Fjármálaráðherra segir skattatillögur ASÍ hækka skatta á millitekjufólk Heimir Már Pétursson skrifar 31. janúar 2019 13:24 Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. Það sé hægt að koma til móts við lægst launuðu hópanna með öðrum hætti og það verði gert í tengslum við gerð kjarasamninga. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í aðkomu og aðgerðir stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninga. Vildi hann meðal annars fá fram afstöðu ríkisstjórnarinnar til hugmynda verkalýðshreyfingarinnar um fjölgun skattþrepa úr tveimur í fjögur, sem Samfylkingin styddi. „Ég er því forvitinn að heyra hvort það sé eining innan ríkisstjórnarinnar um að skoða þessi mál og koma til móts við verkalýðshreyfinguna. Eða hvort viðbrögð hæstvirts fjármálaráðherra í fjölmiðlum séu hið endanlega svar,“ sagði Logi. Þá minnti hann á að úrskurður kjararáðs um laun æðstu embættismanna árið 2016 hefði hleypt illu blóði í marga landsmenn og verkalýðshreyfinguna. „Að lokum langar mig þá að spyrja hvort hann telji koma til greina að frysta laun þingmanna og ráðherra lengur en gert er ráð fyri. Eða hvort hann hafi aðrar leiðir sem kannski gæti orðið sátt um,“ sagði Logi.Stjórnvöld munu koma til móts við lágtekjuhópa Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að vel tækist til við gerð kjarasamninga á almenna og opinbera markaðnum og eins og oft áður væri horft til stjórnvalda. hann teldi þau nú þegar hafa gert ýmislegt til að mæta kröfum verkalýðshreyfingarinnar. „Við höfum í raun með nýju frumvarpi sagt að úrskurður kjararáðs frá 2016 skuli gilda fram á mitt þetta ár. Það er sem næst þriggja ára frysting fyrir alla þá sem heyra undir þann úrskurð,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra sagðist helst hafa það við tillögur Alþýðusambandsins í skattamálum að athuga að þær ykju jaðarskattana. Það væri hugsanavilla hjá mörgum varðandi uppbyggingu skattkerfisins í heild, sem vildu hátt frítekjumark annars vegar og lága skatta á þá sem kæmu fyrst tekjulega inn í tekjuskattinn hins vegar „En þessi framstilling á málinu gerir það í raun og veru að verkum að við þurfum að hækka skattprósentuna of mikið á millitekjufólkið.“ „Við getum gert breytingar á tekjuskatti þannig að það komi þeim sérstaklega til góða sem eru í lágtekjuhópunum. Við munum gera það og til þess verða okkar tillögur smíðaðar. Ég ætla ekki að segja neitt ákveðið varðandi kjararáðs málin umfram það sem þegar er komið fram. Þetta verður bara að vera matsatriði í heildarsamhengi hlutana,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Kjaramál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. Það sé hægt að koma til móts við lægst launuðu hópanna með öðrum hætti og það verði gert í tengslum við gerð kjarasamninga. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í aðkomu og aðgerðir stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninga. Vildi hann meðal annars fá fram afstöðu ríkisstjórnarinnar til hugmynda verkalýðshreyfingarinnar um fjölgun skattþrepa úr tveimur í fjögur, sem Samfylkingin styddi. „Ég er því forvitinn að heyra hvort það sé eining innan ríkisstjórnarinnar um að skoða þessi mál og koma til móts við verkalýðshreyfinguna. Eða hvort viðbrögð hæstvirts fjármálaráðherra í fjölmiðlum séu hið endanlega svar,“ sagði Logi. Þá minnti hann á að úrskurður kjararáðs um laun æðstu embættismanna árið 2016 hefði hleypt illu blóði í marga landsmenn og verkalýðshreyfinguna. „Að lokum langar mig þá að spyrja hvort hann telji koma til greina að frysta laun þingmanna og ráðherra lengur en gert er ráð fyri. Eða hvort hann hafi aðrar leiðir sem kannski gæti orðið sátt um,“ sagði Logi.Stjórnvöld munu koma til móts við lágtekjuhópa Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að vel tækist til við gerð kjarasamninga á almenna og opinbera markaðnum og eins og oft áður væri horft til stjórnvalda. hann teldi þau nú þegar hafa gert ýmislegt til að mæta kröfum verkalýðshreyfingarinnar. „Við höfum í raun með nýju frumvarpi sagt að úrskurður kjararáðs frá 2016 skuli gilda fram á mitt þetta ár. Það er sem næst þriggja ára frysting fyrir alla þá sem heyra undir þann úrskurð,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra sagðist helst hafa það við tillögur Alþýðusambandsins í skattamálum að athuga að þær ykju jaðarskattana. Það væri hugsanavilla hjá mörgum varðandi uppbyggingu skattkerfisins í heild, sem vildu hátt frítekjumark annars vegar og lága skatta á þá sem kæmu fyrst tekjulega inn í tekjuskattinn hins vegar „En þessi framstilling á málinu gerir það í raun og veru að verkum að við þurfum að hækka skattprósentuna of mikið á millitekjufólkið.“ „Við getum gert breytingar á tekjuskatti þannig að það komi þeim sérstaklega til góða sem eru í lágtekjuhópunum. Við munum gera það og til þess verða okkar tillögur smíðaðar. Ég ætla ekki að segja neitt ákveðið varðandi kjararáðs málin umfram það sem þegar er komið fram. Þetta verður bara að vera matsatriði í heildarsamhengi hlutana,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Kjaramál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira