfi að koma til seinkunar verkloka á veginum um Gufudalssveit. Þessu til viðbótar eru 200 milljónir króna fluttar af fjárveitingu Gufudalssveitar til að kosta sjóvarnagarð á Akranesi; 100 milljónir í ár og 100 milljónir á næsta ári, með þeim orðum að fyrir liggi að lagning Vestfjarðavegar geti fyrst hafist árið 2020. Vegna niðurrifs Sementsverksmiðjunnar séu breyttar aðstæður á Faxabraut á Akranesi sem skilgreind er sem stofnvegur. Sjór gangi yfir veginn og hamli uppbyggingu á svæðinu þar sem íbúðarbyggð er fyrirhuguð, segir í greinargerð.Frá niðurrifi Sementsverksmiðjunnar. 200 milljóna fjárveiting flyst frá Vestfjarðavegi til Faxabrautar á Akranesi.vísir/anton brinkFjárveitingar til Vestfjarðavegar í Gufudalssveit lækka við þessar breytingar úr 600 milljónum króna niður í 100 milljónir í ár og á næsta ári úr 1.600 milljónum niður í 1.500 milljónir, eða samtals um 600 milljónir króna þessi tvö ár. Aðrar fjárhæðir, sem lagt er til að skornar verði niður til að mæta hagræðingarkröfunni í ár, eru tiltölulegar lágar miðað við Vestfjarðaniðurskurðinn. Það eru almennur rekstur Vegagerðarinnar um 7,3 milljónir króna, þjónusta Vegagerðarinnar um 40 milljónir króna, styrkir Vegagerðarinnar til almenningssamgangna um 27,6 milljónir króna og framkvæmdir við vita og hafnir um 2 milljónir króna. Þá verður fjárveiting til Samgöngustofu lækkuð um 37 milljónir króna og til flugvalla og flugleiðsögu um 21 milljón króna. Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Vilja að 550 milljónir verði skornar af samgöngumálum 550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. 16. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
400 milljónir króna verða skornar niður af vegaframlögum til Vestfjarða á þessu ári, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem stjórnarmeirihlutinn í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram síðdegis. Þetta er langstærsta fjárhæðin til að mæta 535 milljóna hagræðingarkröfu fjárlaga en peningana átti að nota í Gufudalssveit í ár. Niðurskurðurinn er skýrður með því að enn ríki óvissa um hvort og hvenær Reykhólahreppur veiti framkvæmdaleyfi fyrir því að hefjast handa við vegagerð. Ekki var farin sú leið að flytja fjárveitinguna yfir í annað verkefni á Vestfjörðum á þessu ári heldur var hún alfarið skorin af fjórðungnum. Þingnefndin leggur þess í stað til fjárveitingu á árinu 2023 þannig að ekki þurfi að koma til seinkunar verkloka á veginum um Gufudalssveit. Þessu til viðbótar eru 200 milljónir króna fluttar af fjárveitingu Gufudalssveitar til að kosta sjóvarnagarð á Akranesi; 100 milljónir í ár og 100 milljónir á næsta ári, með þeim orðum að fyrir liggi að lagning Vestfjarðavegar geti fyrst hafist árið 2020. Vegna niðurrifs Sementsverksmiðjunnar séu breyttar aðstæður á Faxabraut á Akranesi sem skilgreind er sem stofnvegur. Sjór gangi yfir veginn og hamli uppbyggingu á svæðinu þar sem íbúðarbyggð er fyrirhuguð, segir í greinargerð.Frá niðurrifi Sementsverksmiðjunnar. 200 milljóna fjárveiting flyst frá Vestfjarðavegi til Faxabrautar á Akranesi.vísir/anton brinkFjárveitingar til Vestfjarðavegar í Gufudalssveit lækka við þessar breytingar úr 600 milljónum króna niður í 100 milljónir í ár og á næsta ári úr 1.600 milljónum niður í 1.500 milljónir, eða samtals um 600 milljónir króna þessi tvö ár. Aðrar fjárhæðir, sem lagt er til að skornar verði niður til að mæta hagræðingarkröfunni í ár, eru tiltölulegar lágar miðað við Vestfjarðaniðurskurðinn. Það eru almennur rekstur Vegagerðarinnar um 7,3 milljónir króna, þjónusta Vegagerðarinnar um 40 milljónir króna, styrkir Vegagerðarinnar til almenningssamgangna um 27,6 milljónir króna og framkvæmdir við vita og hafnir um 2 milljónir króna. Þá verður fjárveiting til Samgöngustofu lækkuð um 37 milljónir króna og til flugvalla og flugleiðsögu um 21 milljón króna.
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Vilja að 550 milljónir verði skornar af samgöngumálum 550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. 16. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00
Vilja að 550 milljónir verði skornar af samgöngumálum 550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. 16. nóvember 2018 21:00